Beint í atkvæðagreiðslu þings takk!

Svo virðist sem hið svokallaða áfengisfrumvarp standi mjög í samfélagsumræðunni og þingmönnum. Það er því brýnt að koma því sem fyrst í atkvæðagreiðslu í þinginu og fá úr því skorið hvar það stendur. Þannig má rýma dagskrá þingsins fyrir önnur og e.t.v. brýnni mál en hvort vestrænt fyrirkomulag áfengissölu eigi að ríkja á Íslandi eða ekki.

Mér sýnist því miður margir vilja fara aðra leið og þá að svæfa málið með pappírsflóði og nefndarvinnu. Með því móti er aldrei hægt að komast neitt áleiðis og þetta mál fer að taka óhóflega langan tíma.

Þingmenn hafa flestir ef ekki allir gert upp hug sinn, enda er þetta einfalt mál og auðvelt að skilja. Er eftir einhverju að bíða?

Þingmenn, er ekki ráð að rúlla þessu máli í gegn svo almenningur geti séð hvar þið standið?


mbl.is Opin fyrir því að laga frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband