Manstu eftir seinustu vinstristjórn?

Á um 10-20 ára fresti kjósa Íslendingar yfir sig vinstristjórn. Yfirleitt springa slíkar stjórnir. Þeirri seinustu tókst þó að lifa af kjörtímabilið en þá voru atkvæðin líka alveg horfin af henni. Það rifjast upp fyrir Íslendingum hvað vinstristjórn er hræðileg og aðrir flokkar hlutu atkvæði hennar.

Yfirleitt muna Íslendingar í nokkur ár hvað vinstristjórn er hræðileg.

Nú er hins vegar eins og Íslendingar hafi þróað með sér gullfiskaminni og þurfi að láta minna sig á það aftur, á innan við áratug, hvað vinstristjórn er vond hugmynd.

Kannski er þetta ekki-vinstriflokkunum að kenna. Þeir eru jú líka flestir að lofa milljörðum í hitt og þetta og gera sig kannski óaðgreinanlega frá vinstrinu að því leyti. Miðjan er komin miklu lengra til vinstri en áður og menn ruglast því á vinstriflokkum og ekki-vinstriflokkum og láta því ekki minningarnar frá seinustu vinstristjórn hræða sig.

Það eru engar líkur á að frjálshyggja verði ríkjandi á Alþingi eftir kosningar frekar en í dag. Hins vegar er skömminni skárra að hafa stjórnvöld sem vilja greiða niður skuldir, einfalda skattkerfið og lækka skatta en stjórnvöld sem lofa því beinlínis að flækja skattkerfið, hækka skatta og svipta fólki eigum sínum og sparnaði. 

En kannski þurfa Íslendingar bara upprifjun, hver veit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hollt og gott að minnast fortíðarinnar. 

Svo er spurning hvort menn og konur kjósa að vera sanngjarnir í pólitískri umræðu. Kannkski tíðkast það ekki og mun ekki verða á Íslandi.

Ekki ætla ég mér að verja allt sem stjórn JS og SjS gerði á sínum tíma en gott að rifja upp við hvaða aðstæður þar nokkur þrekvirki voru unnin, samhliða nokkrum vondum hlutum, sem flestar ríksstjórnir verða fyrir á sínum starfsárum.

Engin er víst eyland þegar kemur að þeim efnunum.

    • Ríkistjórn JS og SJS tekur við þegar Seðlabanki Íslandi [SÍ]er nýorðinn gjaldþrot, með glænýtt uppáskrifað skuldabréf frá Rikissjóði upp á 250 milljarða, sem en er verið að greiða niður og verður til ca 2038. 

    • Ríkistjórn JS og SJS fékk svo aðstoð frá IGS, sem var vilji allra á þeim tíma. Ríkistjórn JS og SJS vann vel eftir þeirra áætlunum en stóðu í lappirnar þegar átti að skera strax niður hjá öllum [öldruðu, öryrkjum, barnafjölskyldum og fl]og neitaði að hefja niðurskurði fyrr en búið væri að sigla úr fyrstu öldu hrunsins. 

    • Ríkistjórn JS og SJS skar svo niður 2011 hjá þeim sem hæstu höfðu lífeyrisgreiðslur og aðrar bætur en ekki hjá þeim sem höfðu lægstu bæturnar [mikill misskillningur hjá mörgum með þetta atriði]

    • Það fyrsta sem ríkistjórn BB og SDG gerði var svo sumarið 2013 að hækka fyrst hjá þessu fólki bæturnar án þess að hækka hjá þeim sem lægstar höfðu bæturnar.

    • Ríkistjórn JS og SJS tókst svo að koma kaupmætti aftur í það sem hann var haustið 2008 , vorið 2013, eftir að hafa fallið til þess sem hann var 2002. [heimild: Hagstofa Íslands] 

    Þessu er gott að muna eftir, viji einn vera sanngjarn.

    Svo er hægt að ræða hvernig fjármálum var stýrt hér fyrir hrun sem varð svo valdur að því að um 9000 fjölskyldur stóðu höllum fæti. Mörg ástarbréf og "fake" verðmætasköpun í formi peningaviðskipta á hluta af því.

    Það var ekki á vakt JS eða SJS

    Sem fyrr, sér hver með þeim kíki sem einn á. 

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.10.2017 kl. 11:29

    2 Smámynd: Geir Ágústsson

    Auðvitað voru þetta erfiðir tímar. Það fóru samt mörg tækifæri forgörðum á ríkisstjórnartíma Jóhönnu og Steingríms. Púðrinu var þess í stað eytt í allskyns gæluverkefni og hugdettur þeirra skötuhjúa, og veðjað á að útlendingar gætu bjargað okkur ef bara þeir fengju Icesave-kröfur sínar samþykktar. 

    Það má því segja að þau skjötuhjú hafi gert illt verra þegar hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á. 

    Fjármálakerfi heimsins hefur vel á minnst ekki breyst í neinum aðalatriðum síðan 2008. Næsti hiksti í fjármálakerfinu verður engu minni. 

    Geir Ágústsson, 27.10.2017 kl. 12:16

    3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Gott að sjá og heyra að það versta sé ekki valið út og hinu sleppt. Einnig gott að sjá að nokkrir geti verið sanngjarnir.

    Þegar þú segir "Það má því segja að þau skjötuhjú hafi gert illt verra þegar hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á." iÞá er liggur fyrir að fljótlega eftir valdatöku fóru þau inn í prógrammið hjá AGS og því lítið sem þau gátu gert verr. Ljóst var að það var ekki hægt að bjarga öllu. Búið er að sýna fram á tap samfélagins ef Sjóvá hefði verið látið rúlla. 

    Deila má um umsóknina að ESB, þó svo að ég hafi og verði henni sammála, enda undarlegt sjá Ísland með örmynnt utan bandalags líkt og ESB. Trúi að það muni breytast á næstu 10 árum. Vissulega hefur ESB galla en e-r kostir eru þar líka. Ef menn eru sanngjarnir þá má sýna þá líka ;)

    Ég er þess nokkuð viss að þegar sagan verði skoðuð eftir 15 ár og án flokksgleraugna, þá verði sagan skrifuð öðruvísi, þ.e huglæga sagan.

    Vonum bara með næsta hiksta verðum við e-ð búin að læra og ekki fylgi jafnleiðinlegur [pólitískur]ropi á okkar margt ágætu þjóð.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.10.2017 kl. 13:06

    4 identicon

    Meira ruglið í þér Geir, alveg dæmigerður hræðsluáróður í anda sjálfstæðismanna.

    Það er eins og ykkur sé alveg fyrirmunað að heyja heiðarlega kosningabaráttu.

    Þú veist alveg jafn vel og ég, að það voru fordæmalausar aðstæður þegar Jóhanna og Steingrímur tóku við vorið 2009, halli ríkissjóðs uppá heilar 216 miljarða og foringi ykkar, Davíð Oddsson ný búinn að gera seðlabanka íslands gjaldþrota.

    Það kom svo í hlut okkar vinstri manna að þrífa og moka út eftir andskotans frjálshyggju fylleríið ykkar.

    Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 16:21

    5 identicon

    Það virðist sem Helgi Jónsson er að gleyma hverjir voru samstarfsmenn xD í hruninu. Sumir vilja einfaldlega ekki muna það.

    Egill Vondi (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 17:29

    6 identicon

    "Ríkistjórn JS og SJS tókst svo að koma kaupmætti aftur í það sem hann var haustið 2008 , vorið 2013, eftir að hafa fallið til þess sem hann var 2002. [heimild: Hagstofa Íslands]"

    Það má ekki gera of mikið úr getu ríkisstjórna til að stjórna efnahagslífi þjóðar. Ríkisstjórnir eru eins og knappi sem sest á baki hests sem getur verið allt frá því að vera ótemja, gæðingur eða klár. Ytri aðstæður íslands valda því hverra gerðar hesturinn er. 

    Það gekk vel hjá JS og SJS þar sem gæðingur var til reiðar og líka hjá BB og SDG. Í lok hverrar stjórnar ber henni að þakka hestinum en ekki sjálfum sér, því stjórnmálamenn eru aldrei góðir knapar.

    Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 22:13

    7 Smámynd: Geir Ágústsson

    Menn reyna hér að halda uppi heiðri ríkisstjórnar sem stóð fyrir:

    - Pólitískum ofsóknum

    - Eltingaleik við kröfur útlendinga og óskir

    - Veikum samningavilja gagnvart erlendum peningamönnum

    - Skattheimtu og skuldasöfnun á stjarnfræðilegan mælikvarða

    - Innri átökum um nánast öll mál

    Auðvitað er það samt svo að biluð klukka er rétt einu sinni á dag. 

    Geir Ágústsson, 28.10.2017 kl. 09:10

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband