Á að giska á tækniþróun næstu 15-20 ára?

Stjórnmálamenn víða um heim reyna nú að mála sig með grænum lit í von um að uppskera atkvæði. Yfirleitt gera þeir það með því að lofa einhverju eftir 20-30 ár þegar þeir eru ýmist dauðir eða komnir á eftirlaun. Enginn getur skammað aldraðan stjórnmálamann sem lofaði einhverju fyrir mörgum áratugum sem stóðst svo ekki.

Það er ævintýraleg bjartsýni að ætla sér að skrifa löggjöf sem veðjar á ákveðna tækniþróun á næstu árum. Menn vita ekki einu sinni hvert tæknin leiðir okkur á næstu 18 mánuðum, hvað þá meira. 

Stjórnmálamenn ættu bara að halda að sér höndum og einbeita sér að því að afnema hindranir í formi skatta og reglugerða sem kæfa frumkvöðlastarfsemi og tækninýjungar. 


mbl.is Langtímaáætlun er frumskilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Mjög bjartsýnt gisk er það líka.

Nú þegar liggur fyrir að ekki eru til á jörðinni nægar byrgðir af liþíum - hvorki unnið né áætlað í jörð - til þess að búa til allar þær rafhlöður sem mun þurfa í þetta að óbreyttu.

Þannig að þeir eru að búa til vandamál fyrir framtíðina, en ekki að bjarga neinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2017 kl. 00:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef litlar áhyggjur af því að einhver auðlind verði uppiskroppa. Ef vinnsla einhvers hráefnis verður of dýr þá hækkar það í verði og hið hærra verðlag sendir skilaboð til markaðarins um að annaðhvort minnka notkun eða hætta, en einnig að nýjar námur séu orðnar arðbærar ef eftirspurn helst þrátt fyrir hærra verðlag.

Óháð því þá er tæknin á fleygiferð. Toyota er nýbúið að slíta samstarfi við Tesla og ætlar þess í stað að leggja meiri áherslu á vetnistæknina. Svo rennur nú kannski upp fyrir einhverjum að olía er bæði þægileg sem geymsla orku og auðveld í meðförum. Það liggur við að maður stingi upp á að menn ættu að reyna finna leiðir til að framleiða olíu því hún er svo hentug að svo mörgu leyti.

Það er lítill útblásturssparnaður fólginn í því að knýja rafbíla í París og London með rafmagni úr kolaorkuverum í Austur-Evrópu eða Rússlandi. 

Geir Ágústsson, 1.8.2017 kl. 11:27

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vandamálið er ekki að einhver málmur (sem hægt er að endurvinna) verði uppurinn úr jarðskorpunni einhverntíma. 

Vandinn er að vegna yfirvofandi laga í evrópu verða landflutningar allt í einu dýrari en þeir þurfa að vera, og meira vesen en þeir þurfa að vera.  Námur í framandi löndum munu ekki hafa undan, og það mun verða pólitísk spenna þar - eitthvað af námunum eru í S-Ameríku, sem er einmitt full af rugluðu fólki.

Það hljómar eins og minniháttar mál á pappírum, en er það ekki í raun.

Annars sýnist mér þessi miðju-öfgamaður þarna í Frans hafa vit á að láta smíða kjarnorkuver.  Las ég einhversstaðar.

Það er eins gott, fyrir allt þetta undarlega lið, að tækninni fleygi fram.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2017 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband