VEA = Vandamál Einhverra Annarra

Offita barna og unglinga hefur aukist gríðarlega í heiminum undanfarna fjóra áratugi. Þetta eru slæmar fréttir. Offita hefur óteljandi fylgifiska í för með sér og þeir eru allir slæmir.

En er þetta vandamál einhvers?

Foreldrar segja að krakkar fái ekki næga hreyfingu í skólanum. Þau séu bara látin sitja við skjái og geta sleppt því að fara út í frímínútum. Þannig var það ekki í gamla daga!

Skólarnir segja að börnin fái ekki næga hreyfingu utan skólatíma. Þau eru hætt að stunda íþróttir og hanga bara í símum og tölvum allan liðlangan daginn. 

Þingmenn og læknar segja að fitan og sykurinn sé of ódýr. Foreldrar séu nánast táldregnir að nammibarnum og kaupi þar alltof mikið fyrir sig og aðra á heimilinu. 

Foreldrar segja að aðgengið sé of gott. Það er einfaldlega ekki hægt að segja nei við börnin þegar þau sníkja. Þessar magnumbúðir eru líka miklu hagstæðari en þær smærri. 

Hvar liggur vandamálið?

Nammi hefur alltaf verið til í miklu magni á hagstæðu verði. Þar sem menn setja á sykurskatt sparar fólk bara við sig í einhverju öðru eða verslanir fara hreinlega að niðurgreiða nammið með dýrari eplum og öðru hollu. 

Nammi hefur alltaf verið gott.

Börn hafa alltaf geta hangið inni. Þau teiknuðu, horfðu á sjónvarp eða spiluðu Nintendo í gamla daga. Núna eiga þau snjallsíma og tölvu.

Foreldrar hafa alltaf þurft að eiga við sníkjandi börn í búðum þar sem namminu er stillt upp við búðarkassann þar sem flóttaleiðirnar eru lokaðar. 

Vandamálið er að enginn tekur ábyrgð. Hér er ég fyrst og fremst að tala um foreldra. Það er á þeirra ábyrgð að ala upp börn sín, setja þeim reglur og kenna þeim á orsakasamhengi mataræðis, hreyfingar og heilsufars.

Vandamálið við offituvandamálið er að foreldrum hefur verið talin trú um að þetta sé vandamál einhverra annarra en þeirra. Þeir komast upp með að benda á skólann, þingmennina, læknana og matvöruverslanirnar. Enginn segir neitt við því, og það er vandamál.

Foreldrar, takið ábyrgð! Eða til hvers voruð þið annars að eignast börn ef þið ætlið svo að hlaupa frá ábyrgðinni?


mbl.is Börn blása út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukurinn

Kæri Geir

Loks erum við algerlega sammála um einstakt málefni.

Ef einhvern tímann væri hægt að finna að innbyggðum hvötum í velferðarkerfum, þá er það hvað varðar hvata til að taka ábyrgð á eigin börnum og uppeldi. Ábyrgð á uppeldi barna hvað varðar venjur, gildi og hegðun almennt liggur hjá foreldrunum.

Kerfið (skóli, sveitarfélög, dagvistun, o.s.frv.) styður vissulega undir uppeldi foreldrana en ábyrgðin liggur alltaf hjá foreldrunum sjálfum. Kerfið gerir þetta t.d. með því að skapa ramma sem auðvelda heilsusamlegt líferni - en ábyrgðin fyrir því að fylgja því er alltaf foreldranna sjálfra.

Það er því miður innbyggður félagslegur ójöfnuður í heilbrigðismálum og hefur það stór áhrif á heilbrigði og velferð heilu kynslóðanna. Hér getur kerfið stutt einstaklinginn í því að temja sér betri vana og breyta um hegðun, en hvað börn og ungmenni varðar, þá er ábyrgðin foreldranna að gera sitt besta til að tryggja það að þau komist hjá/losni úr þessum félagslega heilbrigðisójöfnuði og fái sem besta möguleika til að lifa heilbrigðu og löngu lífi og mögulegt er.

Með kveðju

Haukurinn

Haukurinn, 11.10.2017 kl. 08:28

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki bara nammið sem er vandamálið heldur ekki síður allt það skyndifæði sem fólk slafrar í sig.

Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hvers vegna tekur fólk ekki ábyrgð á eigin börnum og framtíð þeirra? Þessi spurning snýr ekki bara að mataræði. Hún snýr ekki síður að því hvers vegna foreldrar láta sér árangur í skóla í léttu rúmi liggja svo annað dæmi sé nefnt.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2017 kl. 09:49

3 identicon

Ég myndi leita lengra, en nef mitt nær í þessu sambandi.  Mig grunar að hér séu aðrir bófar á ferð, en bara foreldrar eða sykurát.  Einhverntíma, í gamla daga ... voru sætabrauðsstrákar horaðar renglur.  Því þeir átu svo mikin sykur ... hvað hefur breitst?  Fita, alltaf verið á boðstólnum ... hverjum þótti ekki gott hangiflotið ... eða svo við tölum ekki um lyfrapylsuna góðu ... sem er bara hrein og bein lambafita, í stórum mæli.

Engum var illt af þessu hér áður ... í þá daga, þar sem íþróttir og hreifingar þótti "privilegium" fyrir þá ríku og aðgerðarlausu.

Kanski ég sé bara klikk, sem alltaf snýr peningi caesars við og bendi á hina hliðina á honum ... eða kanski ég hef mætt allt of mörgum enn-meir-klikkhausum en sjálfum mér, sem halda að þeir séu "Guð" eða eitthvað í þá veru ...

En mig "grunar" að hér séu "óefni" í för ... þar sem matvælin og hráefnin eru lélegri en áður.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 10:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að þessi mynd segi meira en mörg orð:

Geir Ágústsson, 11.10.2017 kl. 11:31

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk sem ber ekki ábyrgð á sjálfu sér ber varla ábyrgð á afkvæmum sínum.

Fólk forðast ábyrgð - og það eru til stofnanir sem segjast taka hana (látum liggja milli hluta hvort þær svo gera eitthvað slíkt)... svo því fer sem fer.

Svo gerir nammi eitt og sér fólk ekki feitt.

Í denn var kalt og fólk hafði aðra hluti við tímann að gera en að sitja og sörfa netið.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2017 kl. 17:10

6 Smámynd: Haukur Árnason

Heilbrigðisyfirvöld eiga mesta sök í fituvandamálinu. Þegar þau fóru að skipta sér af hvað við borðum, fyrir þann tíma var, samkvæmt neytslukönnun sem gerð var, prótein um 40% fita um 40% og kolvetni um 20%. Þá komu neytsluviðmið sem snéru þessu við. Kolvetni skyldi vera 60% prótei um 25% og um 15% fita. Það er eitthvað að lækka núna hlutfallið með kolvetnið, en það gengur hægt.

Til viðbótar er ofnotkun á jurtafeiti og olíum langt yfir það sem getur talist eðlilegt. Okkur talin trú um að mjólkur og dýrafita sé hættuleg.

Haukur Árnason, 11.10.2017 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband