Já en ...

Tóbaksreykingar eru hættulegur ávani sem tekur mikinn toll á heilsu allra sem verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum þeirra. 

En það er óþarfi að vera alltof neikvæður út í tóbaksreykingar. Þær hafa sína kosti!

Þær fækka til dæmis í hópi ellilífeyrisþega. Klappstýrur velferðarkerfisins anda því léttar, ef svo má að orði komast.

Fólk sem deyr fyrr nær síður að þróa með sér erfiða og ólæknandi sjúkdóma eins og Parkinsons. Það þarf því ekki að byggja hjúkrunarheimili fyrir það fólk. Nú fyrir utan að nikótín á víst að draga úr líkunum á sjúkdómum eins og Parksons og Alzheimer. Reykingafólkið deyr því með heilann í lagi en lungun í rúst.

Skatttekjurnar af tóbakssölu eru hærri en sem nemur þeim aukna heilbrigðiskostnaði sem reykingarnar sjálfar valda. 

Fleiri pælingar í þessa áttina má lesa hér.

Svo já, ef þú vilt velferðar- og heilbrigðiskerfi sem ríkisvaldið sér um að fjármagna með sköttum og reka í umhverfi ríkiseinokunar og er þannig hannað að það eru engar kostnaðarafleiðingar fyrir þá sem skerða meðvitað og markvisst eigin heilsu þá ættir þú að hugleiða leiðir til að fjölga reykingarfólki.

Nei ég segi svona. 


mbl.is Þjóðhagsleg áhrif reykinga veruleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Excelskjalið segir líka að það sé hagkvæmt að líka staðsetja apótek og öldrunarheimili sitt hvoru megin við hraðbrautina

Grímur (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 19:23

2 identicon

Sæll Geir, gaman að sjá að þú hafir áhuga á skýrslunni. Þú getur lesið hana alla hér https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item32913/Skyrsla%20Samfelagslegur%20kostnadur%20v%20reykinga%20a%20Islandi.pdf

í henni segir þó að skatttekjur ríkisins af sígarettureykingum séu alls ekki hærri en kostnaðurinn sem hann veldur öðrum. Tekjur ríkisins í þeim flokki nemur fimm milljörðum, sem dekkar um 40% af þeim kostnaði sem reykingamenn valda öðrum með iðju sína. Í þessum útreikningum er einnig metinn sparnaður á lífeyris- og heilbrigðiskerfinu vegna færri eldri borgara.

Jónas Atli (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 19:33

3 identicon

Geir. Og öryrkjar á öllum aldri reykjandi og óreykjandi verða vonandi sumir jafnvel svo heppnir að deyja bara drottni sínum og sleppa þannig vel, ef þeir eiga ekki fyrir okrandi útsvarinu lögmanna-innheimtandi, með ofurálagsprósentum og innheimtukostnaði? 

Skrímsladeildir sýslumanna eru orðnar slíkar glæpsamlegar aftökusveitir með innheimtuhótunum, að réttast væri að kaupa sér kindabyssu og skjóta sig á tröppunum heima hjá þeim!

Bara svo þeir sleppi ekki sjálfir við að fá aftökublóðið sem þeir valda, á sínar eigin hendur, við að færa fyrirliggjandi líkið af tröppunum sem liggja upp í aftökuákvarðana-fílabeinsturninn þeirra!

Viðbjóður þessara skrímslakerfisræningja sem kallast sýslumenn, er  skelfilegur blóði drifið aftökuvígvöllur, og hefur reyndar alla tíð verið það!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 23:47

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Jónas,

Ertu að segja mér að heilbrigðiskostnaður vegna þeirra 15-20% Íslendinga sem reykja daglega sé 5/0,4 = 12,5 milljarðar?

Ef 0,2*340 = 68 þús. Íslendinga reykja þá svarar það til 12500/68 = 183 milljóna á mann á ári.

Ég held að Landlæknir hafi reiknað yfir sig. 

Geir Ágústsson, 12.10.2017 kl. 07:12

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Skýrsla landlæknis virðist ekki taka með í reikninginn að dauður reykingamaður þiggur ekki lífeyri eða er á sjúkrarúmi eða hjúkrunarheimili. Það hlaut að vera. Og reykingapásur eru svo taldar til frádráttar. Þær eru þó varla lengri en 5 mínútur á klukkutímafresti - pása sem vinnustaðasérfræðingar mæla hreinlega með að allir taki. 

Skýrslu landlæknis má henda í ruslið. Hún er áróðursplagg. 

Geir Ágústsson, 12.10.2017 kl. 07:53

6 Smámynd: Haukurinn

Geir,

Nei - ef ég skil Jónas (og skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ) rétt, þá er hann að segja að með skattlagningu falli tæplega 40 % af kostnaði hinna neikvæðu ytri áhrifa reykinga á reykingamenn sjálfa: “Með öðrum orðum lætur skattlagning hins opinbera tæplega 40% kostnaðarbyrðar neikvæðra ytri áhrifa reykinga falla á reykingamenn.”

...og hvað eru neikvæð ytri áhrif reykinga heyri ég þig spyrja? Jú, skv. skýrslunni þá eru þau: “heilbrigðisútgjöld, brunar vegna reykinga, tóbaksforvarnarstarf, óbeinar reykingar, reykingapásur og veikindadagar reykingamanna.” Dauðir reykingamenn eru að öllu jöfnu líka glataðar skatta tekjur - það er ekki reiknað með sýnist mér.

Kveðja

Haukurinn

Haukurinn, 12.10.2017 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband