Velferðarnetið: Fullfrískt fólk á bótum

Orðið "velferðarkerfi" er slæmt. Orðið "velferðarnet" er betra: Fólk festist í ákveðinni velferð og kemst hvorki lönd né strönd.

Fullfrískt, vinnufært fólk á ekki að þurfa bætur og á í staðinn að njóta lægri skatta. Hér geri ég engan greinarmun á svokölluðum tekjusköttum og svokölluðum neyslusköttum. Nafn skattanna skiptir engu máli. Það er heildarskattbyrðin sem skiptir máli. 

Venjulegur, vinnandi, heilbrigður maður getur átt von á því að fá margar tegundir af bótum: Barnabætur, vaxtabætur, húsaleigubætur og sennilega gleymi ég einhverju.

Í staðinn borgar hann háan tekjuskatt, háan virðisaukaskatt af öllu, útsvar, fasteignagjöld, eignaskatta og eflaust fleira.

Hækki hann í tekjum fylgir tekjuskatturinn með og bæturnar skerðast. Hann er fastur. 

Þetta er ekki bara letjandi kerfi heldur beinlínis hættulegt. Drifkraftur er drepinn í fæðingu. 

Yfirvöld geta greinilega gert hvað sem þau vilja. Þau geta skuldsett sig á bólakaf, innleitt nýja skatta sem jaðra við að stangast á við stjórnarskránna og dómstólar leggja blessun sína yfir allt saman, enda eru þeir ekkert annað en enn ein ríkisstofunin. Eftirfarandi orðalag nota dómstólar til að réttlæta að ríkið megi gera hvað sem það vill:

"Er þá tekið tillit til þess markmiðs laganna að afla ríkissjóði tekna og til þess að draga úr fjárlagahalla og þess að skatturinn var lagður á tímabundið og var með háu fríeignamarki eins og áður segir."

Velferðarnetið er akkeri sem heldur fólki föstu. Það ber að afnema. Samkeppni og frjálst framtak á ekki bara að vera í sölu á tannkremi og farsímum. Frjáls markaður á að fá að drífa einstaklinga áfram í menntun, heilbrigðisgæslu, lagningu vega og rafstrengja og pössun barna.

Það er ekki hlutverk ríkisins að jafna tekjur, heilaþvo krakka og niðurgreiða skuldsetningu. 

Hin svokallaða hægristjórn þarf virkilega að taka sig á ef hún á að standa undir nafni og verða aðgreinanleg frá vinstriflokkunum. 


mbl.is „Mönnum er refsað í bótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er kannski líka bótagildran sem sumir lenda í, sem þarf að minnast á. Stundum eru bæturnar það góðar að það borgar sig ekki að leita að vinnu, ef þú ert að fá 150 þúsund í bætur og einhver býður þér 200 þúsund króna starf að þá kannski eru sumir sem eru ekki tilbúnir að leggja á sig 40 stunda vinnuviku í mánuð til að ná í 50 þúsund kallinn. Það er letjandi, en bara enn ein birtingarmyndin á vanda sem þú nefnir

einar (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband