Laugardagur, 16. desember 2017
Hvernig getur stéttarfélag lokað heilu landi?
Vald verkalýðsfélaga er mikið. Löggjafinn gefur þeim ýmsar undanþágur frá hefðbundnum hefðum, venjum og lögum í samfélaginu. Verkalýðsfélög mega t.d. nema úr gildi atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár. Þá getur verkalýðsfélag gefið út að félagsmenn sínir skuli ekki mæta í vinnuna, en geri þeir það þá hefur það afleiðingar.
Verkalýðsfélög hafa í mörgum ríkjum líka leyfi til að beita ofbeldi, sem má teljast til sjaldgæfra undanþága frá almennum hegningarlögum í vestrænni hefð.
Þau geta bókstaflega gert fyrirtæki gjaldþrota með því að halda starfsfólki frá þeim og flæmt viðskiptavinina í burtu.
Þau geta svipt sjúklinga meðhöndlun meina sinna. Þau geta tekið draumafríið af fólki. Þau geta dæmt fólk til dauða á skurðarborðum sjúkrahúsanna. Þau geta kallað kvalir og þjáningar yfir almenning.
Núna stefnir í að eitt verkalýðsfélag ætli að loka landinu fyrir farþegaflutningum. Öll lög og allar reglur sem styðja við slíkt ofríki ber að afnema hið fyrsta.
Samband starfsmanns og atvinnurekenda á að vera tvíhliða samstarf sem byggist á gagnkvæmum samningum. Aðkoma þriðja aðila er með öllu óþörf nema í besta falli sem ráðgefandi.
Nokkrir fyrirvarar, svo menn séu ekki í vafa:
- Verkföll eru sjálfsagður réttur hvers og eins. Menn mæta þá bara ekki í vinnuna. Atvinnurekandi getur þá samið við viðkomandi eða rekið og ráðið annan.
- Það er sjálfsagt mál að launþegar taki höndum saman í samtökum af hverju tagi. Þau samtök eiga hins vegar ekki að geta starfað eftir öðrum lögum en félagsmenn þeirra.
- Hagfræði verkalýðsfélaga er sú að það sé hægt að knýja á um laun og kjör sem eru önnur og betri en markaðslaun. Sú hagfræði stenst ekki.
Reynt til þrautar að ná saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað úr hjarta vinnuveitenda.
Eftir að almenningur fékk kosningarétt hefur löggjafinn gætt hagsmuna almennings. Hann leifði verkalýðsfélög og gaf þeim vald til að semja um kaup og kjör launþega. Verkalýðsfélögin eru því skilgetið afkvæmi kosningaréttar almennings.
Samband starfsmanns og atvinnurekenda getur aldrei orðið tvíhliða samstarf sem byggist á gagnkvæmum samningum. Aflsmunur og aðstöðumunur er þar svo mikill að það væri leikur kattarins að músinni. Aðkoma þriðja aðila er óhjákvæmileg. Hugmyndafræði verkalýðsfélaga er sú að það sé hægt að knýja á um betri laun og kjör í krafti fjöldans sem ekki fengjust annars. Sú hugmyndafræði hefur sannað sig. Atvinnurekendur og samtök þeirra hafa aldrei að fyrra bragði stigið fram og hækkað laun. Hverja einustu krónu hefur þurft að sækja með hótunum um að verkfallsvopninu verði beitt. Vinnuaðstæður og bann við illri meðferð og kúgun launþega þurft að binda í lög.
Atvinnurekendur hafa það vald að geta svipt sjúklinga meðhöndlun meina sinna. Þau geta tekið draumafríið af fólki. Þau geta dæmt fólk til dauða á skurðarborðum sjúkrahúsanna. Þau geta kallað kvalir og þjáningar yfir almenning. Með því einu að neita að semja þegar fyrri samningar renna út. Með því að ætla að beita samtökum sínum, fylgjendum og fjármagni til að kúga launþega og samtök þeirra til undirgefni.
Gústi (IP-tala skráð) 16.12.2017 kl. 15:33
Ísland lokast ekki þótt verkfall verði hjá einu af tugum flugfélaga sem hingað fljúga. Það er liðin tíð.
Ómar Ragnarsson, 16.12.2017 kl. 16:53
Geir. Því miður svíkja sjúkrahús sjúklinga, án þess að verkföll hafi orsakað svikin. En það er aldrei sagt frá þeirri hlið mála í fréttum. Þöggun gagnast þeim mest og best, sem lifa og starfa í lögmanna/dómsstóla vörðum svikaskjólum.
Það er annars undarlegt að það skuli enn þann dag í dag, þurfa verkföll til að fá mannsæmandi grunnframfærslu nettó laun, til að standa undir tilverukostnaðinum opinberlega kúgandi og margskonar?
Sonur minn er að fara til Finnlands á morgun í heimsókn til föðurfjölskyldunnar. Ég benti honum á, að það væri lúxusvandamál í heiminum í dag, að komast ekki í möguleikanna fjármagnaða fríið á réttum tíma.
Ég er ekki að mæla með að fólk komist ekki hindrunarlaust ferða sinna, heldur að benda á að sumir hafa aldrei nokkurn möguleika á að ferðast landshorna á milli. Hvað þá heimshornanna á milli! Já, ég get verið óþolandi leiðinleg, skilningslaus, og hvöss.
Ég er hundleiðinleg gamla, og það verður þá bara að hafa það í þetta sinn, eins og í öll hin skiptin sem ég hef verið hundleiðinlega hreinskilin og hvöss.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2017 kl. 18:18
Geir hvar hefur þú verið undanfarinn 20 ár?
þó svo að Icelandair stöðvi tímabundið flug til og frá Íslandi, þá er landið ekkert lokað sem betur fer.
Auðvelt að leisa þessa deilu með 45% kauphækkun afturkvæmt till þriggja ára og ef Icelandair hefur ekki efni á þessu, þá getur Bjarni Ben greitt úr ríkissjóði það sem Icelamdair getur ekki.
Möppudýrin fengu 45% kauphækkun og landsmönnum var tjáð að það væru til nógir peningar.
Vonandi standa flugvirkjar saman og hafi góða upplýsingar fyrir félaga, það ætti að vera auðvelt með allri tölvutækni sem til er.
Það er oftast að samstaða spryngur vegan lyga frétta sem að forstöðumenn fyrirtækja senda út. Upplýsingar eiga að vera sendar út á þriggja tíma fresti félaga flugvirkjafélagsins og auðvitað á að kveða niður í kútinn allar lygafréttir sem hafa komið fram.
Sameinaðir standið þið, sundraðir fallið þið.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.12.2017 kl. 00:09
Takk fyrir athugsemdirnar öll.
Nei auðvitað lokast landið ekki þótt eitt flugfélag sé sett í hlekki. Skjólstæðingar þess flugfélags verða samt fyrir þjáningum. Hin flugfélögin fá sennilega til sín nýja viðskiptavini sem borga hæsta mögulega verð til að komast leiðar sinnar.
Núverandi fyrirkomulag kjarabaráttu þeirra sem stunda hana í gegnum verkalýðsfélög hentar sumum en öðrum ekki.
Hún hentar fyrirtækjum sem geta borgað betur en kjarasamningar kveða á um og ná þannig til sín hæfasta starfsfólkinu. Þeir sem eftir sitja þurfa að sætta sig við kjarasamninga.
Hún hentar lélegasta starfsfólkinu sem fær hærri laun en ella - kjarasamningalaun sem miðast bara við starfsaldur, prófgráður og aðra mælanlega þætti, en ekki hina sem eru hlutlægir (svo sem dugnaður, frumkvæði og drifkraftur).
Hún hentar atvinnurekendum sem hafa innan sinna raða fólk sem sýnir fyrirtæki sínu hollustu, en getur ekki notið þess í hærri launum - launum umfram taxta kjarasamninga.
Hún hentar stórfyrirtækjum sem geta haldið starfsfólki sínu, óhult fyrir launasamkeppni frá nýjum eða gömlum samkeppnisaðilum.
Hún hentar þeim sem kunna að leika á kerfið. Gott dæmi er flugfélagið Norwegian sem stingur nú stóru og kjarasamningabundnu flugfélögin af í samkeppninni, því Norwegian er ekki bundið til botns með sömu hlekkjum og samkeppnisaðilarinir.
Hún hentar verkalýðsfélögunum sjálfum, sem geta reist sér höfuðstöðvar og borgað toppum innan sinna raða vel.
Það eru til margar leiðir til kjarabaráttu. Sú nauðung sem verkalýðsfélögin stunda er mér ekki að skapi.
Geir Ágústsson, 17.12.2017 kl. 14:24
Annars get ég alveg sagt frá því hvernig verkfræðingar bæði á Íslandi og í Danmörku haga sínum málum, a.m.k. á einkamarkaðinum.
Hagsmunasamtök verkfræðinga sjá um að pensla breiðu línurnar með samtökum atvinnurekenda: Framlög í lífeyrissjóði og þess háttar.
Þau framkvæma einnig könnun meðal félagsmannasinna - launakönnun - sem er svo gefin út. Þar geta menn séð hvaða laun teljast til meðaltals, í lægri kantinum og í hærra lagi fyrir tiltekna gráðu og útskriftarár.
Það er svo undir verkfræðingunum sjálfum að semja um sín laun.
Enginn kjarasamningur er í gildi.
Þess vegna gátu verkfræðistofurnar sagt eftir hrunið 2008: Við viljum endilega að þið haldið vinnunni ykkar, en erum því miður ekki með næg verkefni. Við viljum halda í reynslu ykkar og þekkingu til að geta tekist á við næstu uppsveiflu. Í staðinn þurfum við samt að stöðva yfirvinnu og lækka laun og starfshlutföll niður í 85%.
Þetta þáðu margir verkfræðingar. Það var leiðinlegt að hafa lítið að gera, en menn voru þó með vinnu.
Atvinnurekendur sem eru bundnir af kjarasamningum þurfa að reka fólk til að lækka kostnað. Það er ekkert svigrúm til að semja þegar reksturinn er í niðursveiflu. Menn eru með vinnu eða ekki.
Það er meðal annars þessi ósveigjanleiki sem kjarasamningar kæfa. Og menn eru þá bara reknir.
Geir Ágústsson, 17.12.2017 kl. 18:40
Ef Icelamdair getur ekki veitt starfsfólki sínu í eins mikilli uppsveiflu í farþega fjölda til landsins, hvenær getur Icelamdair gefið þokkalega launahækkun ef ekki núna?
það er aðeins tvennt í málinu:
1. Icelandair er svo illa rekið og getur þess vegna ekki fallist á minna en helmings þess launahækkunar sem þingmenn og möppudýrin fengu og ekki er það af því að landinu sé svo vel stjórnað.
2. Forstjórar og yfirmenn Icelanair líta niður á starfsmenn félagsins og finnst starfsmenn yfirborgaðir, sem að ég tel að sé.
3. Það má bæta því þriðja við þessa upptalningu; kanski er það bæði liður 1. Og liður 2. Sem spilar mikla rullu hvernig er komið er í kjaramálum Icelandair.
það er ekki eins og að samningar voru lausir á laugardag, það er búið að þrefa um þetta í 3 eða 4 mánuði.
Astæðan að Icelandair gerir ekkert í að reina að greiða úr þessu, þeir ættla að fara undir pilsfald Ríkistjórnarinar og fá þau til að setja lög á verkfallið eins og Icelandair og fyrirrennarar þeirra hafa gert í gegnum árin.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.