Nei, Benedikt!

Svo virðist sem fjármálaráðherra hafi misst eitthvað út úr sér sem opinberir starfsmenn telja vera vísbendingu um að þeir fái bráðum launahækkanir.

Fjármálaráðherra gleymir því kannski að á ríkinu hvíla nú þegar þungar byrgðar í formi lífeyrisskuldbindinga.

Fjármálaráðherra gleymir því kannski líka að skattar eru í hæstu hæðum og að allar áætlanir ríkissjóðs byggjast á því að lengsta góðæri í sögu Íslands verði miklu lengra. Það má ekkert út af bregða.

Fjármálaráðherra gleymist því svo kannski líka að fordæmið sem ríkisvaldið sýndi við seinustu samningaviðræður við opinbera starfsmenn sendi reiðibylgju í gegnum allt samfélagið. Samkeppnishæfni Íslands var hreinlega lögð að veði til að tryggja pólitískar vinsældir.

Núna þarf fjármálaráðherra að hugsa sinn gang.

Í stað þess að moka enn meira fé í vasa opinberra starfsmanna með sín gulltryggðu lífeyrisréttindi þarf að fækka opinberum starfsmönnum. Ríkið getur alveg borgað fyrir menntun án þess að hafa kennara á launaskrá sinni. Ríkið getur alveg borgað fyrir gifs á brotinn handlegg án þess að hafa lækna og hjúkrunarfræðinga á launaskrá sinni. Einkaaðilar eiga að sinna öllu sem þarf að sinna, fyrir utan að kjafta allan daginn í sölum Alþingis. Helst ætti ríkið svo ekki að skipta sér af neinu er viðkemur þjónustu, framleiðslu eða neyslu almennt. Ríkið á ekki að framleiða kjöt, menntun, spurningaþætti, listir og heilbrigðisþjónustu. Sé pólitísk samstaða um að ríkið gerist milliliður um að borga eitthvað með fé skattgreiðenda þá verður það að vera svo, en ríkið á ekki að standa í starfsmannamálum, rekstri og kjaraviðræðum við þrýstihópa. 

Svo nei, Benedikt! Ekki láta háværan þrýstihóp misskilja þig! Skýrðu mál þitt. Dragðu í land. Sýndu ábyrgð. Það er lágmarkskrafa á mann í þinni stöðu. 


mbl.is Í orðunum felist fyr­ir­heit um kjara­bæt­ur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benedikt Jóhannesson hugsar ekki sinn gang, því miður ... hann er einn af þessum "trúuðu".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.9.2017 kl. 19:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann trúir a.m.k. á ríkisvaldið og æðstuprestana í Brussel, svo mikið er víst. 

Geir Ágústsson, 7.9.2017 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband