Þriðjudagur, 28. nóvember 2017
Tæknin og stjórnmál
Á öllum tímum síðan iðnbyltingin var fyrir alvöru byrjuð að breiðast út hafa stjórnmálamenn talað um að störf hverfi og að aumur almúginn hafi ekkert fyrir stafni.
Enginn slíkur spádómur hefur ræst þar sem frjáls markaður hefur fengið að starfa, a.m.k. að einhverju leyti.
Það er rétt sem margir segja að tæknin mun leysa af hólmi manninn á sífellt fleiri sviðum.
Það er líka rétt að félagsfærni, frumleiki og sköpunargáfur munu skipta sífellt meira máli.
Búðarkassastarfsmaðurinn hverfur. Í staðinn kemur eitthvað annað.
Leigubílstjórinn hverfur. Í staðinn kemur eitthvað annað.
Kannski hverfa líka nuddarar, ræstingarfólk, flugþjónar, flugmenn, skipstjórar og margar tegundir verkfræðinga og lögfræðinga.
Í staðinn kemur eitthvað annað.
Það er ekki fyrr en að menn hella sandi í gangverk hins frjálsa markaðar að vandamálin spretta upp eins og arfi í beði. Stjórnmálamenn má líka forrita. Má ekki leggja niður störf þeirra líka á næsta áratug?
Arður tæknibyltingar skili sér sanngjarnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Stjórnmálamenn má líka forrita." Hrikalega hæpin fullyrðing Geir án nokkrar röksemdar! Hver er röksemdin? Ath Geir að ég er hugbúnaðararkitekt að mennt.
Lögræðingar verða hins vegar farnir flestir eftir um 50-70 ár, það er ágætis byrjun. Korlagning laga er mun auðveldari en genaverkefni mannsins sem búið er að kortleggja.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 16:37
Eitthvað eru menn samt að reyna:
http://goodtechgo.com/index.php/2017/11/26/sam-facebook-messenger-chatbot-is-first-virtual-politician/
Ég er sammála því að það sé ekki hægt að forrita manneskju með öllum sínum taugaendum og genamengi. Það er hins vegar hægt að leysa þá af hólmi með ýmsum hætti. Nú er t.d. enginn stjórnmálamaður að hugleiða hvernig sement skal framleitt, dreift og selt.
Geir Ágústsson, 28.11.2017 kl. 17:53
Stjórnmálin eiga, að mínu viti, að snúast um grunnstrúktúra. Hinsvegar vil ég að sementið sé í lagi og þar veit ég að markaðurinn hefur sínar leiðir til að rýra gæði á kostnað neytenda, samanber Findus nautabökurnar með hrossakjötinu.
Annars mannstu líklega þegar Steingrímur Hermanns var að verðlegga paprikur. Það var pínu svipað og að láta Neal Armstrong vinna við að stýra langferðabíl.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.11.2017 kl. 19:34
Annars mun ég nú halda mig til hlés á blogginu þínu Geir, í bili. Við höfum átt fínar samræður en fyrir mína parta hef ég komist til ákveðins bots í þeim og sé því ekki ástæðu til að mæta eins reglulega og ég hef gert síðustu daga.
Þakka fyrir líflegar umræður.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.