En hvernig á þá að fjármagna óráðsíuna?

Það liggur fyrir að rekstur Reykjavíkurborgar er í molum. Borgin hækkar og hækkar skatta en ekkert dugir til að hægja á skuldsetningunni og fjármagna öll gæluverkefnin.

Þegar skattahækkanir duga ekki er gripið til þess ráðs að finna upp nýja skatta. Nú er víst búið að úrskurða einn slíkan ólögmætan. Það mun samt engu breyta. Borgaryfirvöld finna bara upp á einhverju öðru. 

Kannski væri hægt að setja upp aðgangshlið við alla skóla sem nemendur þurfa að setja smápeninga í til að opna. Það mætti kalla það ræstingargjald eða rekstrargjald vegna viðhalds og kyndingar á húsnæði sveitarfélagsins.

Svo mætti setja á sérstakt verndargjald að hætti mafíunnar sem óvinsæl fyrirtæki þurfa að borga til að vera ekki beint eða óbeint hent út úr borginni.

Síðan er auðvitað bara hægt að safna skuldum. Þegar kjósendur fá nóg kjósa þeir Sjálfstæðisflokkinn í eitt eða tvö kjörtímabil sem tekur að sér að greiða niður skuldirnar og létta aðeins á skattbyrðinni. Vinstrimenn geta svo tekið við aftur og byrjað að sóa fé.

Kjósendur í Reykjavík eru ólíkir þeim í nágrannasveitarfélögunum, sem hafa flestir áttað sig á því að það er ekki góð hugmynd að hleypa vinstrimönnum í stjórn sveitarfélags. Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera fullkominn en þar virðast menn samt skilja einföldustu grunnatriði heimilisbókhaldsgerðar.


mbl.is Innviðagjaldið ólögmætt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður Geir! :) það má kannski við bæta að í landsmálunum var þetta litlu skárra, menn vildu klína icesave skuldinni á almenning, það er reyndar á miklu stærri skala en samt sem áður hvílir á sama grunnmeininu

einar (IP-tala skráð) 26.5.2017 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband