Þriðjudagur, 16. maí 2017
Óvinsæl umræðuefni á Íslandi
Íslendingar eru bölvaðar teprur, svo það sé sagt hreint út. Í Danmörku þar sem ég bý er vissulega tepruskapur líka en af miklu vægari tegund.
Á Íslandi má helst ekki tala um ástæður þess að kynsjúkdómar herja nú á samkynhneigða sem aldrei fyrr. Það má a.m.k. ekki gefa það til kynna að á meðal margra samkynhneigðra ríkir afslappað viðhorf til óvarins kynlífs.
Það er ekki óhætt að selja bækurnar Tinni í Kongó og Tíu litlir negrastrákar.
Það er ekki óhætt halda fyrirlestur um það sem stendur í raun og veru í Kóraninum, í öllu sínu fulla og óskerta samhengi.
Í Danmörku hafa um árabil verið spilaðar auglýsingar um hluti sem konur skilja ekki (við tungutak íþróttaáhugamanna). Væri þorandi að spila svipaðar auglýsingar á Íslandi? Ég sá líka auglýsingu um daginn þar sem tvær konur voru í koddaslag á nærfötunum. Eitthvað segðu femínistarnir á Íslandi við að sjá slíkt!
Það má ekki sýna allan löglegan neysluvarning í verslunum (tóbak), eða selja allan löglegan neysluvarning í hvaða verslun sem er (áfengi), og hvað þá segja neytendum frá honum (auglýsingar)!
Á Íslandi má segja fullorðnu fólki hvenær það á að fara sofa.
Það má ekki segja að konur almennt sækist í starfsöryggi í skiptum fyrir lægri laun umfram karla sem sæki frekar í áhættu í von um hærri tekjur.
Allir sem hafa einhvers konar hneigð eða áráttu skulu fá sín eigin hagsmunasamtök þar sem það er predikað allan daginn að hvítir, miðaldra karlmenn séu fordómafull svín sem ráði öllu og kúgi aðra.
Það má helst ekki tala um þann hóp fólks sem ferðast um langan veg til að komast á spenann í einhverju velferðarkerfinu í Evrópu. Nei, allt er þetta fólk sárþjáðir flóttamenn sem vill læra tungumálið og aðlagast samfélaginu, þó með þeirri undantekningu að það vill innleiða sharia-löggjöfina ef það kemst í meirihluta einhvers staðar.
En já, svona er það. Íslendingar virðast telja að opinská og beinskeytt umræða sé af hinu slæma og að óvinsælar skoðanir hverfi við það eitt að vera úthrópaðar eða bannaðar með lögum. Íslendingar tala mikið um mikilvægi lýðræðis þar sem allir fá að kjósa stjórnmálamenn, en telja um leið að sömu stjórnmálamenn eigi eftir kjör að hafa vit fyrir öllum öðrum. Það má muna litlu að þessir alvitru stjórnmálamenn fái ekki hreinlega að tilnefna sjálfa sig sem stjórnmálamenn svona miðað við það hvað þeir telja almenning vera sjálfum sér hættulegur.
Telur að eitrað hafi verið fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Athugasemdir
Margt hér er hrein snilld. Heilar þakkir, Geir, fyrir þína einurð, þitt hugrekki og þá fyrirmynd sem þú gefur mönnum hér að verða ekki partur af þegjandi, teprulegri meðvirkni með útbreiddum heigulshætti.
Jón Valur Jensson, 21.5.2017 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.