Stjórnmálamenn eyða fé annarra til að laga eigið klúður

Höfum eitt á hreinu:

Svokallað ójafnvægi á húsnæðismarkaði í Reykjavík er heimatilbúið, reykvískt vandamál. Sama vandamál er ekki að finna í nærri því sama mæli í öðrum sveitarfélögum jafnvel þótt þar sé minna landrými til að byggja á og straumur fólks liggi þangað úr skattpíningunni í höfuðborginni.

Núna ætlar ríkisstjórnin að koma borgarstjóra út úr klípunni sem hann hefur sjálfur hannað. Skattgreiðendur geta gert ráð fyrir að þurfa borga brúsann. Borgarstjóri, sem mætir bara í viðtöl þegar hann getur sagt frá einhverju sem er ekki vandræðalegt fyrir hann, fær myndir af sér í fjölmiðla.

Kosningabaráttan á sveitastjórnarstigi er hafin á fullu og útsvarsgreiðendur fá því að finna rækilega fyrir útgjaldagleðinni á næstu mánuðum, sérstaklega þar sem allt er nú þegar í ólestri eins og í Reykjavík. 


mbl.is Ríkislóðum verði komið í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandinn stafar einkum af að erlendir ferðamenn taka yfir íbúðir sem íbúar borgarinnar bjuggu í áður.

Ég er hræddur um að borgarstjórn geti ekki skreytt sig með heiðrinum af gífurlegri aukningu ferðamanna til landsins. En kannski á borgarstjórn einhvern þátt í að Reykjavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins.

Furðulegt að amast yfir skrefi til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks í Reykjavík. Ertu hræddur um að þín eigin eign eða eignir eigi eftir að falla í verði og nálgast eðlilegt verð? Lóðarúthlutun fylgja tekjur og því engin hætta á að "skattgreiðendur borgi brúsann".

Það er ótrúlega aumt lið sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á í borgarstjórn. Þau eru á móti öllum framförum og vilja ganga gegn vilja meirihluta borgarbúa. Þau vilja jafnvel ógilda samninga við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 13:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er athyglisverður punktur í máli þínu: Reykjavík var óviðbúin ferðamannastraumnum og gerði líklega ráð fyrir að 10 ára gömul Excel-skjöl um húsnæðisframboð dygðu endalaust. Nú fyrir utan að misskilja alveg óskir venjulegs fólks um að vilja búa rúmgott og í staðinn sætta sig við að vera ekki alveg ofan í miðborginni.

Annars virðast þessir blessuðu ferðamenn eilíft vera að raska áætlunum.

Þeir vilja búa í miðborginni og kaupa uppstoppaða lunda. Það má hins vegar ekki hýsa þá í einkahúsnæði né byggja meira af hótelum, og lundabúðirnar eru að sögn margra orðnar of margar. 

Þeir vilja eyða fé á kaffihúsum, veitingastöðum og börum, en slíkir staðir eru víst orðin hlutfallslega of mörg prósent miðað við skipulagsteikningarnar í ráðhúsinu.

Þeir vilja komast leiðar sinnar í rútum og öðrum hópferðarbifreiðum til að komast út í náttúruna, en slíkar bifreiðar eru nánast bannfærðar í miðbænum núna.

Það mætti því segja að vinsældir Reykjavíkur sem ferðamannastaðar séu þrátt fyrir viðleitni borgaryfirvalda, en ekki vegna hennar. Borgaryfirvöld eru alveg úr takti við það sem er að gerast í húsnæðismálum og ferðamannamálum og uppteknari af einhverjum furðulegum gæluverkefnum. 

Það er sjálfsagt að verja getulaus borgaryfirvöld með ráðum og dáðum, en illa hægt með rökum. 

Geir Ágústsson, 4.6.2017 kl. 17:14

3 identicon

Að sjálfsögðu var borgin óviðbúin þessari gífurlegu aukningu í fjölda ferðamanna eins og allir aðrir. Fyrstu misserin eftir hrun var til nóg af lóðum auk þess sem mikill fjöldi húsa var í byggingu en enginn vildi klára.

Í ljósi þessa og þess að lóðaúthlutun hefur langan aðdraganda er ljóst að borgin hefur verið að standa sig mjög vel enda aldrei áður verið fleiri íbúðir í byggingu eins og núna og væntanlega næstu ár. Sérstaklega er hróss vert að leiguíbúðum er nú gert hærra undir höfði en áður.

Það er fyrst og fremst ríkið sem hagnast á fjölda ferðamanna. Þess vegna á það að leysa þann vanda meðal íbúa sem aukningin hefur í för með sér. Að vísu hafa núverandi stjórnvöld ekkert gert til að auka fjölda ferðamanna eða byggja upp innviði til að taka vel á móti þeim.

Hins vegar hófst þessi þróun eftir átak vinstri stjórnarinnar "Inspired by Iceland". Árangurinn hefur orðið miklu meiri en nokkurn gat órað fyrir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2017 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband