Látum Bónus selja flugvélaeldsneyti

Bónus, sem margir versla í um leið og þeir bölva eigendum verslananna fyrir okur, bjóða sama vöruverð um allt land. Þess vegna stendur Bónus-verslunin við hliðina á Costco tóm, en allar aðrar eru mjög uppteknar.

Ríkisvaldið er með allskyns hugmyndir um verðlag á hinu og þessu. Þar á meðal innanlandsflugi.

Mér finnst mjög nærtækt að ríkisvaldið hætti að skipta sér af innanlandsflugi og raunar öllum öðrum rekstri. Það þýðir að sjálfsögðu að reglur rýmkist, skattar lækki og skilyrðum fækki. Biðtíminn eftir blússandi samkeppni einkaaðila yrði ekki langt fram undan. Flugvélaeldsneyti yrði verðlagt á markaðsforsendum og af því yrði því alltaf nægt framboð sem mætir nægri eftirspurn.

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Tveir milljarðar í „köld svæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Varla, eflaust búið að bíðan nóg. Hinir tveir alþjóðlegu flugvellirnir eru til taks en ohf. er ekki tilbúið í það dæmi þó kostnðurinn sé einungis hlutfall af stækkun Sandgerðislugvallar.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.10.2017 kl. 17:59

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hugur og fingrasetning ekki alveg samtaka, vonandi fyrirgefið. Því má bæta við þeirri algildu og einföldu athugasemd; að hafa öll eggin í sömu körfunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.10.2017 kl. 18:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Já ríkiseinokunin er hér að vinna kraftaverk.

Alla ferðamenn á sama svæði (og svo gott sem allar virkjanir).

Allt flug á sama blettinn - á veðurbarinn útkjálka. 

Megnið af innviðunum á sama svæði. 

Þetta getur bara endað vel. 

Geir Ágústsson, 23.10.2017 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband