Sagt við mig: "Þú sérð fyrir þér sjálfur"

Þegar ég flutti til Danmerkur á sínum tíma var ég án atvinnu, talaði ekki tungumálið og gat ekki gengið að neinu húsnæði vísu.

Ég var vissulega með háskólagráðu og íslenskt vegabréf en það voru ónothæfir pappírar á þeim tíma.

Skilaboðin frá hinu opinbera voru skýr: Þú sérð fyrir þér sjálfur eða snýrð aftur til Íslands.

Uppbyggilegri skilaboð er varla hægt að hugsa sér. 

Innan nokkurra daga var ég kominn með íhlaupavinnu við hreingerningar. Nokkrum vikum seinna gerðist ég bréfberi og hjólaði mig í gegnum veturinn til að bera út bréf, pakka og auglýsingar.

Tungumálið kom smátt og smátt í dönsku vinnustaðarumhverfi. Ég fékk einhver atvinnuviðtöl sem tengdust minni menntun og loksins landaði ég starfi - starf sem ég hef enn þann dag í dag, rúmlega 12 árum seinna. Þá hafði ég verið búsettur í Danmörku í um 8-9 mánuði. 

Hefði ég fengið að sitja á rassgatinu á opinberri framfærslu hefði sá tími líklega bara farið í að sitja á rassgatinu. Ég hefði ekki þurft að byrja "einhvers staðar" og koma mér inn í danskt umhverfi. Því ferli hefði ég geta frestað. 

Þessi vetur þar sem ég notaði háskólagráðuna mína til að þurrka upp skít og drullu við hreingerningar og halda rassinum heitum á hjólum danska póstsins nýttist mér til að læra tungumálið, fóta mig í kerfinu, læra á húsnæðisfrumskóg Kaupmannahafnar og fínpússa atvinnuumsóknir mínar. Fjárhagurinn var þröngur en eyðslan líka í lágmarki. Þetta var að mörgu leyti lærdómsríkasta tímabil ævi minnar. 

Aðstæður mínar voru ekki sambærilegar við aðstæður flóttamanna frá stríðsátökum eða pólitískra flóttamanna á flótta frá dauðahótunum. Samanburðurinn er hins vegar gildur fyrir alla sem flytja (en ekki flýja) frá einu ríki til annars í leit að tækifærum. 

Það besta sem íslenskt samfélag getur gert fyrir þá sem vilja byggja upp líf á Íslandi, tímabundið eða til langframa, er að segja fólki að standa á eigin fótum, læra að tala við innfædda og leggja á sig það sem þarf til. 


mbl.is Framfærslan talin aðdráttarafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður vitnisburður, gekk ekki eins vel hjá mér, þar sem ég var þrjú ár í Svíþjóð áður en ég fékk vinnu. Bætur voru samt það lágar, að neyðin kenndi mér nöktum að spinna og nú er ég í vinnu.

Ef ég hefði heimtað að fá stöðu flóttamanns og sakað alla starfsmenn í kerfinu um rasisma ef því yrði hafnað, hefði mér eflaust tekist að gráta út þrefalt hærri bætur, en ég tók upplýsta ákvörðun um að gera það ekki.

Theódór Norðkvist, 8.9.2017 kl. 16:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

 Sæll Theódór,

Þakka þér fyrir þína sögu. Auðvitað tekur tíma að koma sér fyrir í nýju landi, og stundum spilar happaglapp inn í. Það á ekki að koma á óvart. 

Lexían mín er þessi: Að moka endalaust undir aðkomufólk sem hefur þann ásetning að komast á kerfið, og láta annað fólk um að slást um brauðmolana, er beinlínis skemmdarverk á samfélagi, atvinnulífi og hagkerfi. 

Í Danmörku er talað um heilu hverfin þar sem heilu kynslóðirnar hafa verið á bótum og vinna helst ekki. Ekki er þar að finna Norðurlandabúa eða innfædda Dani (þótt kerfisblóðsugur finnist vissulega meðal þess fólks). Það kemur einhverjum á óvart að innan þessara sníkjudýra finnist hlutfallslega miklu, miklu fleiri glæpamenn en meðal annarra í samfélaginu.

Ég held að sumir samfélagsfræðingar hafi lesið yfir sig. Kannski væri best að segja þeim öllum upp og senda þá út á atvinnumarkaðinn. 

Geir Ágústsson, 8.9.2017 kl. 19:10

3 identicon

Að vera atvinnulaus er gjörsamlega niðurdrepandi fyrir venjulegan Íslending sem aldrei hefur þurft að upplifa slíkt fyrir heilu kynslóðirnar líkt og t.d.  sumstaðar í Bretlandi(bíómyndir). Manni verður hugsað til sauðfjárbænda og veit að þeir mundu eflaust kála sér frekar en sjá ekkert framundan annað en rúlla þumlunun þó sumum af yngri kynslóðinni finnist það "full time job" meðan það er farsími milli fingranna

Grímur (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 19:55

4 identicon

Sæll Geir

takk fyrir að deila þinni reynslu með okkur. Það er kannski enn dýpri

ástæða til að endurskoða þessa fjárhagslegu skuldbindingu við aðkomufólk, en hún er sú að íslenska ríkið á þegar fullt í fangi með að halda uppi sæmilegu ástandi í málum eldri borgara sinna og öryrkja sinna. Það er orðið það snúið að betur er gert við aðkomufólk en við eigið fólk sem á erfitt með að bera hönd fyrir sér. Þá er nú kannski tími að endurskoða og forgangsraða upp á nýtt ...

Brjánn (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband