Leyfum íbúum Venesúela að gleypa meðalið sitt

Íbúar Venesúela hafa lengi látið sósíalismann táldraga sig. Þökk sé háu verði á olíu og öðrum auðlindum í hinum kapítalískari heimshlutum hafa yfirvöld í Venesúela geta leyft sér að lifa um efni fram lengi og hrifið margan spekinginn með sér í gleðina. Nú er hins vegar komið að skuldadögum. Hin óumflýjanlega einræðisharðstjórn sem sósíalisminn gefur af sér fæðist núna og íbúar landsins sjá hvað þeir hafa sjálfir kallað yfir sig.

Vonandi verður hið vonda meðal til þess að einhverjir vakni til meðvitundar. Í sumum ríkjum Austur-Evrópu hefur þetta meðal svo sannarlega haft góð áhrif. Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda kastað vofu Sovétríkjanna út í hafsauga. Annars staðar hafa menn hins vegar bara ákveðið að halda áfram að eitra sinn eigin líkama í von um að stærri skammtur hafi betri afleiðingar en smærri skammtur.

Gefum íbúum Venesúela tækifæri til að átta sig án afskipta. 


mbl.is Aðrar þjóðir skipti sér ekki af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Afstaða þín er að mínu skapi. Á sama hátt verðum við að leyfa öðrum löndum og heimsálfum löndum að taka sinn tíma til að þróa lýðræði og mannréttindi að þeirra eigin hætti.

Það er ekki víst að sú samfélagsgerð líkist að öllu leyti okkar, en það er annarra menningarheima að ákveða hvernig þeir vilja lifa og ekki okkar að troða okkar menningu upp á þá. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2017 kl. 10:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, nokkuð sammála þessu. EN þetta verður erfitt og dýrt því Madúró er harðsoðinn glæpamaður

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 11:35

3 identicon

Island er gott dæmi um riki sem að varð gjaldþrota vegna þess að SKEFJALAUS KAPITALISMI Fekk að raða rikjim. Litum sjalfum okku nær ..

Larus i Gudmundsson (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 13:57

4 identicon

Larus i Gudmundsson, athugaðu að Ísland náði sér á strik mjög fljótt eftir hrunið vegna þess að bankar fengu ekki að færa skuldirnar yfir á skattgreiðendur. Sem sagt, þeir sem bregðast falla, alveg eins og kapítalisminn gerir kröfu um. Annars staðar þar sem ríkisvaldi og miðstýringu var beitt til að bjarga fjármálastofnunum tók það miklu lengri tíma að ná sér á strik, og fyrir magan almúgamannin hefur það enn ekki gerst. Önnur ástæðan var reyndar sú að gengið féll, sem leyfði aukinn útflutning og þar með framleiðslu (sem reyndist að mestu á formi ferðamennsku, en það er svo önnur saga). Hrun eiga sér stað víða, en það sem skiptir meira máli er hversu vel kerfið bregst við þeim.

Varðandi færslu síðuhafa, þó að ég sé sammála því að það má nota Venezuela sem víti til varnaðar, vona ég þó að Venezuelabúar nái að hrista af sér einræðisherran sem fyrst og komi þessu á réttan kjöl. En þegar sósialisminn hefur einu sinni náð tökum á hugum og hjörtum fólks er ekki auðhlaupið að því að koma mönnum ofan af þeirri firru aftur: þá er það bara frasinn "þetta var ekki alvöru sósíalismi!" - þrátt fyrir að menn hafi lofað Venezuela fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Enn fremur gerir kapitalískt samfélag kröfur til almennings. Menn þurfa ákveðinn þroska sem fellur í óæfingu í faðmi sósíalismans, en það er alltaf þægilegt að geta fallið í faðm yfirvaldsins þar sem menn þurfa ekki að hafa áhyggjur yfir mogundeginum. Vandamálið skapast í lengri framtíð en á nokkrum dögum og á rætur sínar að rekja til stærri samfélagslegra afla en flestir eru að grúska í dags daglega.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 18:02

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vegna innleggs Egils Vonda þá mæli ég eindregið með þessari litlu bók:

https://www.penninn.is/is/book/abyrgdarkver

Þrátt fyrir fáar blaðsíður er um mikinn gagnagrunn af speki og þekkingu að ræða, með ívafi af hagfræði og heimspeki, og allt svo lipurlega skrifað. Ekki er verra að þetta er á íslensku, eftir Íslending sem fylgdist náið með atburðunum fyrir og eftir hrunið.  

Geir Ágústsson, 6.8.2017 kl. 20:04

6 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Geir

Það hefur ekki gegnið nægilega vel hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum með að koma á regime change eða stjórnarbreytingum í Venesúela, og/eða með að loka á öll viðskipti og borga mótmælendum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi unnið af því að steypa lýðræðiskjörum fulltrúum og ríkisstjórnum frá völdum, eins og td. í Serbíu, Georgíu og Úkraínu. En hvað fólk kaupir alltaf allar lygar og allt frá þessum  MSM- fjölmiðlum (mainstream media) eða þessum sömu fjölmiðlum og er birtu allar þessar lygar um Írak, Líbýu og Sýrland. Hvernig er það getur fólk ekki einu sinni slysast til þess að skoða hvað aðrir fjölmiðlar hafa að segja, eða hvað?   

US Has Budgeted $49 Million for Venezuelan Right-Wing Since 2009 The funds have now become a mainstay of the U.S. State Department congressional budget for foreign operations.



Venezuela regime change project unabashedly revealed


Hands off #Venezuelahttp://www.mpn.news/y/venezresists

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 8.8.2017 kl. 12:45

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

"... recent comments by CIA Director Mike Pompeo, who said recently that he had held talks in Mexico City and Bogota on the Venezuela issue. Pompeo told a briefing earlier this month, “We are very hopeful that there can be a transition in Venezuela and we the CIA is doing its best to understand the dynamic there.” According to Maduro, “The director of the CIA has said, ‘The CIA and the US government work in direct collaboration with the Mexican government and the Colombian government to overthrow the constitutional government in Venezuela and to intervene in our beloved Venezuela.’”“I demand the government of Mexico and the government of Colombia to properly clarify the declarations from the CIA and I will make political and diplomatic decisions accordingly before this audacity,” he added. Maduro further accused the governments in Mexico and Colombia of working with the US to protect their oil interests." (http://presstv.ir/Detail/2017/07/25/529619/Americas-Venezuela-Supreme-Court-Zerpa)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.8.2017 kl. 16:28

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

"US Central Intelligence Agency Director Mike Pompeo has admitted the US is working to change the elected government of Venezuela, and collaborating with Colombia and Mexico to do so"(Shock Horror! CIA Director Admits US Trying to Overthrow Venezuelan Government).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.8.2017 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband