Morgunblaðið berst gegn framboði og eftirspurn

Maður leigir út tjald fyrir yfir tíu þúsund á nóttina.

Morgunblaðið gerir þetta að frétt.

Hver er fréttin?

Aðili A býður eitthvað til sölu. Aðili B velur að kaupa. Aðili C velur að sleppa því.

Hver er fréttin? Val aðila B eða C?

Nú auðvitað val aðila B.

Á hvaða vegferð er Morgunblaðið eiginlega? Á að skamma aðila B? Á að taka aðila A út úr myndinni svo að enginn aðili B eða C geti tekið afstöðu?

Afsakið orðbragðið, en það á ekki að skipta neinu andskotans máli hvað eitthvað kostar eða hvaða kjör eru almennt í boði á meðan allir geta valið af fúsum og frjálsum vilja að taka tilboði eða sleppa því. Eini fyrirvarinn er að enginn hafi verið beittur ofbeldi eða að skattgreiðendur séu látnir fjármagna kostina, eða séu notaðir til að halda kostum fjarri.

Það er orðið erfiðara og erfiðara að finna áhugaverðar fréttir á mbl.is - þetta er fley sem er að sökkva sjálfu sér. 

Kæra Morgunblað, líttu í spegil!


mbl.is Tjöld til leigu á Airbnb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir. Er þetta ekki bara Eyþór Arnalds, sem er víst orðinn einn af stóreigendum Moggans?

Maðurinn Eyþór Arnalds sem var tekinn fullur á keyrslu, og ekkert dómadagsmál í sjálfu sér. Öll gerum við alls konar mistök í lífsvegferðinni, og verðum að takast á við afleiðingarnar.

Dómadagsmál þessa fyrri tíma afbrotaferlis hans Eyþórs Arnalds (nýjasta Moggaeiganda) var og er það, að hann reyndi að kenna konunni sinni þáverandi um að hafa verið undir stýri á tilteknum afbrotsins tímapunkti.

Að kenna öðrum um sínar eigin vitleysis ófarir er óverjandi aumingjanna vorkunnverðra varnarbragð!

Enn merkilegast er þó að maður með slíka fortíð fái að virka sem verðugur eigandi að einu stærsta og rótfastasta tímariti Íslands? Maðurinn Eyþór Arnalds er ekki í grunninn slæmur, en heimsveldis-planistar eru meira en slæmir. Þeir eru alheimsheimsins misnotandi og hættulegastir.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.7.2017 kl. 22:24

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mbl.is er ekki lengur marktækur fréttamiðill. Frekar svona einhverskonar "séð og heyrt" kjaftæði. Illa snaraðar fréttir af erlendum miðlum og ömurleg efnistök og fréttamat. Er það frétt að Sarah Jessica Parker hafi áhyggjur af appelsínuhúð á rassgatinu á sér, eða einhver leigi tjald við Seljalandsfoss á x krónur á dag? Er ekki kominn tími til að breyta um nafn á þessum miðli? Slúður, slangur og kjaftavaðall gæti passað.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2017 kl. 01:51

3 identicon

Er ekki einhver Ísraeli orðinn aðal eigandi Moggans, eða var það Eimskip sem þeir keyptu?  Eitthvað rámar mig í að Soros, eða einhver svipaður stæði að baki ... sem skýrir hvernig Morgunblaðið, sem einu sinni var anis gott fréttablað, hefur breist í sorp rit.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 07:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvað eigendur Moggans hafa mikil afskipti af daglegum rekstri. Mig grunar að það séu blaðamennirnir sjálfir sem velji að fylla blaðið af allskyns froðu. Eigendurnir eru vonandi að fylgjast með og grípa í taumana. 

Geir Ágústsson, 7.7.2017 kl. 11:09

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skil ekki alveg þetta þus. Fréttin er ekkert að setja efnið í eitthvað neikvætt ljós, heldur einfaldlega að segja frá nýstarlegri þjónustu. Fréttin hefur vakið töluverða athygli, svo það eitt og sér bendir til að efnið þyki fréttnæmt.

Skeggi Skaftason, 7.7.2017 kl. 11:49

6 Smámynd: Geir Ágústsson

 "Hægt er að leigja tjald á tjaldsvæðinu Hamrag­arði við Selja­lands­foss fyr­ir tæp­ar 14.000 krón­ur nótt­ina. ... Nótt­in á tjaldsvæðinu án tjalds og þjón­ustu kost­ar 1.300 krón­ur fyr­ir full­orðinn ein­stak­ling."

"Ekki er að finna rekstr­ar­leyfi fyr­ir gist­ingarplássið á skrá sýslu­manns og hvorki bygg­ing­ar­full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins né leyf­is­veit­ingamaður þess kann­ast við slíka um­sókn."

"Ant­on Kári Hall­dórs­son, bygg­ing­ar­full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins, kann­ast ekki við leig­una en seg­ir að til þess að bjóða upp á slíka gist­ingu þurfi lík­lega rekstr­ar­leyfi og ekki hafi verið sótt um slíkt."

Hér er mikið gert til að reyna gera þessa útleigu tortryggilega. Blaðamaður hefur líka rosalega mikinn áhuga á allskyns opinberum leyfum og framkvæmir hér einskonar einkaspæjaravinnu fyrir ríkisvaldið sem endar að sjálfsögðu á því að einhver telji að það þurfi leyfi. 

Geir Ágústsson, 7.7.2017 kl. 12:26

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð ábending - Íslendingar eru orðnir svo samofnir ríkisvaldinu að þeir gera ekki lengur greinarmun á ríki og einka. Sífelldar fréttir af okursamlokum eru orðnar leiðigjarnar. Ef menn kjósa að verðleggja sig út af markaðnum þá bara gera þeir það. Fólk velur hvort það kaupir eða ekki. Bónus er út um allt land svo það þarf enginn að svelta. Fréttirnar af okrinu eru bara til að fá útrás fyrir eigin hneykslun.

Ég vildi líka gjarnan sjá minna af forræðishyggjufréttum í Mogganum.

Ragnhildur Kolka, 7.7.2017 kl. 13:57

8 identicon

Rétt Geir, en vandamálið er af hverju hefur moggin ráðið þessa "sorp" rits fréttamenn.  Vonandi grípa eigendurnir í taumana og leiðrétta þetta rugl, sama hverjir þeir eru ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 19:31

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er ég búinn að sækja um hlutastarf hjá Mogganum og bjóða fram krafta mína. Sjáum hvað setur. 

Geir Ágústsson, 7.7.2017 kl. 22:00

10 identicon

Það er auðvitað frétt að það kosti 10.000 að leigja tjald í sólarhring.

Fréttin veldur hneykslan almennings og setur þrýsting á leigusalann. Hann hefur val um að lækka verðið eða fá á sig ónorð. Auk þess vekur fréttin athygli á að þarna sé eftir einhverju að slægjast fyrir aðra. Með auknu framboði á tjöldum til leigu hlýtur verðið að lækka. Þannig getur fréttin haft jákvæð áhrif. En auðvitað er svona frétt eitur í beinum frjálshyggjumanna sem hugsa fyrst og fremst um gróðamöguleika útvaldra.

Það er skrítin frjálshyggja ef ekki má upplýsa um stöðu mála á markaðnum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 10:50

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Bara að þú styðjir við það hvernig fjölmiðill reynir að gera aðila í rekstri tortryggilegan er vísbending um að það séu annarlegir öfundarhvatar á bak við fréttina. 

Kannski er 14 þús á nóttina bara smápeningur. Rekstraraðilinn þarf jú að finna tjaldstæði, kaupa tjald, setja upp tjald, kaupa vindsængur, halda öllu hreinu og að loknu tímabili að taka allt niður og eyða geymsluplássi undir það. 

Ferðamenn sem velja þennan kost eru að velja hann umfram marga aðra kosti, t.d.


- Að sleppa því að ferðast 

- Gista á hóteli

- Gista í Airbnb-húsnæði

- Kaupa sitt eigið tjald, setja upp og taka niður

Síðan má alveg fara að slaka á þessari ástríðu Íslendinga fyrir opinberum leyfisveitingum. Bráðum þurfa Íslendingar að fara sækja um leyfi til að skeina sér.

Geir Ágústsson, 8.7.2017 kl. 13:30

12 identicon

Geir, ekki snúa út úr.

Hvort einhver er gerður tortryggilegur í fréttinni skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að það er vakin athygli á okri sem væntanlega þrífst vegna skorts á samkeppni. Með því að benda á það bjóða fleiri sömu þjónustu þannig að samkeppnin eykst og verð lækkar.

Viltu leyna upplýsingum til að koma í veg fyrir samkeppni og halda verði háu? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband