Fimmtudagur, 16. mars 2017
Ríkissjóðahrunið er framundan
Síðan árið 2008 hafa menn ekki lært nokkurn skapaðan hlut og sama kerfið er nú við lýði og þá. Kerfið samanstendur af seðlabönkum með einokun á peningaútgáfu, og viðskiptabönkum sem sjá um að framleiða peningana. Bankarnir njóta um leið aðgangshindrana fyrir samkeppni (margar og íþyngjandi reglur), ætlaðrar eða raunverulegrar ríkisábyrgðar á starfsemi sinni og fá í raun að spenna á sig bæði axlabönd og setja á sig belti á kostnað viðskiptavina sinna.
Hið opinbera víða um heim hallar sér svo upp að þessu viðrini sem nútímaleg bankastarfsemi er og lánar eins og enginn sé morgundagurinn. Ríkissjóðir fjölmargra stórra hagkerfa eru í raun gjaldþrota en er haldið á floti með peningaprentun og fölsku trausti.
Það kemur að því að þetta traust hverfur og þá falla ríkissjóðir eins og dómínó-kubbar, hvern ofan á annan. Hið opinbera getur e.t.v. bjargað bönkum en hver getur bjargað ríkissjóðum Ítalíu, Frakklands, Brasilíu og Spánar frá gjaldþroti? Nú eða bandaríska alríkinu?
Það er e.t.v. ekkert skrýtið við að seðlabankamaður sjái ekkert að. En hvað með okkur hin?
Annað hrun ekki á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Athugasemdir
Rétt að minna á að Spánverjar eru að rétta úr kútnum með hagvöxt á borð við okkar, þótt illa hafi horft á köflum. Ítalía er tímasprengjan.
Margt hefur verið rætt um að taka "peningaprentun" úr hendi bankanna en lítið við hafst í því lykilvandamáli. Þetta er nokkuð sem verður að gerast og færa ríkinu vaaldið til þess alfarið.
Það er stór munur á okkar Seðlabanka og þeim Ameríska. Hér er seðlabankinn ríkisstofnun en í usa er hann í eigu fjármálaaflanna og svo valdamikill að hann hefur neitunarvald gagnvart ríkinu og ræður hvort hann heldur því upplýstu eða ekki og hleypir engum í bækur sínar. Það fyrirbrigði er í raun ein af grunnskilgreiningum á fasisma.
það sem bindur hendur seðlabankans hér í lykilmálum eins og bindiskyldu og og öðrum sjálfsögðum stjórntækjum er vera okkar í EES. Fjórfrelsið fína er jú hannað fyrir stórkapítalið og frumskógarlögmál í ríkisfjármálum einn hornsteina þess.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2017 kl. 12:11
Þetta er flókið mál auðvitað en það er einfalt að skilja að ríkiseinokun hér er ekki frábrugðin ríkiseinokun á öðru, þ.e. ríkið vill ráða og er tilbúið að gera ýmislegt svo þannig megi verða.
Einn fróðlegasti afkimi þessa völundarhúss eru svokallaðar Basel-reglur. Þar stinga bankarnir upp á löggjöf fyrir banka, sem ríkisstjórnir einstakra ríkja innleiða svo. Getur einhverjum dottið í hug að þetta sé með hagsmuni neytenda í húfi?
Geir Ágústsson, 16.3.2017 kl. 12:19
Eitt af því sem menn stregdu heit um eftir hrunið var að aðskilja þjonustustarfsemi og fjárfestingarstarfsemi bankanna svo almenningur færi ekki á hausinn með bönkunum ef þeir klikkuðu á spilafíkninni. Þeir eru þó enn með fjáfmuni almennings í spilakössum.
Frumvarp um þetta hefur legið sofandi upp í ráðuneyti í einhver átta ár, enda EES reglur sem standa að miklu leyti gegn því að þetta verði. Eitthvað hefur það þó komið upp í umræðunni undanfarið, en ég veðja á að það sé nákvæmlega sama lýðskrumið og annað er varðar reglur og hömlur á bankakerfið. Þar skiptir engu hvort vinstri eða hægri ræður.
Ríkið á megnið í bönkunum og arðurinn glepur það jafn mikið og hvern annan siðblindan bankamann. Þessvegna er lítill áhugi til að breyta þessu. Rikið græðir á tá og fingri og þá skiptir engu hvort fé er illa fengið eða með vafasömum hætti.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2017 kl. 12:23
Það er aiður frekar en undantekning að hagsmunaaðilar skrifi heilu frumvörpin sér í hag og sendi niður í þing til að láta nóta sína keyra þau í gegn. Yfirleytt er þyrlað upp einhverju moldviðri um orðalag og tímasetningar á skýrslum eða þaðan af ómerkilegra hjal á meðan þessu er laumað í gegn, eða þá að almenningi er seld hugmyndirn undir merkjum göfuglyndis og og kærleiks á litla manninum.
Gott dæmi nú síðast voru niðurfellingar tolla og vörugjalda, sem voru í orði fyrir litla manninn en á borði fyrir heildsalana, sem skrifuðu frumvarpið í turni koníaksklúbbsins í turni veralunarráðs. Álagning var komin að sársaukamörkum og samkeppnin við netið illa séð. Því þurfti að búa til matarholu í gjaldaliðnum og afslætturinn fór inn í verðlagið á nokkrum vikum. Sama hefur gilt um afnám eða lækkun söluskatts á vöruflokka.
... Og pöbullinn fagnaði á meðan hann var rændur. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2017 kl. 12:32
Ég er nú reyndar hrifinn af öllum skattalækkunum og hef margar ástæður fyrir því:
- Skattur er peningur sem er tekinn frá þeim afla launanna og færður til einhverra annarra. Svona eins og þjófnaður, nema löglegt.
- Skattar skekkja markaðinn. Hár virðisaukaskattur hækkar verð og þrýstir niður álagningu og tryggir stöðu stórra aðila á markaði. Lægri skattur og hærri álagning þýðir hærri hagnaður sem laðar samkeppnisaðila að markaði, sem aftur þrýstir álagningu niður en núna í meira samkeppnisumhverfi. Svo þótt álagning stígi í kjölfar skattalækkana á vöru og þjónustu þá er það bara millibilsástand á meðan samkeppnisaðilar eru að vakna upp við nýjan veruleika.
- Skattar flytja vinnu og smásölu úr landi og ýta undir smygl eða þörf fólks til að rogast heim með níðþungar töskur frá útlöndum, sem var flogið til landsins með tilheyrandi eldsneytisnotkun og umstangi, í stað þess að vörunum væri bara siglt á hagkvæman hátt í landsins í stórum einingum og komið í verslanir. Þetta mætti kalla bætt umhverfisáhrif lægri skatta.
- Þar sem skatt er komið á, þótt hann sé bara 0,1% í byrjun, þar fer hann aldrei og verður fljótlega notaður til að stýra neyslu eða hafa áhrif á hegðun fólks með því að hækka hann eða lækka. Enginn skattur er betri en lágur skattur. Færri skattar eru betri en fleiri skattar.
Geir Ágústsson, 17.3.2017 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.