Ríkisvaldið og rekstur

Innan hins opinbera fljúga nú pappírar og álitsgerðir fram og til baka til að skera úr um það hvort ákveðið skip geti siglt á milli tveggja áfangastaða á ákveðnu tímabili.

Ferjurekstur er ekki beinlínis flóknasta tegund reksturs sem til er. Menn þurfa hafnir, skip, varahluti og eldsneyti, auk mannafla. Það þarf að taka tillit til veðurs og vita hvað eru margir metrar niður á hafsbotn. 

Engu að síður vefst þetta mjög fyrir hinu opinbera. 

Við hljótum öll að vera fegin því að ríkisvaldið rekur ekki flugfélög eða símafyrirtæki lengur. Kæmist þá nokkur úr landi eða hefði efni á að hringja í vini sína? Hvað þyrfti marga fundi innan stjórnsýslunnar til að ákveða hvort fljúga eigi á Gatwick eða Heathrow? Til London eða Lissabon? Með breiðþotu eða skrúfuvél? 

Kæra ríkisvald, haltu þig við það sem þú gerir best: Að framleiða prentaðan pappír sem enginn les. Allt annað á heima á hinum frjálsa markaði. 


mbl.is Fjallað um ferjumálið á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband