Allir skattar hafa hamlandi áhrif

Nú stendur til að reyna afnema skatt sem ber villandi heiti: Stimpilgjald.

Nafn skattsins gefur til kynna að um sé að ræða einhvers konar kostnað við að stimpla á pappír. Svo er þó ekki. Þetta er hreinn skattur sem skerðir hlut þeirra sem koma að viðskiptum sem bera hann.

Rökin fyrir því að afnema skattinn eru góð og gild. Þau má heimfæra á alla aðra skatta. Allir skattar rýra hlut, draga úr ávinningi, hækka verð, flæma frá og gera viðskipti síður eftirsóknarverð.

Hið sama má segja um ofbeldi. Skattar eru jú ofbeldi.

En þarf ekki að fjármagna ríkið? Jú, vissulega þarf að fjármagna ríkisvaldið (rétt eins og mafíuna). 

Þarf þá ekki að skattleggja? Jú, vissulega þarf að skattleggja (rétt eins og mafían þarf að innheimta sín gjöld af þeim sem eru svo óheppnir að búa á umráðasvæði hennar).

Það sem er hins vegar algjör óþarfi með öllu er að halda úti gríðarlega flóknu skattkerfi sem enginn skilur eitt né neitt í. Fjöldi skatta og gjalda er slíkur að það þarf sprenglærða endurskoðendur til að þræða frumskóginn. 

Flókið skattkerfi hefur rosalega marga ókosti. Heiðarlegt fólk lendir í vandræðum með að borga skatta samkvæmt lögum og er alltaf í hættu að lenda í endurskoðun sem það hefur enga stjórn á eða yfirsýn yfir. Óheiðarlegt fólk finnur gloppurnar og nýtir sér þær. Menn setja upp flókin kerfi með kennitölum og bankareikningum í hinum ýmsu heimshlutum. Skattgreiðendur þurfa að halda úti heilum her af eftirlitsmönnum til að hafa eftirlit með þeim sjálfum, sem eykur enn á skattbyrðina. 

Eini kosturinn við flókið skattkerfi er sá að hið opinbera getur í raun sakfellt hvern sem er fyrir skattalagabrot. Það er t.d. hægt að gera ef einhver traðkar á tær hins opinbera og særir stolt þess. Hið opinbera getur þá blásið í endurskoðun á fjármálum viðkomandi og komist að því að Siggi frændi fékk greitt svart fyrir að skipta um pípulagnir á baðherberginu. 

Hreinlegast væri að byrja upp á nýtt, leggja niður skattalöggjöfina eins og hún leggur sig og setja leggja 5-10% skatt á allt, án undanþága, persónuafslátta og frestunarákvæða. Slíkt fyrirkomulag myndi gera eftirlitsbáknið óþarft, stórbæta svokölluð skattskil, laða fjármagn til landsins frekar en flæma það úr landi og í felur, einfalda rekstur heimila og fyrirtækja, auka gegnsæi skattkerfisins og útrýma lögbundinni mismunun á skattgreiðendum. 

Stjórnmálamenn vilja samt ekki svona einföldun á skattkerfinu því hún myndi fækka mjög möguleikum þeirra til að lofa einum hópi kjósenda fríðindum á kostnað annarra. 

Báknið ver sig líka sjálft og starfsgildi sín. Skýrslur finnast sennilega innan kerfisins sem lofa fegurð hins flókna skattkerfis og allra starfanna sem þarf til að fylgjast með því.

Skattgreiðendur eru sundruð hjörð og samstaða er engin meðal þeirra. Sá sem fær undanþágu frá einhverjum skatti hefur engan áhuga á að hafa hátt um það og missa þá kannski undanþáguna. Hið opinbera nýtir sér þetta samstöðuleysi til að stilla öllum upp á móti öllum öðrum og viðhalda flækjustiginu. 

Vonandi hverfa stimpilgjöldin bráðum, og í kjölfarið eitthvað annað af vitleysunni sem skattkerfið er.


mbl.is Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Lögreglan boðar til blaðamannafundar kl. 4 í dag í rúgbrauðsgerðinni?

Hvort ætli mafían verði handtekin, eða varnarlaus fórnarlömb mafíunnar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2017 kl. 14:49

2 identicon

Hvað er það raunverulega sem fer fram í þessari svokallaðri Rúgbrauðsgerð? Og á fleiri stöðum?

geoogle: Reykjavík: 1-hours prison break escape game.  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2017 kl. 15:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ljómandi góður punktur!

En já, auðvitað handtaka þeir örvæntingarfullu unglingana sem þeytast um bæinn með varning stjóra sinna. Stjórarnir koma hvergi nálægt þessu ólöglega. Peningarnir eru þvegnir og sléttir þegar þeir ná á toppinn.

Geir Ágústsson, 19.12.2017 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband