Mun fylgið þjappast eða dreifast?

Skoðanakannanir sýna fylgi margra flokka á fleygiferð. Það hlýtur samt að fara koma í ljós hvort fylgið ætli að dreifa sér á marga flokka eða þjappast saman á stærri flokka.

Ekkert lát er á stofnun nýrra flokka sem dansa á bilinu 5-10% í könnunum. Litlu vinstriflokkarnir, Björt framtíð og Samfylkingin, eru á þessi reiki líka. Píratar eru við það að lenda í þessum hópi flokka. Ekki munu allir þessir flokkar lifa af kosningar og komast yfir 5% fylgið. Kjósendur mega alveg óttast að atkvæði greidd þeim verði töpuð atkvæði.

Fari svo að fólk forðist smáflokkana mun það ósjálfrátt skoða stærri flokkana betur og ljá þeim atkvæði sitt. Ég sé fyrir mér tvo turna: Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri-græna. Sjálfstæðisflokkurinn á sér mun færri bandamenn en Vinstri-grænir. Má þar helst nefna hina gömlu og nýju Framsókn, hvernig svo sem fer fyrir þeim í kosningunum. Til vinstri eru margir flokkar ólmir í að komast í ríkisstjórn. Allir sem komast yfir 5% eru tilbúnir að hoppa í sæng með Vinstri-grænum.

Ég held að samþjöppun muni eiga sér stað. Flokkunum sem ná fólki inn á þing mun fækka. Kjósendur munu vantreysta örflokkum sem hlaupa frá samstarfi um leið og baklandið ókyrrist (jafnvel án þess að segja eigin formanni frá því). 

En sjáum hvað setur. 


mbl.is Kjósendur virðast óöruggir segir Óttarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það getur nú ekki verið erfitt fyrir Proppann að fara bara

á netið og spyrja þessa 60 hræður hvernig eigi að stilla upp.

Það dugði á einu klukkutíma til að koma á stjórnaslitum.

Vona bara að þessir smáflokkar hverfi, því þeir hafa sýnt 

það og sannað að þeir eru bara til trafala.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.9.2017 kl. 13:02

2 identicon

Það verður tveggja flokka stjórn, D - M

Allar kannanir eru ómarktækar.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 14:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit ekki enn návæmlega hversumargir flokkar eru í framboði - það eru þessir standard 4, + píratar, viðreisn, FF, BF, það gerir 8, og hugsanlega XM.

Það gefur okkur þeoretíska dreifingu uppá 11% per flokk.  En það dreifist líklega normal, með tvo flokka svona ~20%+/- 2 (líklegast VG og XD) hina með 9-3.%  Þannig dyttu 2 út (líklegast F & annað  hvort viðreisn eða BF)

Það held ég að verði stjórn úr því sem allir geta orðið ósáttir með.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2017 kl. 18:28

4 identicon

Engar líkur eru á tveggja flokka stjórn. Katrín mun setja sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að skattar á tekjuhæsta hópinn verði hækkaðir verulega. Einnig að auðlegðarskattur verði aftur tekinn upp. Bakland Sjálfstæðisflokksins leyfir ekki slíkt enda skattalækkanir krafa þeirra. Viðurkennd hagfræðilögmál eru að engu höfð þar á bæ. 

Sigmundur Davíð tekur helming fylgis síns frá Framsókn. Restin kemur að langmestu leyti frá Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins. Sennilega verður mynduð fjögurra eða fimm flokka stjórn undir forystu Katrínar.

Sjálfstæðisflokkurinn er of laskaður til að rísa úr öskustónni á svo stuttum tíma. Einu flokkarnir sem hann getur unnið með eru Framsókn eða Miðflokkurinn, alls ekki báðir saman, og Flokkur fólksins sem reynist vera hægri öfgaflokkur þegar grannt er skoðað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 18:51

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið of eftirgefanlegur við vinstri flokkana. Tapar ótrúlegu fylgi í þessu umróti. Í síðustu ríkisstjórn voru nýir skattar í hverjum mánuði. Hringlandaháttur hjá samstarfsflokkunum, en undir forystu Sjálfstæðisflokks. Hert skattaeftirlit og meira fjármagn til rannsókna á þeim sem skapa mestu tekjur í ríkiskassann. "Leggja niður seðla og taka upp kort." Bullið óendalega. Eins og "offshore" fyrirtæki hafi ekki verið til í marga áratugi.

Stærsti fjölmiðillinn rekur ekki upplýsta fréttastarfsemi heldur pólitíska óhróðursstarfsemi. Fjöldi frjálshyggjumanna og fjölmörgum öðrum er misboðið. Eru hættir að fylgjast með fréttum hjá þeirri stofnun sem starfar á ábyrgð allra alþingismanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað mestu á upplausnarástandinu.

Sé ekki betur en að Sigmundur með Miðflokknum taki fylgi frá öllum flokkum. Miðflokki sem vill ábyrga stjórnmálastefnu þar sem jafn réttur allra landsmanna er í fyrirrúmi. Fylgi Miðflokksins gæti hæglega farið yfir 15 prósent. Einn Sjálfstæðismaður sagði við mig í dag: Myndi kjósa Sigmund ef ég væri ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 

Sigurður Antonsson, 29.9.2017 kl. 21:51

6 identicon

Gengi er valt, þá fé er falt

fagna skalt í hljóði.

Hitt kom alltaf hundraðfalt,

sem hjartað galt úr sjóði.

Höf: Einar Benediktsson

Heimild: Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

Tildrög: Ort í Herdísarvík 1934 að sögn Hlínar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 23:25

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að viðreisn og Björt hverfi inn í Samfylkinguna nú. Patíliðið úr 101 eru uppistaðan þar. 

Held að önnur hlutföll eigi eftir að breytast þegar vinstri menn fara að tjá stefnu sína. Hef helst áhyggjur af vinstri slagsíðu RUV. Hlutdrægnin þar á bæ hefur og getur ráðið úrslitum í mörgu.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 02:34

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk öll fyrir áhugaverðar hugleiðingar. Ég er sammála því að niðurstaðan gæti orðið sú að allir verði ósáttir. Ég óttast að niðurstaðan verði vinstristjórn margra flokka sem eru sammála um það eitt að hækka skatta (eins og sú stjórn sem VG og Samfylkingin stóðu að). Kannski kjósendur hafi lært sína lexíu og falli ekki fyrir öllum gylliboðunum og dreifi sér ekki á of marga flokka.

Geir Ágústsson, 30.9.2017 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband