Laugardagur, 8. apríl 2017
Þrjú fyrirtæki á leið úr landi?
Fyrirtækjum sem ganga vel skila hagnaði, a.m.k. ef velgengnin nær lengra en í vasa fjárfesta. Eigendur þeirra greiða sér gjarnan arð. Sumir efnast. Og þá segir einhver (raunveruleg tilvitnun):
"Eins og reynsla hinna norðurlandanna sýnir fæst góðæri með aukinni skattheimtu hjá stórgróðafyrirtækjum, hátekju-og stóreignafólki og skynsamlegri nýtingu tekjuaukans til meiri jafnaðar."
Einnig:
"Það er örugglega gott að losna við suma [hátekjumenn] úr landi. Þeir mergsjúga þá síður íslenskan almenning á meðan."
Nú hafa þrjú íslensk fyrirtæki birst á lista yfir fyrirtæki sem vaxa hratt. Eigendur þeirra vonast væntanlega til að því fylgi fjárhagslegur ágóði, enda er mikið á sig lagt til að byggja upp arðbæran rekstur. En fari svo að þeim takist að efnast á hugmyndaauðgi, viðskiptaviti og útsjónarsemi þá mæta jafnaðarmennirnir með heygafflana og vilja rýja þá inn að skinni.
Eru þrjú fyrirtæki á leið úr landi?
Þrjú íslensk fyrirtæki vaxa hraðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þau eru ekki í einhverju sem verður vinsælt að stunda - eins og túristaiðnaðurinn er nú, þá gæti þetta flogið undir radar.
Mér skilst að Bónus hafi komist á legg þannig - enginn tók eftir þeim fyrr en þeir félagar voru orðnir alveg gríðarlega ríkir. Þá var of seint að koma þeim á hausinn. Fyrirtækið orðið alþjóðlegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.4.2017 kl. 23:52
Um að gera að setja 93 1/2 skatta á öll fyrirtæki sem græða, svo að það sé hægt að hækka laun þingmanna og ríkisstarfsmanna um 55% á næsta ári.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.4.2017 kl. 00:38
Eitthvað fylgjast menn illa með ef þeir halda að fyrirtæki séu að íhuga flutning úr landi vegna hárra skatta.
Skattar á fyrirtæki á Íslandi eru með því lægsta sem þekkist í þróuðum ríkjum. Fyrirtækjaskattar eru hér 20% en td 35-47% í Bandaríkjunum.
Það er að sjálfsögðu hin illræmda íslenska króna sem er sökudólgurinn. Lágir fyrirtækjaskattar mega sín lítils þegar krónan er í uppsveiflu eins og undanfarið.
Að sjálfsögðu er gott að losna við þá úr landi sem stuðla að hruni krónunnar og notfæra sér það með því að hirða eignir almennings á gjafverði. Það bætir bæði lífskjör og stuðlar að minni ójöfnuði.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.4.2017 kl. 09:00
Álögur á íslensk fyrirtæki eru svo miklar og flóknar í framkvæmd að sérstakir ráðgjafar geta gert sér mat úr því að greiða úr flækjunni.
En það er réttilega á það bent að ríkiseinokun á gjaldmiðlaútgáfu á Íslandi hefur sína ókosti.
Það er mótsögn fólgin í því að vilja bæta lífskjör og um leið auka jöfnuð.
Geir Ágústsson, 10.4.2017 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.