Enn ein heimsendaspáin

Hvenær ætla blaðamenn að átta sig á því að þeir eru að gera sig að fífli með skrifum sínum um meinta hlýnun Jarðar? Hinar ýmsu skýrslur hinna ýmsu samtaka og stofnana eru yfirleitt fátt annað en ákall á fleiri og stærri ríkisstyrki. Þau verkefni sem sögð eru blasa við stækka og stækka á pappír og krefjast því hærri og hærri fjárframlaga úr vösum skattgreiðenda. Í raunveruleikanum eru vandamálin svo kannski ekki svo stór eða jafnvel ekki til staðar. Blaðamenn ýmist nenna ekki eða vilja ekki velta því fyrir sér hvort heimsendaspár eigi við rök að styðjast. 

Margir fjölmiðlar, þar á meðal Morgunblaðið, eru á einkennilegri vegferð þessi misserin. Pólitískur rétttrúnaður ræður ríkjum og gagnrýnið hugarfar er hvergi sjáanlegt. 


mbl.is Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður pistill Geir og þarfur, enda eru "hlýnun jarðar trúarbrögðin" eingöngu til að fara í vasa almennings fyrir ríka karla eins og t.d. Albert Gore.

Þessi trúarbrögð vilja sína tíund eins og önnur trúarbrögð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.8.2017 kl. 17:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo virðist sem heimsendaspámenn séu búnir að missa flugið sem betur fer:

http://www.washingtontimes.com/news/2017/aug/22/climate-scientist-rebuts-al-gore-film-bad-science/

Það verður spennandi að sjá hvernig Al Gore fjármagnar flugferðir sínar á einkaþotum og blússandi orkunotkun á eigin heimili þegar fyrirlestra- og bíómiðasölutekjur hans þorna upp. 

Geir Ágústsson, 24.8.2017 kl. 08:17

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hlýnun jarðar er vísindaleg staðreynd sem næstum allir loftslagsvísindamenn eru búnir að samþykkja, enda studd af opinberum gögnum.

Ennþá finnast þó nátttröll sem meta stundarhagnað meira en lífríki jarðar.

Þetta eru næstum undantekningarlaust "töffarar" af hægri væng.
Markaðshyggjumenn og hafa mikið dálæti á Donald Trump.

Hann er þeirra maður. 

Árni Gunnarsson, 27.8.2017 kl. 17:52

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að það sé lítill agreingur um það hvort að það sé hlýnun jarðar, heldur er ágreiningurinn hvað er það sem veldur hlýnuninni.

Hlýnun jarðar fólkið hér í USA, heldur því fram að flóðin í Houston sé út af því að Trompið vann Hildiríði í forsetakosningunum, er hægt að sanna það eða afsanna, kanski ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.8.2017 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband