Fimmtudagur, 16. febrúar 2017
Ríkið afnemi nauðsynlega skatta
Sjómenn eru í verkfalli. Deila þeirra við atvinnurekendur þeirra virðist stranda á skattlagningu á fæðisgjaldi. Gott og vel, ríkið ætti hér að bregðast hratt við og afnema þá skattlagningu. Fyrir alla.
En hvað með þá sem borga eigið fæði undir fullri skattlagningu? Afnemið þá skattlagningu líka.
Hvað með þá sem fá bara sín laun og kaupa þá mat eða ekki fyrir þau? Lækkið launaskatta.
Hvað með þá sem vinna sem verktakar? Lækkið skatt á vinnu þeirra.
Það er ekki sanngjarnt að skattleggja eina stétt eða eitt fyrirkomulag en ekki aðrar stéttir eða annars konar fyrirkomulag. Með því að afnema skatta á alla má komast hjá mismunum. Um leið má rýra ríkiskassann. Allir vinna.
Ef lausnin á sjómannadeilunni leysist með því að lækka skatta þá ber að lækka skatta. Svo ber að lækka skatta meira og á alla.
Annars er það nú svo með verkfall sjómanna eins og verkfall annarra stétta sem njóta sérstakra forréttinda af hálfu löggjafans: Hún snýst um að það sé hægt að leggja niður vinnu án þess að það megi manna störfin með fólki sem vill vinna vinnuna. Það er kominn tími til að endurskoða þessi forréttindi útvaldra aðila á vinnumarkaði, og afnema þau.
Höfum daginn til að klára þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.