Flestir tekjuhópar á Íslandi borga lítinn sem engan tekjuskatt

Sífellt er klifað á því að það sé hægt að skattleggja þá ríkustu meira. En verður það gert?

Myndin hér að neðan er tekin úr mjög fróðlegu myndbandi

skattar

Hvað sýnir myndin? Jú, að einstaklingur þarf að vera í fjórða tekjuhæsta hópi Íslendinga til að borga í raun eitthvað í tekjuskatt. Fimm tekjulægstu hóparnir borga ekkert eða beinlínis þiggja tekjuskatt, sem tekjur!

Ríkasta tíundin borgar langmest allra. Hún er svo fámenn að sérstakur hátekjuskattur á hana skilar ekki nema um 3% af samanlögðum tekjuskattstekjum ríkissjóðs. 

Fjölmennasti hópur skattgreiðenda eru miðstéttarfólk. Ef ætlunin er að auka skattheimtu vegna tekna svo einhverju máli skiptir þarf að skattleggja þetta fólk sérstaklega. 

Sé ætlunin ekki að auka skattheimtu heldur bara valda sársauka sem skiptir engu máli fyrir rekstur ríkissjóðs en sýnir táknrænt að auðsköpun er óvinsæl þá má auðvitað snarhækka hátekjuskattinn.

Meirihluti tekjuhópa á Íslandi borgar lítið sem ekkert í tekjuskatt. Þannig verður það áfram eftir kosningar, sama hvaða flokkar verða valdir. Sumir flokkar hafa það samt að sérstöku kosningamáli að flæma ríkustu skattgreiðendurnar út úr landi eða peninga þeirra inn í felustaði. Það eru slæmar fréttir. Eða kunna ekki allir söguna af vinunum tíu sem fóru reglulega út að borða saman? 


mbl.is Skilar 70% meira en 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög villandi yfirlit ef ekki hreint bull. Af 280.000 mánaðartekjum er greitt yfir 50.000 í skatt skv reiknivél TR. Eru ekki lægstu laun jafnvel enn hærri?

Þetta er bara áróður sjálfstæðismanna. Eins og venjulega er lítið mark takandi á honum. Svo er auðvitað út í hött að draga vaxta- og barnabætur frá sköttum. Þá er eins hægt að draga frá allan annan kostnað ríkisins eins og skólakostnað barna og sjúkrahúskostnað.

Annars sýnir þetta yfirlit gífurlegan kjaramun svo að ekki veitir af að minnka hann með hærri sköttum á hæstu tekjur og mestu eignir. Það sýnir einnig að það er eftir einhverju að slægast að hækka skatta á hæstu laun.

Hæsta skattprósentan er komin niður í 43%. Það er með því lægsta sem þekkist í þróuðum löndum. Það mætti bæta við tveim til þrem þrepum og fara alveg upp i 65% td á árstekjur umfram 30.000.000.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 16:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Er útsvar með í þessari reiknivél?

Eru gögnin röng?

Eru bætur ýmis konar ekki tekjur?

Munu þeir tekjuhæstu ekki bregðast við enn meiri sksttheimtu á einn eða annan hátt?

Geir Ágústsson, 18.10.2017 kl. 16:35

3 identicon

Já, útsvar er með. Ástandið er þannig á Íslamndi núna að það eru greiddir verulegir skattar af lægstu tekjum einstaklinga.Það eru reiknaðir skattar af ellilífeyri og örorkubótum en ekki af barnabótum og vaxtabótum.

Hvernig ættu þeir að bregðast við? Flytja til útlanda? Ég varð ekki var við að hátekjumenn flyttu mikið til útlanda í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun. Þvert á móti var það frekar lágtekjufólk eða fólk sem fór illa út úr hruninu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 17:28

4 identicon

Hver vill borga skatt? Og hvert fara þessar skatta-krónur? Í kommúnistabáknið EU og handbendi þeirra á Íslandi?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 19:30

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er enginn áróður heldur er þarna byggt á úttekt Fjármálaráðuneytis sem gerð var 2015. Það sem um er að ræða eru nettóskattgreiðslur, þ.e. tekjuskattur og útsvar að frádregnum vaxta- og barnabótum. Með öðrum orðum: Það sem maður greiðir til ríkisins að frádregnu því sem maður fær greitt frá ríkinu.

Myndin sýnir engan kjaramun eins og Ásmundur virðist halda. Hún sýnir aðeins mun á greiddum sköttum.

Til að fá fram nettóskattgreiðslur er vitanlega eðlilegt að draga frá hinar tekjutengdu bætur. Það væri hins vegar óeðlilegt að fara að reikna inn í þetta kostnað við þá þjónustu sem fólk notar. Bæði vegna þess að það kemur málinu ekki við, þ.e. spurningunni um nettóskatttekjur, og vegna þess að það kæmi í raun út á eitt - notkun fólks á heilbrigðisþjónustu og menntun ræðst ekki af tekjum. Munurinn væri því sá sami.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2017 kl. 20:17

6 Smámynd: Starbuck

Úr launaseðlinum mínum 1. september 2017

Mánaðarlaun (starfshlutfall 100%) 377.757

Heildarlaun 446.933

Staðgreiðsla 100.626

Útborgað 305.510

Starbuck, 18.10.2017 kl. 21:32

7 Smámynd: Starbuck

Frh.       

Greidd staðgreiðsla fá áramótum: 870.661

Ætli ég sé ekki bara í næsthæstu tíundinni?  Vissi ekki að ég hefði það svona gott:)

Starbuck, 18.10.2017 kl. 21:37

8 identicon

Barnabætur og vaxtabætur fara miklu frekar eftir fjölda barna og skuldastöðu en tekjum. Í öllum tekjuhópum er mikill fjöldi fólks sem fær hvorki vaxtabætur né barnabætur. Svona meðaltöl segja því harla lítið en vekja tortryggni um að tilgangurinn sé fyrst og fremst að fegra niðurstöðuna enda engin hefð fyrir því að rugla saman slíkum bótum og launum.

Einstaklingur með 300.000 mánaðartekjur sem er innan við helmingur af meðaltekjum, greiðir tæp 700.000 á ári í skatt. Það sýnir best hvað þessi úttekt er vafasöm að eftir að útsvarið hefur verið dregið frá lendir hann í sjöttu til sjöundu tíund. Annars tek ég úttekt sem er unnin í Fjármálaráðuneytinu í tíð Bjarna Ben með miklum fyrirvara af fenginni reynslu.

Vissulega gefur myndin vísbendingu um kjaramun. Við vitum um skattprósentuna og að hóparnir eru jafnstórir. Því hærri sem tekjurnar eru þeim mun hærri verða skattarnir. Miklar skattgreiðslur endurspegla því fyrst og fremst miklar tekjur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2017 kl. 22:27

9 identicon

Hver var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þegar þetta myndbands talnadót var teiknað upp? Ráðuneytisstjórinn sem hótaði Haraldi Benediktssyni mannorðsmorði, atvinnu og eignamissi ef hann segði frá því sem honum bar að segja frá?

Hvers vegna í ósköpunum tekur fólk mark á mixinu sem kemur frá slíkum glæpastjórnarráðum?

Er siðblinda fólks algjör?

Hvergi í siðmenntuðum samfélögum með eðlilegt réttakerfi er láglaunafólk og lægst launuðu lífeyrisþegarnir látnir borga jafn mikið hlutfall af launum sínum í skatt eins og á Íslandi. Lífeyrissjóðsgjaldið er svo ekkert annað en óverjandi aukaskattur sem braskarar ræna til sín að mestu leyti.

Að öryrkjar/ellilífeyrisþegar með innan við 200.000 kr nettó á mánuði skulu borga skatt mánaðarlega, í viðbót við háan lyfjakostað og heilbrigðisþjónustu er óverjandi. Enginn er öryrki án veikinda og læknisþjónustu af einhverju tagi. Það segir sig sjálft, þó sumir haldi að öryrkjar séu með hestaheilsu en nenni bara ekki að vinna. Þeir eru afskaplega skilnings takmarkaðir sem ekki skilja samhengi örorku og sjúkleika á einhvern hátt.

Og ekki eru almennt húsnæðisúrræði á verði sem eru viðráðanleg fyrir lægst launaða en launahlutfallslega hæst skattaða fólkið.

Og þeim sem finnst þetta eðlileg skattpíning á fólk sem ekki getur lifað á nettó launum/bótum, eru langt frá því að vera með siðferði og dómgreind í lagi.

Þetta er ekki flokkaáróður af minni hálfu, heldur staðreyndir sem fólk almennt kemst ekki lengur hjá að horfast í augu við, viðurkenna, og taka ábyrgð á.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 01:27

10 identicon

Í Svíþjóð (og öðrum Norðurlöndum) er dæmið svona.

Laun 40þ.

Arbetsgivaravgift 31,42% = 12568

Tekjuskattur = 10773

Ríkið: 22568

Þú: 29227

Skattahlutfall: 44%

Skattur á bensín: 66%

Ekki fara þessir peningar í heilsugæslu, því ef maður vill fara til læknis, tekur hjúkrunarkona á móti þér og dæmir um hvort þú sért "verður" þess að fá læknisaðstoð.  Ekki fara peningarnir heldur í endurmentun eða uppbyggingu atvinnulífs.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 05:53

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem ruglar marga í ríminu er útsvarið. Það er greitt í topp og þar er ekki um að ræða neina persónuafslætti. Dagur B. Eggertsson og hans kollegar fá sitt, sama hvað þú þénar lítið. Ríkið fær hins vegar ekki krónu frá neinum, nettó, fyrr en viðkomandi er kominn í hæstu tekjuhópana. Og þeir tekjuhæstu eru þar að blæða vel í ríkiskassann.

Og auðvitað eru meðaltöl ekki fullkomin. En hvað á þá að notast við? Tölfræðin er æpandi skýr, og enginn hefur sýnt fram á að embættismennirnir sem útbjuggu hana hafi falsað tölur. Það blasir einfaldlega við að þeir tekjuhæstu eru að borga fúlgur í ríkisreksturinn á meðan flestir tekjuhópar eru nettó-þiggjendur. Ef menn vilja halda áfram á þeirri braut, og hækka enn álögur á þá tekjuháu (og draga úr leið um fjárfestingargeta þeirra, meðal annars), þá skulu menn bara hafa það á hreinu að peningar geta flúið í felur (þótt mennirnir búi ennþá í einbýlishúsum sínum á Arnarnesi). Og þá er sagan um vinina 10 sem fóru reglulega á barinn saman orðin afskaplega nothæft lesefni. 

Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 07:25

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Og svona ef menn hafa einhvern áhuga á að halda sig við tölur og útreikninga (frekar en að kalla allt slíkt áróður og halda áfram að gleypa bábiljuna frá þeim sem lofa öllu fyrir ekkert) þá er þetta áhugavert:

http://www.vb.is/frettir/fjarmagnar-ekki-fimmtung-utgjaldaloforda/142170/

Svo nei, það er ekki hægt að þenja út ríkisvaldið á kostnað þeirra ríku (jafnvel þótt þeir færi ekki allt sitt fé í skjól heldur hlýði Excel-skjölunum og láti bara féfletta sig þegjandi og hljóðalaust).

Það þarf þá að skattleggja millistéttina meira - meirihluta landsmanna. Og fækka atriðum sem koma til frádráttar frá skatti, svo sem lágum tekjum. 

Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 07:34

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Vinstrimenn ættu að átta sig á því að ef þeir vilja ekki auka álögur á millistéttina og tekjulága en um leið "efla heilbrigðiskerfið" og "bæta menntakerfið" og "byggja upp innviði" þá er af NÆGU að taka í ríkisrekstrinum sem mætti afnema með öllu og færa peningana þess í stað í eitthvað annað.

Leggja niður RÚV. Ríkið á ekki að segja fréttir.

Afnema styrki í áhugamál ríka fólksins: Sinfóníur, leikhús, óperur, menningarhús, söfn og þess háttar.

Leggja niður sendiráð og bæta frekar í hóp ræðismanna.

Selja ríkisjarðir, byggingar og aðrar eigur.

Afnema landbúnaðarstyrki og opna Ísland fyrir alþjóðlegri samkeppni í matvælaframleiðslu.

Einfalda allt regluverk sem krefst heilu herdeildanna af opinberum starfsmönnum til að sjá um. Ráða þá frekar hjúkkur og kennara í staðinn.

Ríkið hirðir alveg nóg nú þegar og raun alltof mikið. Það er hægt að spara tugi milljarða í allskyns yfirbyggingu, óþarfa og umstangi og dæla því fé í aðra hluti í staðinn. 

Vinstrið ætti að vera raunhæft og átta sig á þessu. 

Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 07:39

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samantektin sýnir nettóskattgreiðslur. Þær segja okkur hver raunveruleg skattbyrði er. Af hverju má ekki sýna það? Það sem er raunar athyglivert við þetta er að hér dúkkar Pareto hlutfallið upp, líkt og í svo mörgu: 20% skattgreiðenda skila 80% nettótekna. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það og mér finnst líklegt að það sé svipað í löndunum í kringum okkur.

Hér má finna samantekt ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2015/05/20/Tekjuskattur-einstaklinga-dreifing-og-ahrif-a-rikissjod/

Eins og fram kemur er þetta unnið upp úr gögnum ríkisskattstjóra. Það er eiginlega óboðlegt í umræðu að varpa því bara alltaf fram, ef gögnin styðja ekki manns eigin ranghugmyndir, að sá aðili sem vinnur samantektina sé örugglega bara að ljúga. Ef menn hafa eitthvað því til staðfestingar, gott og vel. Ef menn efast um gögnin, nú þá er auðvitað leiðin að hafa sambandi við aðilann sem vann þau og fá skýringar. En það að varpa svona staðhæfingum fram án nokkurs einasta rökstuðnings er auðvitað bara kjánalegt.

Og enn og aftur: Hlutfallskipting nettóskattgreiðslna milli tekjuhópa segir auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut um tekjudreifingu einfaldlega vegna þess að þarna er búið að draga bæturnar frá (og auk þess skekkir persónuafsláttur myndina). Ef hlutföllin væru slík vísbending væri efsti tekjuhópurinn með tuttuguföld laun þess sjötta. En raunin er sú að meðallaun í sjötta tekjuhópi eru 4 milljónir og í þeim efsta 18,4 (sjá hér:http://www.visir.is/g/2017171009675). Það er um 4,5-föld laun þess sjötta, ekki tuttuguföld. Þetta sýnir að ekki er hægt að draga neinar ályktanir um tekjudreifingu af þessari mynd. Það er allt í lagi að reyna að skilja tölurnar áður en maður fer að bulla um þær.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2017 kl. 10:26

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Tekjudreifingin er vitanlega ein sú jafnasta í heimi eins og kemur líka fram í myndbandinu. 

Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 11:08

16 identicon

Geir, telurðu að einstaklingur með 300.000 á mánuði sé hátekjumaður? Hann greiðir tæp 700.000 í skatta á ári og er töluverður hluti þess tekjuskattur.

Sá sem er með 650.000 í tekjur á ári er með 2.2 milljónir í skatta á ári. Um það bil helmingurinn af því er tekjuskattur.

Hvernig samræmist þetta fullyrðingum þínum um að aðeins hátekjumenn greiði tekjuskatt?

Þorsteinn, það er rangt að samantektin sýni nettóskattgreiðslur. Útsvarið er ekki með í þessu yfirliti. Svo er það ekki hefðbundið að draga vaxta- og barnabætur frá sköttum. Útsvar og tekjuskattur reiknast út frá tekjum eingöngu. 

Fyrir almenning er það heildarskattbyrðin sem skiptir máli. Það er villandi að sýna enga skattbyrði þó að skattgreiðslur séu margir tugir þúsunda á mánuði en fara eingöngu i útsvar.

Það er mat hvers og eins hvort hann treystir svona niðurstöðum. Ég geri það ekki og eru fyrir því fleiri en ein ástæða. Ég hef td enga trú á að vaxtabætur og barnabætur hafi svona mikil áhrif. Það eru tiltölulega fáir sem fá þær nú orðið og upphæðirnar eru ekki háar.

Annað sem er villandi við þessa samantekt er að þarna eru með stórir hópar sem hafa litlar tekjur vegna þess að þeir eru í takmarkaðri vinnu á árinu. Þetta er td fólk sem er í skóla eða heimavinnandi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 11:41

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samantektin snýr að nettótekjum ríkisins eins og margoft hefur komið fram. Samkvæmt samantektinni er útsvarið 10 ma og bæturnar 18 ma.

Úttektin sýnir að einungis fjórir efstu tekjuhóparnir greiða tekjuskatt til ríkisins þegar bætur hafa verið dregnar frá. Útsvarið rennur til sveitarfélaga eins og þú ættir að vita. 

Þú virðist misskilja hugsunina hvað varðar nettóútreikninginn og halda að það megi ekki reikna nettóskatttekjur vegna þess að skattur leggist ekki á vaxta- og barnabætur. Það eru bæturnar sem hljóta að dragast frá þegar nettótekjur ríkisins eru reiknaðar og kemur málinu vitanlega ekkert við hvort á þær reiknast skattur eða ekki. 

Það skiptir í sjálfu sér ekki máli í umræðunni hvort þú hafir "enga trú á" gögnunum. Það eina sem skiptir máli er hvort gögnin eru rétt og svo lengi sem þú getur ekki sýnt fram á að svo sé ekki hafa prívatskoðanir þínar á niðurstöðunum nákvæmlega ekkert vægi.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2017 kl. 11:52

18 identicon

Nei, það kom einmitt ekki fram í fyrra innleggi þínu. Þar talarðu um nettóskatttekjur. Að sjálfsögðu er útsvarið hluti af skatttekjum þó að það fari til sveitarfélaga.

Undarlegt hvernig þú ætlast til að fólk trúi svona áróðri í blindni. Það hefur að sjálfsögðu vægi í umræðunni hvort fólk taki mark á honum. Við erum ekki Norður-Kórea. Bjarni Ben hefur allt of oft reynst hafa rangt fyrir sér með tölulegar upplýsingar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 13:04

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nettóskatttekjur ríkisins. Voða er erfitt að skilja þetta!

Og það er almennt ekki ráðherrann sem vinnur þau gögn sem ráðuneytið vinnur.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2017 kl. 13:08

20 Smámynd: Starbuck

Þið eruð algjörlega í ruglinu Geir og félagar.  Það eru hægrimenn sem hafa verið að auka skattbyrði almennings á Íslandi síðustu 25 árin.

Kíkið nú á þess skýrslu:  http://www.ioes.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/Annad_efni/2008/Islenska-skattkerfid-samkeppnishaefni-og-skilvirkni.pdf

Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn samfellt frá 1991-2007.  Hvað gerðu þeir í skattamálunum??

Í Þessari ítarlegu skýrslu um skattamál má m.a. sjá þetta:

Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum hækkuðu ú 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007 (Tafla 7.1)

1993 - 2005 hækkaði skatthlutfallið um 10-13% hjá tekjulægsta fjórðungi Íslendinga.  Á sama tímabili lækkaði þetta hlutfall um 15,1% hjá tekjuhæstu 5 prósentunum. (Tafla 7.2)

Hins vegar voru skattar á fyrirtæki og arðgreiðslur til einstaklinga miklu lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum.

Tekjuskattur fyrirtækja 2006: Danmörk 28%, Finnland 26%, Noregur 28%, Bretland 30%, OECD meðaltal 28,1% Ísland 18% (Tafla 5.11)

Álagning arðgreiðsla 2006: Danmörk 43%, Finnland 28%, Noregur 28%, Svíþjóð 30%, Bretland 32,5% OECD meðaltal 29,6% Ísland 10 %  Skattur á arðgreiðslur á Íslandi 2006 var sem sagt aðeins þriðjungur af því sem gerðist í nágrannalöndum

1985 - 2006 hækkaði hlutfall skatttekna af landsframleiðslu á Íslandi um 10,7%Þetta var næstmesta hækkunin innan OECD. (Mynd 3.2)

Hættið nú þessu andskotans bulli Geir og félagar - það er ekki heil brú í því sem þið eruð að segja.  Lygin verður ekki að sannleika þó þið endurtakið hana út í það óendanlega. 

Ef við viljum sjá lægri skattbyrði á Íslandi eigum við alls ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn!  Það eru engar vísbendingar um annað en að þessi flokkur ætli að halda áfram á sömu braut - að hækka skatta á almenning og lækka skatta á þá ríkustu.!

Starbuck, 19.10.2017 kl. 14:51

21 Smámynd: Geir Ágústsson

Jahérna, hér streyma að mótsagnarkenndar athugasemdir:

- Skattar á Íslandi eru of lágir. Þeir ættu að hækka upp í svimandi hæðir annarra Norðurlanda.

- Skattar á Íslandi eru of háir og þá þarf að lækka.

Annars er það nú svo að meintar skattahækkanir Sjálfstæðisflokksins skrifast ekki á hækkandi álagningarhlutföll heldur minnkandi vægi persónuafsláttar þegar tekjur hækka. 

Þá er réttmæt gagnrýni fólgin í því að persónuafsláttur eigi að hækka hraðar en tekjur að meðaltali, eða að álagningarprósentur eigi að lækka svo að skattheimtan aukist ekki.

Og ég tek gjarnan undir slíkan málflutning. 

Geir Ágústsson, 19.10.2017 kl. 14:57

22 Smámynd: Starbuck

Tölur um álagningu arðgreiðsla - Tafla 5.12

Starbuck, 19.10.2017 kl. 15:00

23 Smámynd: Starbuck

Lækkun persónuafsláttar jafngildir hækkun á sköttum.

Hérna er aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir því að hækka skatta á alla nema þá ríkustu - mun meira en þekkist í nágrannalöndum.  Skattarnir á þá ríkustu eru hafa lækkað og eru lægri en gengur og gerist í nágrannalöndunum.   

Niðurstaða: Hægrimenn á Íslandi hækka skatta á almenning en lækka skatta á þá allra ríkustu - kjósum frekar vinstrimenn!

Starbuck, 19.10.2017 kl. 15:22

24 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eitt sem verður að hafa í huga í þessari umræðu um skatthlutföll tekjuhópa og það er það að þegar tekjur lægstu tekjuhópanna aukast þá hækkar skattbyrðin hratt. Það er einfaldlega vegna þess hvernig kerfið er uppbyggt hvað varðar persónuafsláttinn. Öllum fullyrðingum um að aukin skattbyrði sé til komin vegna aðgerða stjórnvalda verður að taka með þessum fyrirvara. Vissulega hefur Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki verið nægilega duglegur að lækka skatta, en þegar skattar hækka vegna hærri tekna er út í hött að kenna flokknum um það. Þar verður fremur að líta á skatthlutfallið og þróun þess. Hvað persónuafslátt varðar á hann auðvitað ekki að vera til. Persónuafsláttur er ekkert annað en ívilnun til fyrirtækja sem ráða ekki við að greiða mannsæmandi laun.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2017 kl. 17:08

25 identicon

Hér að ofan má sjá hversu mikilvægt það er að ræða málin útfrá raunveruleikans tölum, sköttum, skerðingum og lífsnauðsynlegum tilkostnaði hér á skerinu.

Ég held ég þurfi í næsta giktarlágmarki og geðveikislágmarki, að manna mig upp í það að líma uppá staurana við fjölförnustu götur höfuðborgarsvæðisins, og við Sýslumannsembættis höfuðstöðvar Höfuðborgarsvæðisins, ýmislegt fróðlegt fyrir heimafólk og ferðafólk á svikaeyjunni fallegu! Alla plúsana og mínusana sem ekki koma fram á línuritunum mixuðu!

Til dæmis útskrift af öllu sem ég hef fengið greitt frá opinbera kerfinu síðustu 8 árin, ásamt kvittunum verslanaokursins og lyfsalaokursins. Ég á flestar kvittanir langt aftur í tímann. Kerfið svíkjandi sem ég er enn að borga skatt til? Þrátt fyrir að ráða ekki almennilega við að halda heimili fyrir litlu mig, með mánaðarráðstöfunar tekjur lögskyldunnar tryggingakerfisins sem eru langt undir framfærsluviðmiðum? Viðmiðum sem "Umboðsmaður Skuldara" lögfræðingavillimanna teymið notar, til að reyna að naga hér allt inn að beini varnarlausra, fyrir bankana?

Meðal annars vinnur "UMboðsmaður Skuldara" sem rukkari fyrir glæpa-Glitni-banka, sem í dag hefur komist upp með að setja lögbann á tjáningarfrelsi lögmannasviknu skuldaþrælana!

Mér er svo ofboðslega ofboðið hversu ósvífið þetta skattrænandi, kúgandi og svokallað "velferðarkerfi" er í raun!

Munum það öll, að ef við sættum okkur við villimennskukerfi dagsins í dag, þá munu börn og barnabörn í þessu landi þurfa að bíta úr nálinni, það sem við sem eldri og reyndari svikumst um að bíta úr nálinni, með okkar tjáningarfrelsi.

Tjáningarfrelsi hefur verið rænt frá fólki um víða veröld við fæðingu! Því miður.

Á Íslandi höfum við víst ekki einu sinni vit á að meta það smávegis gildandi tjáningarfrelsi sem við þó höfum sem frjáls almenningur!

Tjáningarfrelsi og heiðarlegt vandað upplýsingafrelsi allra jafnt, er eini lykillinn að lýðræði ríkis.

Hættum að tala um lýðræði, ef við ætlum að hundsa grunninn að almenningslýðræðinu! Allir eru frjálst bornir á jörðinni.

En það eru misvitrir menn sem skerða á óleyfilegan hátt, frelsi frjálst borinna jarðarbúa, með villimannslegum mannanna bankaránsverkum og kerfismannastýrðum kúgunum! 

Það er líklega enginn stórmunur á þessum ræningjaglæpabönkum heimsins.

Allir vita innst inni að það er satt sem ég er að segja hér, en glæpabankanna fjölmiðlar munu reyna að gera lítið úr þeim staðreyndum sem ég er að segja.

Ég geri bara mitt besta, og meir get ég ekki gert til að bæta spillt umræðublekkjandi bankaráns samfélagið.

Best væri ef fólk gæti hætt að tala um flokka, og færi að tala um skattpínt fólkið og fyrirtækin sem halda uppi svikulu embættiskerfinu. Embættiskerfinu sem ekki skilur sitt ábyrga skylduhlutverk og raunverulegan upprunalegan tilgang.

Heilög María Guðsmóðir stjórni okkur misþroskuðu vitleysinga krökkunum öllum á jörðinni. Hún er hinn raunverulega verðmætavisku sköpun, sem við kunnum ekki að meta, frekar en tjáningarfrelsið dýrmæta.

Svo þakka ég síðuhöfundi fyrir að leyfa ennþá mína athugasemda pistla. Það eru ekki allir svo Guðlega góðir við mig nú orðið :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband