Miðvikudagur, 12. apríl 2017
Viðeigandi viðbrögð stjórnvalda
Stjórnvöld geta gert margt til að liðka fyrir þrengslum á húsnæðismarkaði.
Þau geta lækkað virðisaukaskatt á vinnu og varning.
Þau geta lækkað launaskatta.
Þau geta rýmkað byggingareglugerðina.
Þau geta minnkað völd sveitarfélaga til að standa í vegi fyrir framkvæmdum.
Þau geta rýmkað löggjöf um heimagistingu og lækkað skattheimtu á hana svo fleiri rými ónýtta aukaherbergið og komi þannig til móts við hina miklu eftirspurn.
Þau geta í stuttu málið komið sér úr veginum og leyft markaðslögmálunum að bregðast við því lúxusvandamáli sem of mikil velgengni er.
En í guðanna bænum, kæru yfirvöld, látið það eiga sig að fara út í sértækar aðgerðir, miðstýringu og áhættufjárfestingar með fé skattgreiðenda!
Stjórnvöld grípi inn í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.