Svona, svona ekki þessa viðkvæmni

Svartur maður er ekki svertingi. Hann er þeldökkur eða af afrískum uppruna. 

Þeir sem eru fatlaðir eru ekki fatlaðir. Þeir eru fatlað fólk

Ég er ekki gleraugnaglámur lengur. Ég er maður með gleraugu. Eða hvað?

Steingrímur vildi koma því áleiðis að vinstrimenn væru betri í að skattleggja en þeir hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem maður með alla útlimi í lagi er hann ekki fatlaður. Hann er því betur undir það búinn að taka að sér fjölbreytt störf og afla tekna fyrir ríkið á kostnað fólks og fyrirtækja. Hann vildi því meina að hann væri heilbrigður en að Sjálfstæðismenn, sem kunna ekki að hækka skatta að hans mati, séu fatlaðir.

Er eitthvað að þessari samlíkingu?

Auðvitað er það rangt að Sjálfstæðismenn kunni ekki að mjólka hagkerfið ofan í ríkiskassann. Það veit meira að segja Katrín Jakobsdóttir sem nýlega kallaði flokkinn skattahækkunarflokk. Þeir gera það bara á annan hátt en Skattmann. En í huga Steingríms er hann sá sem er stór og sterkur og hraustur og getur sveiflað hinni stóru öxi og skorið þykkar sneiðar út úr hagkerfinu og troðið í ríkishirslurnar. Aðrir, sem skera minna eða nota minni öxi, eru fatlaðir. Í hugarheimi Steingríms er samlíkingin því alveg eðlileg. Eða hvað?


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn „fatlaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðast allir frambjóðendur vera sammála um að þörf sé á að ráðast af fullum krafti á vinnandi fólk. Það er mjög skrítið hvað það vekur lítinn áhuga fólks að leysa upp lífeyrissjóðina og breyta iðgjöldum í skyldusparnað sem mætti nota til íbúðarkaupa, sem er örugglega stærsta hagsmunamál launþega. Eins þyrfti tvímælalaust að takmarka aðgang ríkisvaldsins að vösum almennings. Ríkisvaldið býr ekki við neitt aðhald sem leiðir af sér endlaust bruðl.En það er bara boðið endalaust upp á sömu tuggurnar.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2017 kl. 11:33

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Aumingja stelpan hélt hún væri í ræðukeppni hjá Morfís en ekki á framboðsfundi í menntaskóla.  Svona fer þegar Sjálfstæðisflokkurinn velur athyglissjúk börn til forystu. En auðvitað er það rétt, að þessi pólitíski rétttrúnaður í bland við feminiska minnimáttarkennd og upphafna réttlætiskennd, dregur úr mætti orðræðunnar.  Nú þurfa gamlir hundar eins og Steingrímur eða Ásmundur, að fara að gæta tungu sinnar og nota orð sem móðga engan og alls ekki kalla dauðyflin kellingar eða hommana homma. Einhver mun móðgast og búa til reiðibylgju og kannski skapa pólitískan óstöðugleika!!!!

Líkingin sem Steingrímur notaði var bara líking og engin ástæða fyrir neinn til að móðgast, hvorki fyrir eigin hönd né annarra vandamanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.10.2017 kl. 11:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kaldhæðnislega lenti Steingrímur hér á móti þingmanni sem hefur umfram mjög marga aðra þurft að svara fyrir sakleysislegt orðalag ("hvítvínið og humarinn"). Hún fékk því smávegis hefnd hérna. Ef fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hefðu hins vegar bara leyft henni að tjá sig á sínum tíma og einblínt á boðskap hennar en ekki orðalag hefði hún kannski sleppt því að hengja Steingrím upp til sýnis.

Pólitískur rétttrúnaður elur af sér pólitískan rétttrúnað.

Geir Ágústsson, 12.10.2017 kl. 12:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langt erum við komin frá því að "Negri í Þystilfirði" þótti boðleg fyrirsögn. Við verðum kannski að taka tillit til uppeldis Steingríms hér. Í þystilfirði fannst ekki pólitísk rétthugsun.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2017 kl. 13:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ætli menn muni hlægja að því í framtíðinni að menn hafi verið dæmdir fyrir orðalag fyrst og fremst, og boðskap og innihald svo í fjarlægu öðru sæti?

Geir Ágústsson, 12.10.2017 kl. 18:13

6 identicon

Þarf kosningafært og rétt upplýst sýslumanna/lögmannakúgað fólk á Íslandi ekki að halda sig við, og hegða sér í lifandi lífi samkvæmt þessu ömurlega, og því miður raunverulega banka/lífeyrisglæpasjóða-kúgunarveldi sem stýrir Íslandi?

Kann mögulega einhver framkvæmdaraðferð og einfalda uppskrift að óspilltu embættiskerfi og stjórnsýslu á Íslandi, án þátttöku samfélagsins alls að þeirri framkvæmd?

styrmir.is/entry.html?entry_id=2203961

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2017 kl. 22:03

7 identicon

Ég er ekki dökk á hörund, og hef sloppið við þá skelfilegu útskúfun sem það blessaða hörundsdökka fólk hefur þurft að þola í gegnum aldirnar.

Ég er einungis svartur sauður í samfélaginu, og mun aldrei fá uppreista æru vegna minna galla og feilspora. Hvorki með né án undirskriftalista hátt settra einstaklinga í samfélaginu. Ég lifi með, og tek með mér, mína svartasauðs feilferilskrá sálarinnar allar sálargötur allra vídda.

Sem betur fer hef ég lært að skynja og treysta á almættið algóða og sálina í sjálfri mér, því annars væri ég ekki enn hér til að tuða um allt mögulegt. (kannski ekki svo gott:( ?)

Velferðarkerfið hefði aldrei undir neinum kringumstæðum séð sér hag í að púkka uppá svarta sauðinn mig, því ég svara ekki tilverukostnaði exel sjala-hagfræðinganna.

Spurning hvort almættinu finnist ekki jafnvel tími kominn til að kippa svarta sauðnum sem ég er, út af jörð hinna réttlætingafæru og ó-svörtu sauðanna, hér á jarðarkringlunni? Mér finnst alla vega nóg komið hér á jörðu.

M.b.kv.

anna sigríður guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 00:34

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Það hefur greinilega gengið mikið á hjá þér. Vonandi tekst þér samt að finna leið til að sjá jákvæðar hliðar á lífinu. Allir sem fæðast á Íslandi hafa duttið í lukkupott lífsins en svo getur auðvitað spilast úr því á mismunandi hátt rétt eins og það er allur gangur á því hvað stórir lottóvinningar geta gert við fólk almennt.

https://www.money.co.uk/guides/how-the-lives-of-10-lottery-millionaires-went-disastrously-wrong.htm

Geir Ágústsson, 13.10.2017 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband