Föstudagur, 3. febrúar 2017
Þegar barnið er lamið fyrir syndir föðursins
Ég er mikill aðdáandi þess að sniðganga vörur og þjónustu sem höfðar ekki til mín. Þannig sniðgeng ég kvenföt, ilmvötn, háhælaða skó, hárkollur, hálsfestar, vændiskonur, fjárhættuspil, handtöskur, varning merktan teiknimyndahetjum, útvíðar buxur, hárliti, ólívur, Apple-tölvur og bleik föt.
Aldrei hefur mér samt dottið í hug að sniðganga vöru af því foreldri eiganda vörumerkisins gerði eitthvað eða sagði eitthvað sem var mér ekki að skapi. Það eru nýmæli í mínum huga.
En það er gott að fólk getur sniðgengið vörur. Það er einn af kostum hins frjálsa markaðar. Þeir sem sniðganga vörur Ivönku Trump eru væntanlega núna að óska eftir einkavæðingu mennta- og heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum til að geta sniðgengið þau fyrirtæki Trump sem selja varning til skóla og spítala í dag.
Hætta að selja vörur frá Ivönku Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins & talað út úr mínum...einstaklega hallærislega gert.
Hrund (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.