Stjórnmálamaður tekur að sér vinnu blaðamanna

Hér er djörf yfirlýsing:

Íslenskir blaðamenn nenna ekki að vinna vinnu sína. Þeir nenna ekki að kynna sér málin, velta upp báðum hliðum mála, kafa djúpt ofan í fullyrðingar og setja hlutina í samhengi.

Stjórnmálamenn hafa uppgötvað þetta fyrir löngu og því tekið til þess ráðs að tjá sig mikið á Facebook eða álíka miðlum á netinu. Þeir segja þar hluti sem koma blaðamönnum á óvart. Blaðamenn eru steinhissa. Bíddu, af hverju var ég ekki búin(n) að heyra af þessu sjónarhorni áður? Hvaða reglur og lög er hann að tala um? Hvaða óvæntu upplýsingar eru þetta?

Blaðamaður gerir það svo að frétt að stjórnmálamaður hafi tjáð sig á Facebook.

Blaðamaður í þessari stöðu ætti að segja upp stöðu sinni og finna sér eitthvað annað að gera. Væri hann starfi sínu vaxinn væri hann búinn að þefa uppi sjónarhorn viðkomandi og koma því áleiðis, í stað þess að rekast á það á Facebook.

Kæru blaðamenn Íslands, hættið að slóra og byrjið að vinna. 


mbl.is Bjarni tjáir sig um uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það er fátt djarft við orð þín.

En ég veit að þú ert ennþá að glíma við ríkið, og ert lesinn um það í Austur Þýskalandi.

Þess vegna er pistill þinn markleysa, hann fjallar um nútímann.

Kveðja að austann.

Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 02:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir. Þetta er ekki djörf yfirlýsing heldur sönn.

Það væri til dæmis einfalt að komast til botns í þessu með því að fá einfaldlega efhent eintak af plagginu frá ráðuneytinu og sjá þar svart á hvítu hver skrifaði undir. Þeð er að segja ef fréttasnáparnir myndu nenna að hafa fyrir því að vinna rannsóknarvinnuna sína.

Til stuðnings því höfum við fyrirbæri eins og upplýsingalög. Það er svo að borgararnir sjálfir geti veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2017 kl. 03:26

3 identicon

Hefur ekki Bjarni greiðari aðgang að þessu plaggi en fréttasnápar og ætti að geta lagt það fram máli sínu til stuðnings?

Annars hefur hann blokkerað það marga á samfélagsmiðlum að eina leiðin til að fólk sjái hvað hann er að tjá sig er að birta það í fjölmiðlum, eins og með hinn Trumpinn.

Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 04:32

4 identicon

Undanfarnar vikur eða mánuði hefur það margoft komið fram að Bjarni hafi skrifað undir beiðni um uppreist æru. Hvorki hann né aðrir hafa séð ástæðu til að leiðrétta það.

Það er því ekki trúverðugt ef hann neitar því fyrst núna. Reyndar neitar hann því hvergi beinlínis í þessum skrifum sínum.

Ég man eftir að hafa lesið frétt með viðtali við Bjarna um þetta mál. Þá skildi ég hann þannig að undirmenn í ráðuneytinu hefðu unnið málið og mælt með uppreist æru. Ég á því erfitt með að trúa því að hann hafi ekki skrifað undir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband