Miðvikudagur, 28. júní 2017
Þegar ríkisvaldið færir glæpamönnum gjafir
Kemur einhverjum á óvart að vændissala hafi aukist á Íslandi undanfarin ár?
Við þessu höfðu margir varað. Hin svokallaða sænska leið, þar sem sala vændis er lögleg en kaupin ekki, höfðu sömu afleiðingar í Svíþjóð. Vændið jókst en varð um leið ósýnilegra enda viðskiptavinirnir feimnari en áður.
Nú þarf að fara aðra leið - köllum það þýsku leiðina - þar sem vændi er meðhöndlað af löggjöfinni eins og hver önnur starfsgrein og er gerð að fullu lögleg og sýnileg.
En ætli það verði raunin í landi púrítananna? Nei ætli það.
Í stað þess að gera fleiri hluti löglega á ríkisvaldið það til að fjölga þeim sem eru ólöglegir, líka svokallaðir fórnarlambalausir glæpir. Alvöruglæpamenn fagna því auðvitað. Þeir geta þá aukið vöruúrval sitt. Sá sem er að kaupa landabrúsa eða jónu getur á sama stað keypt sér kynlífsþjónustu, aðgang að fjárhættuspili og kókaín. Kannski vöruúrvalið muni aukast enn meira á næstunni með hertum reglum á rafsígarettur og hækkandi verði á tóbaki.
Ríkið ætti kannski að taka málið enn lengra og banna bjórinn aftur. Glæpamennirnir - þessir sem beita handrukkurum og hóta fólki með ofbeldi - yrðu eflaust mjög ánægðir með það. Ríkið myndi þá smala enn fleirum inn í leynilegar neðanjarðarverslanir þar sem er hægt að koma unglingsstúlkum í heróínfíkn og þröngva þeim út í líf innbrotsþjófsins þegar skuldin er orðin of mikil.
Sprenging í vændi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er vert að spyrja sig hvort það séu þessir
venjulegu glæpamenn - þessir sem beita handrukkurum og hóta fólki með ofbeldi - eða ríkisvaldið sjálft sem hefur valdið meiri skaða á fólki undanfarin árþúsund.
Hverjir voru það annars sem slátruðu hundruðir milljóna af sínum eigin þegnum á 20. öldinni? Það voru ekki venjulegir handrukkarar, ef ég man rétt.
Það er enginn grundvallar eðlismunur á því að slátra fólki og að banna þeim að stunda kynmök gegn greiðslu. Hvoru tveggja er ofbeldi. Það er bara stigsmunur þar á.
SR (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:58
SR,
Það þar að eiga sér stað hugarfarsbreyting og/eða vakning hvað varðar siðferðismál, svo og betra eftirlit.
En það er rétt hjá þér að spyrja varðandi, "hvort það séu þessir venjulegu glæpamenn - þessir sem beita handrukkurum og hóta fólki með ofbeldi"..osfrv. En það er hugsanlegt að erlend mafía sé á bakvið þetta allt saman hér á landi, eins og þekkist víða erlendis.
KV.
WORLD WIDE WHITE SLAVE TRADE CENTERED IN ISRAEL...
Jews caught operating White sex slavery ring in Israel – The Realist ...
Sex Slavery – The Growing Trade in Israel | The Ugly Truth
Astonishing Israeli Profits From White Sex Slavery - Jeff Rense
The Jewish Mafia and White sex slave trade in 2014
Human Trafficking in Israel
Will Men Stand Up Against the Sex Slave Trade in Israel? | HuffPost
WORLD WIDE WHITE SLAVE TRADE CENTRED IN ISRAEL ...
Sex Slavery - The Growing Trade in Israel - The Venus Project ...
Jews' traffick in white sex slaves escalating - Gazeta Warszawska
Thousands of slaves in Israel, global study finds
Jews and the pornography industry
Israel Cracking Down on Human Sex Slave Trade for Fear of losing ...
Jewish Pimps and Shiksa Prostitutes — the Jewish Role in White ...
How the Sex Trade Becomes a Slave Trade: The Trafficking of
Sex slavery and Israel's failure to fight the growing trade | Global ...
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 14:12
Það er mikilvægt að gera greinarmun á þrældómi af þessu
tagi (að sjálfsögðu á að handtaka þrælahaldarana og senda þá í fangelsi ef ekki í rafmagnsstólinn) og fólk sem af fúsum og frjálsum vilja selur aðgang að sínum eigin líkama.
Það er synd að menn skuli alltaf setja svona hluti undir sama hattinn.
SR (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 16:32
Mæltu heilastur Geir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.6.2017 kl. 17:30
SR.
"...Það er synd að menn skuli alltaf setja svona hluti undir sama hattinn..."
Eins og segir þarna, þá er það hugsanlegt að erlend mafía sé á bakvið þetta er heldur utan um hluta af þessari starfsemi hér á landi.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 19:50
Ég er sammála þér, GÁ. Fólk á að ráða yfir eigin líkama, og gera á glæpamönnum sem hneppa aðra í þrældóm eins erfitt fyrir og hægt er.
Mér finnst það alverlegt brot á mannréttindum að leyfa fólki ekki að ráða sínum eigin líkama.
Ég held reyndar að réttara sé að kalla Ísland land barnanna en land púrítanana.
Hörður Þórðarson, 28.6.2017 kl. 20:14
Aukning vændis hefur ekkert með sænsku leiðina að gera. Ástæðan er gífurleg aukning ferðamanna og offramboð á vændi í Danmörku og víðar.
Að sjálfsögðu er full ástæða til að bregðast hart við þeim sem stunda mansal. En við erum með óskaríkisstjórn fyrir skipulögð glæpasamtök og þess vegna er ekkert gert í málinu. Lögreglan fær ekki fé til málaflokksins og nauðsynlegar lagabreytingar eru látnar sitja á hakanum.
Að við séum eina þjóð Vestur- og Norðurevrópu sem lendum í öðrum flokki varðandi frammistöðu stjórnvalda í mansalsmálum sýnir ásamt svo mörgu öðru vanrækslu spilltra stjórnvalda.
Að gera kaup á vændi frjáls myndi aðeins auka vandann og bæta gífurlega hag þeirra glæpasamtaka sem gera út á mansal.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 08:31
"Að gera kaup á vændi frjáls myndi aðeins auka vandann
og bæta gífurlega hag þeirra glæpasamtaka sem gera út á mansal."
Ég er ósammála. Af hverju gilti ekki hið sama um áfengi? Margir sögðu án efa árið 1933 í Bandaríkjunum: "Að gera kaup á áfengi frjáls myndi aðeins auka vandann og bæta gífurlega hag Al Capone og annarra sem framleiða og selja áfengi."
Það er ekki svona sem hlutirnir virka. Geir hefur útskýrt mjög vel hvernig það að gera hluti sem eftirspurn er eftir ólöglega eykur glæpastarfsemi í kringum þá á svarta markaðinum.
SR (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 08:41
Að sjálfsögðu mundi eftirspurn eftir vændi aukast ef kaup á vændi yrðu gerð lögleg. Þá þarf ekki lengur að óttast að hljóta dóm og komast á sakaskrá sem getur haft alvarlegar afleiðingar.
Til sannindamerkis um þetta er vændi miklu algengara en hér þar sem það er löglegt eins og td í Danmörku. Mansal mun aukast í réttu hlutfalli við umfang vændis enda er sala á vændi ekki ólögleg í dag.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 15:13
Vændi og mansal eru ólíkir hlutir. Það er hægt að hafa vændi
löglegt á sama tíma og hart er tekið á mansali. Þar að auki er kaup á vændi, þar sem seljandinn selur líkama sinn af fúsum og frjálsum vilja, allt annað en mansal.
"...vændi miklu algengara..."
Sem frjálshyggjumann skiptir vændi sem slíkt mig engu máli (enda skipti ég mig ekki af því hvað menn gera við sína eigin líkama), nema í þeim tilfellum þar sem um mansal er að ræða.
Það hjálpar engum að setja ólíka hluti undir sama hatt.
Finnst þér að banna eigi vændissölu eða vændiskaup, jafnvel þótt ekki sé um mansal að ræða?
Hér er sama spurning umorðuð: Jón vill borga vinkonu vinar síns fyrir að hafa samfarir með mér. Hún samþykkir það. Samfarirnar og greiðslan eiga sér stað. Finnst þér að Jón eigi að vera sektaður eða sendur í fangelsi ef hann greiðir ekki sektina?
SR (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 16:34
Það skal nefnast hér í framhjáhlaupi að í Þýskalandi eru vændiskonur með eigin hagsmunasamtök sem berjast fyrir öryggi og traustum lagaramma fyrir skjólstæðinga sína og framfylgja ýmsum reglum um heilbrigði og löglega starfshætti.
Markmið yfirvalda ætti að vera að gera eins mikið og hægt er löglegt (og raunar bara draga mörkin við ofbeldi og eignaspjöll, eða hótanir um slíkt).
Geir Ágústsson, 29.6.2017 kl. 20:02
Því má bæta við að þessar vændiskonur sem þú talar um borga skatta - eitthvað sem ætti að hljóma vel í eyrum margs skattpíningarmannsins :)
SR (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.