Fimmtudagur, 19. október 2017
Ósátt(ur)? Farðu annað!
Það þykir vera tilefni til fréttaskrifta að starfsmannavelta hjá einkafyrirtækinu Costco á Íslandi sé há.
Þetta er samt ekki vandamál annarra en stjórnenda. Þeir munu leysa það. Kannski hækka þeir laun, lengja kaffipásur, kaupa vélmenni, bjóða bónusgreiðslur, kaupa kökur með kaffinu, gefa fólki verðlaunapeninga eða fína titla, bjóða upp á námskeið og endurmenntun, veita stóra starfsmannaafslætti eða henda í starfsmannapartý mánaðarlega.
Kannski gefast stjórnendur upp og loka einfaldlega búllunni.
Það kemur í ljós.
Kannski hækkar verslunin verð til að borga betur. Hættan er þá sú að neytendur fari annað.
En svo gerist það reglulega að opinberir starfsmenn eru ósáttir. Þeir vilja hærri laun, styttri vinnuviku, fleiri námskeið eða styttri starfsaldur. Stéttarfélög þeirra hefja samningaviðræður við eina aðilann sem fær að ráða þá í vinnu á landinu. Málamiðlun lætur standa á sér. Þá er hvað gert? Jú, farið í verkfall! Samfélagið er sett á hliðina. Börn eða sjúklingar eru send út á götu. Opinberir starfsmenn ætla ekki að gefa sig! Þeir eru jú að semja!
Blaðamenn setja ekkert út á þetta. Þeir tala um að ríkisvaldið eða sveitarfélögin hafi ekki gengið nógu langt til að koma til móts við kröfur opinberra starfsmanna. Loks tekst að semja. Skattgreiðendur eru látnir borga enda eru engir valkostir við rekstur í umhverfi ríkiseinokunar.
Lífið heldur áfram en allir töpuðu, meira að segja hinn litli hópur sem fékk sínu framgengt en þarf nú bara að borga meira í skatta í staðinn, til að fjármagna eigin samningasigur.
Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á sama tíma er fólki sagt upp í mörgum fyrirtækjum sem framleiöa tegundir sem Costco selur mun ódýrara.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2017 kl. 15:26
Það skal alveg skrifað á neytendur. Svo er engin ástæða að halda uppi alltof mörgum framleiðendum sem framleiða alltof dýran varning. Það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi og því fínn tími að hreinsa aðeins.
Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.