Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Þetta er kraftaverk!
Þá var maður færður til Jesú haldinn illum anda, blindur og mállaus. Hann læknaði hann svo að hinn mállausi gat talað og séð. (Matteusarguðspjall 12, vers 22)
Það má segja að efnahagsuppsveiflur hafi svipuð áhrif og snerting frá Jesús. Það má svo segja að efnahagsniðursveiflur hafi svipuð áhrif og plágan. Þegar mikið er um vinnu hættir fólk að fá króníska bak- og höfuðverki. Hin ósýnilegu mein sem er erfitt að greina eða setja undir smásjá hörfa. Þegar vinnan hörfar er eins og hin ósýnilegu mein snúi aftur.
Hver segir svo að peningar geti ekki keypt hamingjuna? Þeir virðast jú geta keypt heilsu og forðað fólki frá örkumlun!
En að öllu gríni slepptu þá er eitthvað bogið við kerfi örorkubóta. Það er greinilega of auðvelt að komast á þessar bætur. Það er slæmt því kerfið hefur ekki aðgang að endalausum peningum og þeir sem þurfa virkilega á aðstoð að halda fá minna en ella.
Nýjum öryrkjum fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.