Pólitíkus undrast pólitíkina í pólitíkinni

Ríkisvaldið innheimtir skatta og deilir út til bænda svo þeir geti stundað óarðbæra framleiðslu á neysluvarningi.

Eðli málsins samkvæmt er nokkuð mikið yfirbragð stjórnmála yfir svona fyrirkomulagi. Stjórnmálamenn skipa í nefndir og ráð til að fylgjast með fyrirkomulaginu. Þeir skammta fé skattgreiðenda til málaflokksins. Opinberar eftirlitsstofnanir fylgjast með framleiðslunni. 

Mér finnst furðulegast af öllu að bændur sætti sig við þetta fyrirkomulag. Af hverju vilja þeir ekki vera sjálfstæðir atvinnurekendur með allt það svigrúm sem því fylgir?

Jú, vissulega myndi það þýða aðlögun að markaðsaðstæðum og ekki er víst að allir kæmu vel út úr henni en úti í heimi eru til fordæmi að slíku sem ættu að vera aðlaðandi. Hér hef ég fyrst of fremst Nýja-Sjáland í huga. Þar eru bændir sjálfstæðir atvinnurekendur og þeir þrífast vel. Áður voru þeir í sömu stöðu og íslenskir bændur: Geymdir á bak við tollamúra og pólitíska afskiptasemi, lifðu á ríkisstyrkjum og rétt tórðu fyrir vikið. 

Ef bændur vilja ríkisstyrkina og tollamúrana þá verða þeir að sætta sig við að í pólitísku fyrirkomulagi komi pólitíkusar að málinu. Þannig virkar jú pólitíkin!


mbl.is Gagnrýnir skipan í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband