Hinn sanni ójöfnuður

Mönnum er tíðrætt um ójöfnuð á Íslandi. Þá bera menn saman laun forstjóra einkafyrirtækja og laun ófaglærðra ræstitækna og segja að munurinn sé of mikill.

Það er samt gallaður samanburður. Bæði forstjórinn og ræstitæknirinn selja þjónustu sína á frjálsum markaði í samkeppni við aðra. Miklu fleiri geta orðið góðir ræstitæknar en geta orðið góðir forstjórar. Eðli máli samkvæmt er því betur borgað fyrir góðan forstjóra. Ræstitæknirinn getur hins vegar unnið sig upp í forstjórastól og forstjórinn getur tapað stjórnunarhæfileikum sínum og endað í stöðu ræstitæknis. Á frjálsum markaði er fólk oft á ferð og flugi upp og niður tekjustigann á lífsleiðinni og á einhverjum tímapunkti eru jafnvel ágætar líkur á að vera meðal 10-20% best launuðu einstaklingum landsins.

En þetta er hinn frjálsi markaður.

Hinn raunverulegi samanburður með tilliti til ójöfnuðar ætti að vera á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja. Opinberir starfsmenn vilja markaðslaun fyrir þjónustu sína en um leið ríghalda í starfsöryggis sitt og ríkistryggðan lífeyri. Þeir eru stétt einstaklinga sem svífur um á skýi á meðan fólkið á markaðnum berst fyrir sínu daglega og á alltaf í hættu að missa vinnuna og sjá lífeyri sinn skertan.

Opinberum starfsmönnum þarf að fækka eins mikið og hægt er með öllum tiltækum ráðum: Einkavæða, leggja niður og bjóða út. Það er engin ástæða til að hið opinbera sjái um starfsmannamál kennara, leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga og lækna. Allar slíkar stöður og fleiri til eiga heima á hinum frjálsa markaði. Ef hið opinbera vill svo fjármagna einhverja tiltekna þjónustu eða rekstur á einhverju þá getur það bara gert það, en látið starfsmannamálin alveg eiga sig.


mbl.is Allt að 34% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott skrifað hjá þér, og alveg hárrétt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 18:07

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Opinberir starfsmenn draga kjaravagninn núna ekki fólk í þjónustu og framleiðslugreinum.

Hörður Halldórsson, 22.8.2017 kl. 20:16

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Já opinberir draga kjaravagninn. Það má ekki gleyma því að laun þeirra koma úr vösum launþega. Það má því segja að akkerið sé að þyngjast meira en flotholtið er að léttast. 

Geir Ágústsson, 23.8.2017 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband