Heimurinn opnast Bretum

Evrópusambandið er með innri markað. Gott og vel. Evrópusambandið er án innbyrðis tollamúra en heldur múrum gagnvart heiminum utan sambandsins traustum. Með úrsögn sinni eru Bretar að yfirgefa inn innræktaða markað og opna sig fyrir heiminum.

Evrópusambandið byrjaði sem lauslegt tollabandalag en stefnir nú í að verða stórríki sem stendur á brauðfótum. Hlaupi þeir af því sökkvandi fleyi sem geta - aðrir sökkva með því.


mbl.is Verða utan innri markaðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukurinn

Evrópusambandið byrjar í raun og veru sem tilraun til að gera evrópuríkin efnahagslega háðri hvort öðru og auka samvinnu þeirra á milli til að minnka líkurnar á frekari ófriði og styrjöldum í álfunni.

Eftir tvær heimsstyrjaldir var hvorutveggja þörf á að auka efnahagslegan vöxt í Evrópu sem og að tryggja friðinn. Það að Evrópusambandið hafi síðan vaxið ásmegin og orðið að járnbúri skriffinnsku og reglugerða er seinni tíma þróun.

En nú virðist stefnan vera 'when in doubt, regulate' eða kannski frekar 'en cas de doute, réglementer'...

Haukurinn, 18.1.2017 kl. 06:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Allt sem er ekki sérstaklega löglegt skal álitið bannað. Þetta eru Íslendingar líka sekir um. Tökum til dæmis rafrettuna (e-cigarette) undanfarið og fjórhjólið á sínum tíma. Allt þarf að passa í ákveðinn tollflokk og tilheyra einhverri reglugerð. 

Kann ég þá frekar við þetta ákvæði í tékknesku stjórnarskránni:

"Every citizen may do what is not prohibited by law and nobody may be forced to do what the law does not instruct them to do."

Geir Ágústsson, 18.1.2017 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband