Sunnudagur, 1. október 2017
Þvinguð sambúð er engum til gagns
Hugsum okkur hjónaband. Lengi vel gekk það ágætlega en svo fóru að koma brestir í sambandið. Annar aðilinn lýsir því loks yfir að hann vilji skilnað. Hinn aðilinn er ekki sáttur. Hvor á að ráða?
Í sumum menningarheimum eru skilnaðir bannaðir. Það sem einu sinni hefur verið hnýtt saman skal aldrei aftur sundrað. Þetta ætti flestum Íslendingum að þykja framandi hugsunarháttur (nema þegar kemur að sveitarfélögum því þau mega víst bara sameinast, en aldrei sundrast). Vond hjónabönd eiga að fá að deyja. Það má hvetja aðilana í hjónabandsráðgjöf en á endanum á að vera hægt að sundra hjónabandi sem virkar ekki lengur fyrir báða aðila.
Heimfærum þetta nú á sambönd ríkja og einstakra hluta þeirra. Víða um heim eru til aðskilnaðarhreyfingar sem vilja koma sínum hluta landskortsins út úr einhverri heild. Má nefna Tíbet sem vill komast út úr Kína. Margir styðja slíkar aðskilnaðarhreyfingar. Þeir skilja að þvinguð sambúð er ekki holl fyrir neinn jafnvel þótt annar aðilinn vilji halda þeirri sambúð áfram. Þeir skilja að það sem gildir um hjónaband einstaklinga gildir líka um ríki. Margir glæpir hafa verið framdir í nafni þvingaðrar sambúðar. Friðsamleg samskipti nágranna eru betri en ofbeldisfullt hjónaband innan veggja sama heimilis.
Svo eru aðrir sem tala fyrir þvingaðri sambúð. Margir bölva Bretum fyrir að vera á leið út úr Evrópusambandinu. Íbúar Katalóníu fá ekki að kjósa um sambúð sína með yfirvöldum í Madrid. Sagt er að stór og sterk heild sé alltaf betri en frjáls samskipti og viðskipti nágranna. Það er betra að eitt gangi yfir alla en að einingar heildarinnar fái að leita hamingjunnar á eigin forsendum (oft með misjöfnum árangri).
Ég styð svo gott sem allar aðskilnaðarhreyfingar sem hægt er að hugsa sér. Vilji meirihluti Katalóníu út úr Spáni þá styð ég slíkt. Vilji Bretar út úr Evrópusambandinu styð ég það. Vilji Skotland út úr breska ríkjasambandinu styð ég það. Vilji kona út úr hjónabandi styð ég að hún skilji. Vilji 18 ára einstaklingur flytja að heiman styð ég þá ósk.
Evrópu tókst á sínum tíma að stinga heiminn af í lífsgæðum og velferð einmitt vegna þess að innan Evrópu ríkti gríðarleg pólitísk samkeppni. Landamæri voru mörg og hlykkjótt en um leið opin og greiðfær. Martin Luther gat flúið ofsóknir kaþólikka af því einhver smáfurstinn veitti honum skjól. Edward Snowden situr ekki í bandarísku fangelsi af því Rússar halda yfir honum verndarskildi. Kósóvu-Albanir eru nálægt því að geta stofnað sitt eigið ríki og losna þar með undan stjórn Serbíu.
Aðskilnaður er oftar en ekki friðsamlegasta leiðin til að stuðla að frjálsum samskiptum og viðskiptum og að góðri sambúð í okkar flókna heimi.
Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér. Það er engan veginn jafnræði í þessu. ESB hefur vald til að fleygja ríkjum úr bandalaginu sem ekki lúta í duftið fyrir einræðinu í Brüssel, en ef aðildarríki vill losna úr klóm sambandsins, þá er það næstum ómögulegt. Ég gizka á að reiðin verði það mikil í Cataluña, að kveikt verði í þjóðarfána Spánar og fána ESB. Sjálfstæði Skota getur hins vegar ekki orðið að svo stöddu, því að þeir eru ekki efnahagslega sjálfstæðir enn. Kannski 5 árum eftir Brexit þegar þeir ráða sjálfir sínum fiskimiðum, milljarða fjárlagahallinn upp á 50 milljarða er horfinn og þeir eru ekki lengur háðir fjárframlögum frá Westminster. En á meðan Nicola Sturgeon er formaður SNP er enginn meirihluti fyrir sjálfstæði, því að Nicola vill aftur í sveittan faðm (klær) Evrópusambandsins.
Samanber jafnræði hjóna í íslömskum ríkjum. Þar getur karlmaður skilið við eina eða fleiri af konum sínum með því að segja þrisvar sinnum á arabísku: "Ég skil við þig" sem hefur þær afleiðingar að konan verður útskúfuð ævilangt. En ef kona reynir að skilja við manninnn sinn, þá er það ekki hægt og hún á það á hættu að vera grýtt til bana.
Islam: Blautur draumur vestrænna femínista.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 13:37
Þú gleimir Biblíufræðum þínum ... og "pólitík". Þetta er ekkert "rangt", en afar "naivt".
Hugsaðu þér Hong Kong ... hér hefur meginland Kína, flutt in miljónir meginlands Kínverja, til að stemma stigu við "sjálfstæði" Hong Kong búa, sem tala kantonesísku, og nota "fant ti zi", eða gömlu kínverskuna.
Þetta er það sem við eigum að læra af gömlu tímunum. Nú skaltu spóla tímaspóluna nokkra áratugi fram. Tökum Svíþjóð sem dæmi ... hversu langt er í það, að "muslimar" krefjast sjálfstæðis frá Svíþjóð? Í bretlandi gilda "Shia lög". Í Svíþjóð er "barnaníð" bannað, nema þú sért múslimi en þá máttu giftast 11 ára stúlkum.
Samlíkingardæmi þitt, er meira í áttina við að bóndi nokkur réði "stúlki" til að elda fyrir sig. Árin liðu, og stúlkan bjó þarna ... en síðan hitti hún "heimlanda" sinn, og krefst "skilnaðar" við Bóndan sem hún var í vist hjá. Vill fá hálft búið, og þaðan af eftir sögunni ...
Katelónía, er ekki dæmi um "frelsis" baráttu, frekar en þegar múslimar í Svíþjóð, Danmörk og Bretalndi MUNU krefjast sjálfstæðis innan tveggja áratuga.
Katelónía, er "hættulegt" fordæmi ... sem við hér í Evrópu höfum boðið heim.
Hafið einnig hugfast, Ísland er ekki fjölmennt ... og hvað ætlið þið að gera þegar einhver Kínverjinn er búinn að kaupa bessastaði og rekur ykkur heim til Noregs?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 14:40
Bjarne,
Það er gott að Íslendingar komust út úr Danaríki á sínum tíma. Annars væru Íslendingar sennilega ennþá að lepja úr ríkissjóði Dana eins og Færeyjar og Grænland í dag.
Það er gott að Júgóslavíu var leyft að liðast í sundur þótt andstaðan við það hafi verið blóðug.
Það er gott að sjálfstæðisbarátta Tíbeta nýtur einhverrar samúðar.
Hinir miklu þjóðflutningar af múslímum inn í Evrópu munu auðvitað hafa einhverjar afleiðingar í för með sér. Menn eru hér að gera mistök verður verður ómögulegt að koma sér úr seinna. En hvort er þá betra, að borgin Luton á Englandi fái sjálfstæði eða að hún fyllist þar af róttækum skæruliðahermönnum sem berjast gegn "miðstjórninni"? Úr því staðan er orðin eins og hún er, og stefnir í að vera, er friðsamlegast að leyfa aðskilnaðarhreyfingu að aðskiljast. Held ég.
Geir Ágústsson, 1.10.2017 kl. 14:52
Það væri kannski ágætt að Luton, Blackburn og önnur slík Íslamskítaræsi í Englandi og út um allt í Evrópu, fengju sjálfstæði og þar með sjálfstæði frá félagslegum bótum og styrkjum frá hinu opinbera.
Theódór Norðkvist, 1.10.2017 kl. 16:28
Svona léru þeir við Baskana líka. Það kostaði mannslíf. Baskar eru líka þjóð með sér tungumál og menningu. Held að Katalónar hafi aldrei beðið um þessa sambúð. Þetta er ekki bara þvinguð sambúð heldur er þessum þjóðum þvingað í hnapphelduna. Svona miðaldar feðraveldis siðgæði. Siðleysi réttara sagt.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.