Ríkið gerir það sem aðrir mega ekki

Ríkisvaldið var að borga niður lán á tæplega 6% vöxtum með fé sem það átti og ávaxtaði á 0,5% vöxtum. Þetta hljómar mjög skynsamlega. Það er ekki mikið vit í að ávaxta fé á lágum vöxtum á einum stað þegar maður skuldar fé á háum vöxtum á öðrum stað.

En látum okkur sjá, eru Íslendingar ekki neyddir til að skulda á háum vöxtum en ávaxta á lágum?

Íslendingar vilja flestir eignast sitt eigið húsnæði. Það kostar mikið fé sem ber oft háa vexti. Um leið eru þeir skyldaðir til að leggja fé í lífeyrissjóð, og þar njóta þeir lágrar ávöxtunar og jafnvel neikvæðrar.

Íslendingar eru því upp til hópa neyddir til að skulda á háum vöxtum en um leið leggja fyrir á lágum vöxtum. Það er nú allur galdurinn á bak við skyldusparnað Íslendinga. Fyrir vikið er oft mjög hart í árinni hjá fólki á meðan skuldirnar á háu vöxtunum eru greiddar niður um leið og sjóður er myndaður á lágum vöxtum. Sjóður, sem að lokum mun ekki geta greitt út meira en sem nemur ellilífeyri ríkisins sem skattarnir alla starfsævina fóru í að fjármagna fyrir þá sem lögðu ekkert fyrir, hvorki í formi sparnaðar né fasteignakaupa. 


mbl.is Skuldir ríkissjóðs lækka um 4% af VLF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætt að lækka skuldir. Það er hins vegar léleg fréttamennska að geta í engu hve háar þær eru, sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir lækkunina.

Hins vegar er það galið að lækka virðisaukaskatt um 1.5% á sama tíma og allir innviðir eru að hruni komnir. Það virðist beinlínis vera stefna stjórnarinnar að rústa innviðunum og skapa grundvöll fyrir einkavæðingu á öllum sviðum. Svik á svik ofan er leiðin til þess.

Það er eitt af grundvallarlögmálum hagfræðinnar að hækka skuli skatta þegar vel gengur svo að hægt sé að lækka þá þegar illa árar. Slíkt samræmist hins vegar ekki markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það stefnir því í óefni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.4.2017 kl. 13:35

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvernig á að koma á góðæri nema gefa eftir í skattheimtu, a.m.k. góðæri sem endist lengur en tímabundnar sveiflur í hráefnaverði, tískustraumum ferðamanna og öðru slíku. Skattabreytingar sem hagsveiflujöfnunartæki hefur sjaldan gefist vel. 

En sem betur fer er eitthvað reynt að greiða niður skuldir. Það mun koma sér vel. 

Geir Ágústsson, 7.4.2017 kl. 06:31

3 identicon

Eins og reynsla hinna norðurlandanna sýnir fæst góðæri með aukinni skattheimtu hjá stórgróðafyrirtækjum, hátekju-og stóreignafólki og skynsamlegri nýtingu tekjuaukans til meiri jafnaðar. Auk þess þarf að tryggja betur rétt fólks til sómasamlegs lífs með lagasetningu, einnig að skandinavískri fyrirmynd. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 08:40

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Forsendan er þá væntanlega sú að fyrirtæki sem hagnast, fólk með háar tekjur og fólk með miklar eignir haldi áfram að þola skattheimtuna í stað þess að flýja land. Ég minni á að stofnandi IKEA býr í Sviss og hið sama gildir um marga aðra Norðurlandabúa, t.d. dönsku ellilífeyrisþegana. 

Geir Ágústsson, 7.4.2017 kl. 12:29

5 identicon

Það sýndi sig eftir hrun að hræðsluáróðurinn um landflótta vegna hærri skatta átti ekki við nein rök að styðjast. Reyndar var nokkur landflótti en það var af öðrum ástæðum.

Flestir hátekjumenn geta ekki gengið að jafn vel launuðum störfum erlendis auk þess sem ýmislegt fleira en skattar ráða hvar menn kjósa að búa. En auðvitað er alltaf einhver hreyfing á mönnum. Það er örugglega gott að losna við suma þeirra úr landi. Þeir mergsjúgaþá síður íslenskan almenning á meðan.

Kannski að það sé ein skýringin á mikilli velmegun í Svíþjóð að hrægammar hafa verið flæmdir úr landi. Við það næst td meiri jöfnuður.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 15:51

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Fer að þínu mati velmegun í Svíþjóð vaxandi, er hún stöðug eða fer hún hnignandi? Og þá í sjálfu sér og miðað við önnur ríki? Þér er tíðrætt um Svíþjóð svo ég er forvitinn. 

Geir Ágústsson, 7.4.2017 kl. 19:15

7 identicon

Skrýtið að segja mig vera tíðrætt um Svíþjóð þegar ég er að svara ummælum þínum um landflótta eiganda IKEA frá Svíþjóð vegna hárra skatta. Getur verið að landflótti hans og hans líka eigi þátt í mikilli velmegun í Svíþjóð?

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 12:12

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Svíþjóð hlýtur þá að vera í vandræðum núna því maðurinn flutti aftur þangað árið 2014 með allar sínar skatttekjur. 

Geir Ágústsson, 8.4.2017 kl. 15:07

9 Smámynd: Geir Ágústsson

En af hverju er jöfnuður svona mikilvægur fyrir þér?

Geir Ágústsson, 8.4.2017 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband