Fimmtudagur, 14. desember 2017
Ónei! Einhver gæti orðið ríkur!
Frumkvöðlar eru gríðarlega mikilvægir hverju hagkerfi og samfélagi sem vill bæta lífskjör almennings. Þeir koma auga á tækifæri sem leynast öðrum, leggja á sig mikla vinnu við að safna fjármagni, hæfileikum og nauðsynlegum tækjum og tólum, taka áhættu, þefa uppi markaði og kynna hugmyndir sínar fyrir umheiminum.
Oft fórna þessir frumkvöðlar öðrum möguleikum til að afla lífsviðurværis til að koma hugmyndum sínum á koppinn.
Oft hætta þeir á að gera sig að athlægi.
Oft tekst ekki að koma hugmynd í framkvæmd. Slíku fylgir tap á fé og tíma og jafnvel gjaldþrot.
En hvað gerist ef vel tekst upp?
Þá er hætta á að einhver efnist! Verði jafnvel sterkefnaður! Kaupi sér rándýrt einbýlishús og jeppa!
Hvað verður þá um hann? Jú, hann verður öfundaður. Menn tala um að hann þurfi að fara borga hærri skatta en aðrir - miklu hærri! Innistæða hans í bankanum lendir í nýjum sköttum. Arðgreiðslur hans sömuleiðis.
Skamm, frumkvöðull, fyrir að hafa tekist vel upp!
Nei, frumkvöðlar eiga ekki að njóta velgengni. Þeir eiga að lepja dauðann úr skel með styrki úr nýsköpunarsjóðum ríkisvaldsins. Þeim á helst að mistakast. Þeir eiga svo sannarlega ekki að græða, sem er mikið skammaryrði.
Lifi frumkvöðullinn!
... en bara á meðan hugmyndir hans ganga ekki upp.
Milljarðar lagðir í Rafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.