Stjórnmál hindrana

Donald Trump er harðákveðinn í að byggja múrinn sinn. Verði honum að góðu! Þessi múr mun valda miklu tapi fyrir bandarískan almenning og hagkerfið allt. 

En þeir eru fleiri sem stunda stjórnmál sem snúast um að hindra.

Ýmis konar viðskiptahindranir eru auðveldlega sambærilegar við múra Trump. Viðskiptahindranir geta verið af mörgu tagi:

  • Tollar og aðrir skattar á innflutta vöru og þjónustu
  • Umfangsmikil pappírsvinna
  • Viðskiptabönn
  • Flóknar reglur, t.d. um öryggi, gæði og merkingar
  • Þung skilyrði fyrir atvinnu- og búsetuleyfi

Kannast einhver við dæmi? Það er ég viss um.

Þeir leyndast víða, Trumpar heimsins og múrar þeirra. 


mbl.is Fjórir sýnishornamúrar í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auglýsingarstofur fullyrða að illt umtal sé betra en ekkert umtal?

Ég leyfir mér að fullyrða að innan við 10% borgarbúa geti talið upp alla Borgarfulltrúa og í hvaða flokki þeir eru og nú á að fjölga þeim! Sennileg innan við 5% landsmanna sem geta nefnt alla þingmenn og hvaða flokki þeir tilheyra. Hvað heitir annars varaforseti USA er hann aldrei að tísta?

Grímur (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 16:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Andrés Magnússon blaðamaður orðar hlutina vel:

"Nú er það svo sem ekki einsdæmi í íslenskum skoðanakönnum, að þýðinu sé óljúft að svara kallinu og enn færri ljúft að svara spurningunni. Það má segja að það hafi verið ákveðið stef í þjóðmálakönnunum eftir bankahrun og sjálfsagt til marks um skautun í stjórnmálaviðhorfi, víðtækt vantraust til stofnana þjóðfélagsins, jafnvel vantrú á lýðræðinu."

http://www.vb.is/skodun/adeins-um-konnun/141007/

Geir Ágústsson, 2.9.2017 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband