Eitthvað fyrir alla: Jólasveinastjórnin fæðist

Ný ríkisstjórn, Jólasveinastjórnin, er að fæðast. Hjá henni fá allir, nema skattgreiðendur, eitthvað gott í skóinn.

Ríkið ætlar að tryggja aukna þenslu með því að færa milljarða úr bönkum í innviði. Bankana á svo að selja, en verðminni en ella þegar búið er að mjólka þá. Fyrir andvirðið á að greiða niður skuldir ríkisins, sem eru enn alltof háar og gera ríkissjóð veikan fyrir áföllum af ýmsu tagi (nýju bankahruni, eldgosi í Kötlu, flótta fiskistofna á aðrar slóðir, tískustraumabreytingum hjá ferðamönnum osfrv.).

Meðlimir bæði VG og Sjálfstæðisflokks hugga sig sennilega við það að flokkur þeirra sé, þrátt fyrir allt, í ríkisstjórn, og geti þar haft meiri áhrif en seta í stjórnarandstöðu. Það er auðvitað rétt, en á kostnað svo gott sem allra kosningaloforða. VG hefði viljað hækka skatta meira, og margir Sjálfstæðismenn hefðu viljað aukna áherslu á að hreinsa upp skuldir ríkisins og auka svigrúm til skattalækkana. Hvorugur fær allar óskir sínar uppfylltar. 

Vissulega eru málamiðlanir hluti af pólitíkinni. Frjálshyggjumenn hljóta samt að spyrja sig að því hvað býður þeirra við næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er, á norrænan mælikvarða, vinstra megin við miðju. Það er gríðarlegt svigrúm hægra megin við hann fyrir staðfastari flokk sem er síður líklegur til að hlaupa á eftir skoðanakönnunum þegar stefnumálin eru ákveðin.

Það þyrfti ekki einu sinni að vera sérstaklega róttækur frjálshyggjuflokkur, bara eitthvað sem líkist hinum danska Liberal Alliance

Sjáum hvað setur og vonum að það fari ekki allt á hliðina hjá vel meinandi en hagfræðilega ólæsum jólasveinum í nýrri ríkisstjórn. 


mbl.is Töluverð uppstokkun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ýmislegt til í þessu hjá þér.

Staðan á Íslandi hefur verið góð undanfarin ár en  það er þrátt fyrir stjórnvöld en ekki vegna þeirra. Alltof margir virðast ekki sjá í gegnum hjal stjórnmálamanna um að þeir hafi gert svo mikið. 

Skuldir íslenska ríkisins eru lágar séu þær bornar saman við önnur lönd. Þær eru eigi að síður of háar og opinberi geirinn of fyrirferðamikill. Tæki einhver eftir því ef t.d. efnahags- og viðskiptaráðuneytið yrði lagt niður? Myndu viðskipti til og frá landinu lamast? 

Svo munum við borga brúsann eftir mörg ár af klúðrinu varðandi grunnskólana. Þar er í tísku að beina sjónum að kennurum en þeir eru einungis hluti vandans. Alþingi ber þar mikla ábyrgð með barnalegum lögum sem engum dettur í hug að endurskoða.

Stóra bomban er svo væntanleg: Kröfur stéttarfélaganna á komandi vikum/mánuðum munu taka tillit til úrskurða kjararáðs en þar bera allir þingmenn mikla ábyrgð. Menn munu vilja sækja sér óraunsæjar kjarabætur í anda kjararáðs og útkoman gæti hæglega verið atvinnuleysi. Menn vanmeta verulega afleiðingar þvælunnar frá kjararáði :-(

Geta D og Vg unnið saman? Sennilega ekki nema í skamma stund. 

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 12:48

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held það séu meira en 50% líkur á kosningum á næsta ári.

Kannski með 1-2 mánuðum af brasi milli annarra flokka fyrst, en þetta er eitthvað svo stíft fólk, og sjálfhverft að ég fæ ekki séð það geti komið sér vel saman.

Hlakka ekkert til VG+D stjórnar. (Eða nokkurrar stjórnar ef út í það er farið.)

D tollir inna aðallega með game theory - eins og þú hefur tekið eftir, það býðst ekkert annað sem menn hafa trú á.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2017 kl. 21:06

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fólk getur orðið ótrúlega sammála um allskonar á meðan hugmyndirnar snúast um það eitt að eyða peningum annarra. Um leið og eitthvað hik kemur á eyðslusemina munu verða átök. 

Geir Ágústsson, 30.11.2017 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband