Miðvikudagur, 25. janúar 2017
Vefþjóðviljinn fyrr og nú
Besta íslenska vefritið og jafnframt það elsta starfandi er Vefþjóðviljinn (www.andriki.is). Vefþjóðviljinn hóf útgáfu 24. janúar 1997 og hefur komið út daglega síðan þá eða í 20 ár samfleytt. Geri aðrir betur!
Núna verða breytingar á útgáfunni því hún verður ekki lengur dagleg. Vonandi verður hún samt einhver.
Vefþjóðviljanum má hrósa fyrir svo margt að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Hann kynnti mig t.d. fyrir austurríska skólanum í hagfræði.
Hann setur ítrekað dægurmálaumræðuna í annað og kannski breiðara samhengi en gengur og gerist í oft einsleitri umfjöllun annarra fjölmiðla.
Hann hnýtir í stjórnmálamenn og aðra sem vilja eyða fé annarra.
Hann grefur ofan í mál sem fáir aðrir sýna áhuga fyrr en löngu seinna.
Hann stendur vörð um einstaklingsfrelsið og eignaréttinn. Frjálshyggjan á Íslandi stendur í eilífri þakkarskuld við Vefþjóðviljann.
Hann hefur í stuttu máli reynst mér ómetanlegt veganesti síðan ég byrjaði að opna heimasíður á netinu. Og vonandi heldur hann áfram að vera það þótt útgáfudögunum fækki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.