Afætan feitari en hýsill sinn

Menn geta deilt um það lengi hvort skattlagning sé lögleiddur þjófnaður eða ekki en menn deila varla um það að þau verðmæti sem ríkisvaldið hirðir eru framleidd af öðrum. Ríkið kaupir sárabindi fyrir peninga sem ég og þú öfluðum með verðmætaskapandi starfsemi. 

Ríkið er með öðrum orðum afæta og þú ert hýsillinn.

Nú er svo komið að afætan er orðin feitari en hýsillinn. Lúsin í hárinu á þér er orðin stærri en hausinn á þér. 

Þetta er auðvitað óheilbrigt ástand sem verður að bregðast við.

Snyrtilegast er að fækka starfsgildum hjá ríkinu. Ef ríkið vill framleiða þátt um bændur á Norðurlandi getur það boðið verkið út. Ef ríkið vill að brotin bein séu sett í gifs getur það gert þjónustusamning við hjúkrunarfræðing. Starfsmaður sem er ekki ríkisstarfsmaður er ekki skuldbinding fyrir lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, ekki í stéttarfélagi sem knýr ríkisvaldið til hlýðni með verkföllum og vanrækslu á starfsskyldum sínum og ekki með laun sem ríkið ákveður einhliða án nokkurar tengingar við raunverulega verðmætasköpun hans.

Til að fækka starfsgildum þarf vitaskuld að einkavæða, bjóða út og leggja niður stóra afkima ríkisrekstursins. 

Það þarf að grípa til aðgerða áður en lúsin verður orðin svo stór að hýsillinn fellur hálsbrotinn og dauður til jarðar. 


mbl.is Hærri laun hjá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband