Ríkisvald í framleiðslu afþreyingar og áróðurs

Ríkisvaldið sem hugmynd á sér marga aðdáendur. Að sögn er ríkisvaldið nauðsyn til að berjast gegn glæpum, spillingu og ofbeldi. Ríkisvaldið á að tryggja að löggæsla sé góð, að vegir séu lagðir og að menn geti leitað til dómstóla þegar á þeim er brotið. Ríkisvaldið á að lækna okkur í veikindum og styðja við okkur á mótunarárunum með menntun og fræðslu.

Svo já, það er margt sem margir telja að verði bara tryggt með ríkiseinokun.

Aldrei hef ég samt séð málefnaleg rök fyrir því að ríkisvaldið þurfi að tryggja næga framleiðslu á afþreyingu og áróðri.

Er ekki til nóg af afþreyingu? Vissulega hefur fólk mikinn frítíma en þarf ríkisvaldið að tryggja að þessum frítíma sé brennt upp? Er óhugsandi að fólki geti sjálft dottið eitthvað í hug til að láta vökutíma sína líða hraðar?

Ríkisframleiðsla á áróðri er svo enn furðulegri og erfiðari að rökstyðja. Þarf ríkisvaldið að halda úti hópi opinberra starfsmanna sem fær mikinn aðgang að eyrum okkar og barna okkar? Af hverju? Hvernig réttlæta menn framleiðslu á opinberum áróðri? 

Ég er forvitinn. 


mbl.is Meirihluti andvígur einkavæðingu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áratuga ríkisvæðing setur sín spor. Hvort sem hún er í Vénúsela eða á Íslandi. Menn verða samdauna boðskapnum. Ríkisútvarpið gerir mikið í því að leita vinsælda og hagar útsendingum og efni eftir því. Frjálslyndir og Píratar eru andvígastir ríkisafskiptum af afþreyingu og fréttum.

Í öðru lagi er ekki sama hvernig er spurt í könnunum og hver borgar fyrir. Margt er loðið og óljóst ef menn fara betur yfir könnun Maskínu. Kúba hefur ekki getað losað enn af sér helsi kommúnista. Hvað þá íbúar Venesúela. Stjórnarandsæðingar eru lokaðir inni og ungir menn eru skotnir ef þeir mótmæla.

Sigurdur Antonsson (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband