Laugardagur, 30. september 2017
Af hverju ekki fækka um 10 eða fjölga um 300?
Fjöldi atvinnuleyfa fyrir leigubíla á höfuðborgarsvæðinu er 580. Þetta er handahófskennd tala sem varð til á fundum opinberra starfsmanna eftir að hafa hlustað á ýmsa aðila tjá sig.
Hver er hin rétta tala? 20? 1000? Er einhver leið til að komast að því?
Já, og sú aðferð heitir frjáls markaður.
Tökum hliðstætt dæmi: Hvað þarf að reka margar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að mæta eftirspurn borgarbúa? Það veit enginn, en stanslausar þreifingar veitenda og kaupenda verða til þess að á sérhverjum tíma - dag og nótt, sumar og vetur - er nálægt því passlegur fjöldi ísbúða til að anna eftirspurninni.
Hvað þarf margar rútur til að keyra farþega til og frá Keflavíkurflugvelli? Það getur engin nefnd ákveðið en fjöldinn er á sérhverjum tíma nálægt því passlegur til að sinna öllum sem vilja komast til og frá flugvellinum.
Opinberar nefndir sem giska út í loftið valda í besta falli skorti eða offramboði en í versta falli ringulreið.
Gefum leigubílaakstur frjálsan, takk.
Leigubílaleyfum fjölgað um 20 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.