Verð á einokunarþjónustu er hvorki rétt né rangt en alltaf handahófskennt

Þegar opinbert ríkiseinokunarfyrirtæki ákveður verð fyrir vörur sínar eða þjónustu er það verð óumflýjanlega handahófskennt. Það er hvorki rétt né rangt. Rangt verð þýðir annaðhvort óseldir lagerar og vinnutæki sem standa óhreyfð eða umframeftirspurn og biðraðir. Rétt verð þýðir það verð sem má setja á vöru eða þjónustu sem fær það til að borga sig að standa í rekstrinum en um leið laðar að viðskiptavini.

Ríkiseinokun er yfirleitt á rekstri sem allir eru skyldugir til að kaupa (t.d. förgun rusls) eða neyðast til að kaupa (t.d. heilbrigðisþjónusta). Reykvíkingar eru skyldugir til að versla við Sorpu. Sorpa missir því aldrei viðskiptavini sína. Það skiptir því ekki máli hvaða verð hún rukkar. Viðskiptavinirnir komast ekki neitt og geta ekki flúið þjónustu Sorpu. Þeir verða að borða uppsett verð. Verðið er samt handahófskennt.

Sorpu á vitaskuld að einkavæða og selja sem fyrst. Það er til nóg af fyrirtækjum til að taka við rusli og meðhöndla það samkvæmt öllum kröfum löggjafans. 


mbl.is Nær 70% hækkun gjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband