Stærðaróhagkvæmni er líka til

Íslendingar kannast vel við orðið "stærðarhagkvæmni". Það felst t.d. í því að sveitarfélögum er sópað saman í stærri sveitarfélög og skattgreiðendur þeirra notaðir til að taka enn stærri lán til að fara út í enn glórulausari framkvæmdir og um leið lengja leiðina að öðru sveitarfélagi sem fer rólegar í skattheimtuna.

Fyrirtæki renna stundum saman í stærri fyrirtæki. Þá eru yfirleitt deildir lagðar niður og reynt að útrýma óþarfa yfirbyggingu. Stundum fer það samt í hina áttina - yfirstjórnin þyngist sem og skrifræðið.

Eina leiðin til að láta reyna á stærðarhagkvæmni er að það sé hægt að fara í samkeppni. Fyrirtæki verða vör við þetta aðhald, a.m.k. þau fyrirtæki sem starfa á mörkuðum sem er auðvelt að komast inn á. Það er t.d. einfalt að opna skyndibitastað. Þeir eru því alltaf á tánum í bullandi samkeppni. Það er erfitt að stofna banka og bankar sitja því rólegri að sínum viðskiptavinum.

Það er svo gott sem ómögulegt að fara í samkeppni við hið opinbera og alls ekki hægt nema það umberi slíka samkeppni. Ég get ekki ímyndað mér hvað þarf til að stofna nýtt og sjálfstætt sveitarfélag. Þau verða því aldrei hagkvæmari þegar þau stækka. Þau verða óhagkvæmari. Þau þjást af stærðaróhagkvæmni. Mörg lítil sveitarfélög eiga frekar á hættu að missa fólk yfir landamærin ef svo má segja. Þau stærri geta gert vegalengdina að næstu landamærum svo langa að fáir leggja hana á sig.

Það er í þessu samhengi sem má skilja af hverju gamli Póstur og sími hefur ekki komist heill út úr samkeppni. Hann var of stór og þunglamalegur. Samkeppnin neyddi hann til að aðlagast breyttum aðstæðum. 

Að hugsa sér ef markaðir menntunar og heilbrigðisþjónustu yrðu opnaðir á sama hátt. Ímynduð ykkur kraftinn sem myndi leysast úr læðingi. Kannski væri hægt að panta hjúkrunarfræðing í heimsókn með sérstöku appi, fá greiningu, lyfseðil og meðhöndlun og allt fyrir 5000 kall. Ómögulegt? Kannski. Kannski ekki. Við komumst ekki að því á meðan ríkisvaldið rígheldur í einokunarstöðu og gerir innkomu á markað erfiðan. 

Eða hvað með vegakerfið? Gætu einkaaðilar ekki nýtt vegina betur? 

Af hverju að ríghalda í stærðarókvæmni? Hvað óttast hið opinbera?


mbl.is Eru alltaf í alþjóðlegri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vel skrifað og ég er algjörlega sammála þér í þessum pistli og litið ef ekki neitt við,pistilinn að bæta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband