Ákall segja sumir, sundruð skilaboð segja aðrir

Það stefnir í að heill haugur af flokkum nái inn manni á þing við næstu kosningar. Enginn nær 25% fylgi. Meira ákall er ekki hægt að lesa úr niðurstöðum skoðanakannanna. Kjósendur eru sundraðir. 

Það er því rangt að túlka skoðanakannanir sem svo að kjósendur séu að biðja um vinstristjórn sem yrði samansett af ógrynni flokka. 

Kjósendur eru miklu frekar að biðja um frí frá stjórnmálum. Þeir ætla sér ekki að leiða neinn einn flokk fram með áberandi hætti.

Ég sé fyrir mér að þingheimurinn sleppi því hreinlega að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Ráðherrar yrðu skipaðir af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og fleiri slíkum og þeirra hlutverk yrði bara að skrifa undir reglugerðir. Þingmenn fengju nægan tíma til að ræða saman en fresta því alveg að samþykkja nokkuð (nema ef vera skyldi áfengis- og kannabis-frumvörp Pawel Bartoszek). Skuldir mætti greiða niður en skattkerfið yrði alveg látið í friði. 

Ákall kjósenda er, að mínu mati, að fá frið frá stjórnmálum. Má ekki veita það?


mbl.is Stefnir í viðræður til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband