Mánudagur, 10. apríl 2017
Umburðarlyndið er bara í eina átt
Umburðarlyndi Vesturlanda er gríðarlegt. Á Vesturlöndum geta samkynhneigðir stofnað fjölskyldu, það má gagnrýna yfirvöld og mótmæla friðsamlega þegar eitthvað bjátar á. Flóttamönnum er hleypt inn í stórum stíl. Trúfrelsi ríkir. Málfrelsi ríkir. Það er þá helst hinn pólitíski rétttrúnaður sem hamlar okkur, fyrir utan skattana auðvitað.
En umburðarlyndið er oft bara í eina átt. Margir flytjast til Vesturlanda án þess að hafa nokkurn áhuga á því sem þar fer fram. Margir fordæma jafnvel þau ríki sem hafa veitt þeim skjól frá ofsóknum, ofbeldi og kúgunum. Vesturlandabúar eru bara réttdræpir trúleysingjar.
En er þá ekki betur heima setið en af stað farið fyrir þessa einstaklinga sem fyrirlíta gestgjafa sinn? Nei. Mörg samtök úti í hinum stóra heimi hafa beinlínis eyðileggingu Vesturlanda á stefnuskrá sinni, en til vara að koma á einhverju allt öðru samfélagi en þar þrífst, og ein aðferð í vopnabúri þeirra er að senda herskáa eintaklinga inn í umburðarlyndu ríkin til að framkvæma þar voðaverk.
Ég efast um að trúarleg sannfæring leiki hér lykilhlutverki þótt trúarlegum yfirlýsingum sé bætt við þær um tortímingu hinna ótrúuðu. Miklu nær er um að ræða yfirvarp svipað því sem kommúnisminn og þjóðernissósíalisminn (nasisminn) veittu mönnum á sínum tíma. Menn með annarlegar hneigðir, minnimáttarkennd og skort á uppbyggilegum tilgangi í lífinu ganga inn í hið trúarlega yfirbragð og nota sem afsökun til að fá persónulega útrás fyrir ofbeldi og aðra glæpi. Friðsamt samfélag er ekkert sem þeir vilja. Nei, þeir vilja ganga um með vopn og skjóta á allt sem þeim líkar ekki við.
En er ekki hægt að kenna Vesturlöndum um þær ógöngur sem margir heimshlutar ganga í gegnum? Menn mega reyna en ég minni á að margir heimshlutar voru í ruglinu áður en Vesturlönd stigu þar fæti og margir heimshlutar eru það þótt Vesturlönd haldi sig alveg fjarri þeim. Fátækt og deilur eru yfirleitt heimatilbúin vandamál. Vesturlönd gera sig bara að blóraböggli með því að skipta sér af.
Múslímar eru ekki allir ofbeldishneigðir tuddar, en ef boðskapur trúarrita þeirra er tekinn bókstaflega má þar finna hvatningar til að drepa aðra af mörgum ástæðum, bæði trúaða og ótrúaða.
Ég hleypi aldrei fólki inn á heimili mitt sem hefur það beinlínis á stefnuskrá sinni að drepa mig.
Ég keyrði á trúleysingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég legg til að vesturlönd hætti að senda vopn til mið-austurlanda eða annarra stríðshrjáðra heimshluta og í stað hernaðaríhlutunar verði ráðist í það verkefni að afvopna þessa sömu heimshluta. Það leysir engan vanda að láta sprengjum rigna yfir þá heldur kyndir undir frekari ófriði.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2017 kl. 10:19
Það væri alveg rosalega góð byrjun. Að vísu yrðu þá eftir sveðjurnar, hnífarnir og annað slíkt en svoleiðis hefur það alltaf verið í þessum heimshluta og væri sjálfsagt ennþá ef olían hefði ekki fundist þarna.
Ég held að allir ættu að horfa á myndina Charlie Wilson's War til að sjá hvernig góður ásetningur getur fengið hörmulegar afleiðingar:
http://www.imdb.com/title/tt0472062/
Geir Ágústsson, 10.4.2017 kl. 11:30
Mér skilst að það hafi aðallega verið vestræn olíufyrirtæki sem hafi fjárfest í tækjabúnaðnum til að koma olíunni úr jörðinni á Miðausturlöndunum á fyrri hluta 20. aldarinnar, vegna þess að heimamenn höfðu enga hugmynd um hvernig ætti að gera það.
Svo komu auðvitað heimamenn síðar, riftu samningum við olíufyrirtækin og "þjóðnýttu" olíuna.
Að þessu leyti er svosem skiljanlegt að hinir og þessir aðilar vilji vernda sína hagsmuni á þessum slóðum. (En auðvitað er það svo allt önnur spurning hvort að það sé hlutverk bandaríska ríkisins að verja eignarétt bandarískra aðila erlendis.)
D (IP-tala skráð) 10.4.2017 kl. 15:57
Að ætla að afvopna Miðausturlönd og eða Afríku, er engan veginn raunhæft. Í fyrsta lagi krefðist það þvílíkrar hernaðaríhlutunar, að árásirnar í Afganistan, Írak, Líbýu og Sýrland, samanlagt, myndu líta út eins og fermingarveislur við hliðina á því.
Í öðru lagi, þá gildir hér lögmálið um framboð og eftirspurn. Eftirspurnin skapar framboðið. Þessi lönd munu útvega sér vopn, hvernig sem þau fara að því. Meðan það er ágirnd og illska í heiminum, munu einhverjir sækjast eftir vopnum og einhverjir munu framleiða þau.
Í þriðja lagi, ef við á Vesturlöndum viljum njóta réttarins til að hafa her til að verja okkur og í sumum tilfellum miklu stærri her en þyrfti til varna eigin lands, t.d. Bandaríkin, þá getum við ekki neitað öðrum löndum um þann sama rétt.
Theódór Norðkvist, 10.4.2017 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.