Stríð eru sterar ríkisvaldsins

Þessi misserin er víða verið að setja lög sem auka heimildir ríkisvaldins til að njósna, fangelsa, yfirheyra, ákæra og að öðru leyti gera það sem það vill.

Þetta er að hluta til gert sem viðbragð við meintri ógn af hryðjuverkamönnum.

Nú er ég enginn öryggissérfræðingur en ég er fullur efasemda um ágæti svona löggjafar. Stríð eru sterar ríkisvaldsins. Með því að hefja stríð gegn einhverju, t.d. hryðjuverkum eða eyðimerkurbúum Miðausturlanda, er hægt að þenja út valdheimildir ríkisins. Slíkum valdheimildum þarf svo vitaskuld að fylgja fjárheimildir svo skattar fá líka að hækka.

Stríð eru samt ekki einu sterar ríkisvaldsins. Í Bandaríkjunum tala frjálshyggjumenn gjarnan um "the welware/warfare state" - ríkisvaldið sem stækkar af tveimur ástæðum: Til að heyja stríð, og til að fjölga skjólstæðingum velferðarkerfisins. Velferðarkerfið er líka sterasprauta fyrir hið opinbera.

Því hvað gerist þegar þú þenur velferðarkerfið út? Þú býrð til flókið kerfi þar sem allir eru einhvern veginn bæði að greiða mikið í skatt og þiggja mikið af bótum og styrkjum af ýmsu tagi. Hvers konar freistingar býr slíkt sambland til? Jú, þær að borga eins lítið í skatt og hægt er, og þiggja eins mikið af bótum og hægt er. Það þarf því að reisa umsvifamikið eftirlitsapparat til að fylgjast með fólki, láta það telja fram minnstu upphæðir og gefa nágrönnum möguleika á að fletta manni upp í þar til gerðum skrám til að bera saman lífsstíl og uppgefnar tekjur.

Ríkisvaldið á sér margar klappstýrur sem fagna hverri útþenslu þess, hvort sem það er í nafni stríðsreksturs eða velferðarkerfis (eða bæði). Höfum það á hreinu að ásetningurinn er ekki einhver einlæg manngæska. Ekki eru talsmenn íþyngjandi og umsvifamikils ríkisreksturs að biðja um að tekjur Íslendinga jafnist niður að tekjum Afríkubúa eða að tekjur þeirra sjálfra jafnist niður að tekjum þeirra tekjulægstu. Nei, ásetningurinn er að jafna hæstu tekjur að tekjum jafnaðarmannanna sjálfra. Jafnaðarmenn sofa ekki rólegir vitandi af einhverjum sem hefur tekist að nurla saman í stærri sjóð en þeir eiga sjálfir. 


mbl.is Umdeild lög samþykkt í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The degree of civilization in a society can be judged by entering its prisons."

Þar af leiðandi, er hægt að dæma aðgerðir ríkisvaldsins til að auka heimildir um að njósna um borgarana.  Sem bein tilhneiging til að heimila ríkisvaldinu að setja "glæpamaður" á enni borgarans í auknum mæli.  Þar af leiðandi, er hægt ad dæma ríkisvaldið sem svo gerir ... sem glæpasamfélag, eða spillingar samfélag.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 07:31

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

" meintri ógn af hryðjuverkamönnum." Miðað við atburði síðustu 2 ára er þetta afskaplega grunnhyggið orðaval Geir.

Pétur Kristinsson, 21.6.2017 kl. 08:27

3 identicon

Pétur Kristinsson, þér finns sem sagt að af því að fólk frá mið-austurlöndum kemur og drepur fólk, sprengir sig í loft upp.  Þá eigi að hefta frelsi og för Íslendinga.

Þú ættir sjálfur, að vanda valið á orðum þínum aðeins betur ... ætli sé ekki nær, að standa vörð um landamæri landsins og verja það gegn inngöngu slíks fólks, en að hefta för þeirra og frelsi, sem ekkert hafa af sér gert.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 12:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú verða menn bara að átta sig á því að Vesturlönd hafa sprengt Miðausturlönd sundur og saman seinustu áratugi og ættu kannski að hætta því ef menn vilja stöðva hefndarárásir. Auðvitað réttlætir ekki ein árás aðra en það er óþarfi að gera sig viljandi að blóraböggli fyrir heimatilbúin vandamál annarra heimshluta. 

Þetta meinta stríð gegn hryðjuverkum getur aldrei endað öðruvísi en með því að allir aðilar tapa. 

Hið sama gildir um stríðið gegn eiturlyfjum. Það ber að jarða. Megi þeir sem vilja troða í sig þeim efnum sem þeir vilja og þeir sem framleiða og selja gera það án þess að vera hundeltir af lögreglu og her.

Í Bandaríkjunum hefur líka verið stríð gegn fátækt í nokkra áratugi en um leið hefur fátækt staðið í stað, ólíkt því sem átti sér stað áratugina fyrir það stríð þegar fátækt var á undanhaldi.

Stríð ala af sér átök, er það ekki lexían?

Geir Ágústsson, 21.6.2017 kl. 15:46

5 identicon

Geir, innrás Asíu- og Afríkubúa eru ekki hefndaraðgerðir fyrir innrásir í Írak og Afghanistan, heldur skipulögð yfirtaka islamista á Evrópu og Norður-Ameríku, sem vinna að því að koma á þessum andstyggilegu sharia-lögum á hvarvetna.

Innrás villimannanna inn í Evrópu sem hefur verið gerð kleift með hugleysi og velvilja leiðtoga Vesturlanda er öll skv. Kalergi-áætluninni. Þótt ekki hefði verið ráðist inn í Iraq og Afghanistan og þótt Vetsturlönd hefðu ekki látið koma Gaddafi og Saddam fyrir kattarnef og hefðu ekki komið ISIS/ISIL á fót með aðstoð Saudi-Araba, þá hefðu villimennirnir samt komið, það gerðist bara nokkrum árum fyrr en ella. Hryðjuverkin eru hluti af Jihad, sem allir múslímar eru skyldaðir til að styðja.

Átyllan fyrir innrásinni voru flóttamenn sem voru að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi og Lýbíu. Vandamálið var bara að engir í innrásarliðinu voru flóttamenn, þeir voru ekki að flýja neitt, enda fæstir af þeim frá Sýrlandi. Þeir sem urðu mest á barðinu á stríðsátökunum, konur og börn urðu eftir í Sýrlandi og komast hvorki lönd né leið. Þeir einu sem eru að berjast skilvirknislega gegn ISIS eru Kúrdarnir. Þess vegna hatar islamistinn Erdogan Kúrdana.

Varðandi Japan, þá mega Japanir eiga það að þeir eru tilbúnir að verja japanska menningu og japanska borgara með því að takmarka innflutning á múslímum. T.d. hef ég lesið, að múslímar fái aldrei ríkisborgararétt í Japan. Og fyrir það eru þeir aðdáunarverðir. Engir múslímar => engin hryðjuverk. Til samanburðar eru Evrópa og Canada, sem eru að sligast undan Islam, sem vel að merkja er ekki trúarbrögð friðar, heldur illskeytt hugmyndafræði mismununar og ofbeldis.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 20:51

6 identicon

Að skella skuldinni á útlendinga, er litið annað en kjánaskapur.

Í fyrsta lagi, ef svo væri að þetta væri "innrásarlið" ... er þá ekki hægast að loka landamærunum.  En í stað þess að loka landamærunum, þá er lögreglunni gefið aukið vald að fylgjast með þér. SÅPO är orðið að Gestapo, sagt í stuttu máli. Á sama tíma, eru löggjafir sem veita þessum "öfgasinnum" sem þú ert að tala um, Pétur, aukna vernd ríkisvaldsins.

Islam, er "afsökun" yfirvalda að setja á lögregluríki hvarvetna.  9/11, var yfirskin fyrir Bandarísk yfirvöld, að setja "heimsvaldastefnu" sína í framkvæmd.

Islam, hefur ALDREI i sögu þess, átt jafn auðvelt um vik í Evrópu og nú ... og bara það eitt, stangast algerlega á við þessar upplýsingar þínar, Pétur D.

Vadamálið, er ekki mið-austurlandabúar ... heldur "goða fólkið" á meðal okkar sjálfra.  TIl Dæmis hefði þessi ofsafengna ofbeldisbylgja aldrei riðið yfir Evrópu, ef Merkel hefði ekki opnað dyrnar fyrir því. Og hún er ekkert ein um það.

Hættu að líta út á við, og sjáðu óvini þína sem eru mitt á meðal okkar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 21:46

7 identicon

Bjarne, ég er alveg sammála þér. Innri óvinir (svikarar) eru erfiðir viðureignar. Evrópubúar þurfa ekki aðeins að glíma við islamska hryðjuverkamenn, heldur einnig vinstraliðið sem syðja þá svo og stjórnmálaelítuna, sem hafa gert hryðjuverkin möguleg.

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband