Miðvikudagur, 5. apríl 2017
Ríkisvæðing sjávarútvegsins heldur áfram
Sjávarútvegsráðherra vill hækka skatta á sjávarútveg og nota peningana í ríkisstyrkta markaðsherferð fyrir hann. Þetta gæti stuðlað að svokallaðri sátt að mati ráðherra.
Ekkert er fjarri lagi.
Dollaramerkin í augum þeirra sem vilja gera hagnað sjávarútvegsfyrirtækja upptækan dofna ekki við svona hundakúnstir. Þeir sem vilja þjóðnýta sjávarútveginn gefast ekki upp fyrr en það tekst eða þeim er svarað fullum hálsi.
Á sínum tíma var arðbært að reka póstþjónustu. Ríkisvaldið tók því yfir þann rekstur, gerði hann óarðbæran og lagði í rúst.
Núna á að gera það sama við sjávarútveginn. Sumir halda að hagnaður af sjávarútvegi sé eitthvað lögmál, að einhver innbyggð renta sé fólgin í að standa í útgerð, vinna afla og koma á markað. Svo er ekki eins og reynsla nær allra annarra ríkja í heiminum ber með sér, en engu að síður er höggvið í sjávarútveginn og því verður ekki hætt þar til hann fellur á hnén við fætur ríkisvaldsins, sem tekur svo af honum hausinn.
![]() |
Vill skapa sátt um sjávarútveginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.