Verkalýðsfélög og lög

Sjómenn, hæst launaða stétt landsins á eftir forstjórum, stendur nú í svokallaðri kjarabaráttu. Þeir vilja meira í vasann en um leið leggja minna af mörkum þegar niðursveiflur hrjá útgerðina. Þeir vilja bæði fá háu launin og bónusana, nokkuð sem yfirleitt þykir fáheyrt (oft sætta menn sig við lægri laun í von um að háir bónusar komi ef vel gengur en flestir kjósa meðallaun sem eru stöðug og án upp- og niðursveiflna).

Sjómenn halda því fram að þeir borgi fyrir atvinnutækin úr eigin vasa.

Þeir halda því fram að þeir séu notaðir til að niðurgreiða einhverja þætti reksturins.

Þeir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem atvinnurekandinn ætti að borga.

Með öðrum orðum, þeir kvarta yfir því að vera starfsmenn fyrirtækja því allt ofangreint gildir um allt launafólk í öllum einkafyrirtækjum. Fyrirtæki reyna að stilla af rekstrarkostnað og fjármagnskostnað þannig að hæft starfsfólk fáist til starfa (hæfilega hár launakostnaður) sem um leið getur unnið við sómasamlegar aðstæður (hæfilega hár rekstrar- og fjármagnskostnaður). Þetta gildir um útvegsfyrirtækin eins og öll önnur. Öll önnur!

Þegar atvinnurekandinn minn endurnýjar skrifstofustólinn minn er hann að borga fyrir það með nákvæmlega sama tékkhefti og borgar launin mín. 

Kannski er munurinn sá að sjómönnum er sagt þetta beint út á gegnsæjan hátt á meðan flestir launþegar halda að þeir séu að græða eitthvað þegar þeir fá stól í stað launahækkunar. 

Og um leið grafa sjómenn sína eigin gröf. Nú þegar herja samkeppnisaðilar íslenskrar útgerðar á markaði hennar, vinnslustöðvar standa tómar og safna kostnaði, verkafólki í landi er sagt upp og svona má lengi telja.

Það á eftir að taka marga mánuði fyrir útgerðina að vinna upp tapið sem af verkfallinu hlýst. Sjómenn hafa þá fengið hærri laun og í staðinn þarf að reka þá sem standa utan við þá fínu klíku og hafa ekki sömu lagalegu réttindi til að berja á atvinnurekendum sínum afleiðingalaust. 

En gott og vel, ef sjómenn eru svona ósáttir af hverju má þá ekki segja þeim öllum upp og ráða aftur á einstaklingsgrundvelli? Mér skilst að einhver lög komi í veg fyrir það. Afnemum þau lög!


mbl.is Róa til fiskjar í miðju verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

saell Geir

vandinn er sa að sjomenn eru ekki einir i þessu, þeir taka niður med ser fullt af folki i landvinnslunni og fleiri storfum. Svipuð umraeda kom upp þegar flugumferðarstjorar vildu fara i verkfall, en eg held ad menn verði ad skoda heildarahrifin. Menn geta ekki tekið heilar atvinnugreinar i gislingu, thað verður ad vera haegt ad semja þannig að skaðinn verði sem minnstur, Norðmenn faera sig nu upp a skaftið og taka þessa markaði audvitað, sjavarutvegurinn veikist og það verður erfitt að vinna þessa markaði upp aftur.

einar (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 14:01

2 Smámynd: Jóhann Berg Þorbergsson

Geir minn kæri. Ég neyddist til að lesa þennan pistil oft, ég bara neita að trúa því að einhver geti skrifað svona með alla þessa vankunnáttu í farteskinu.

Ég hef verið á sjó frá 1978 til dagsins í dag. Ég hef ekki á þeim tíma kvartað yfir því að vera starfmaður eh. fyrirtækis heldur unnið eins og mér er uppálagt. Hæst launaða stétt á eftir forstjórum? Nei því miður er það ekki þannig. Ég skal leggja upp dæmi fyrir þig. Frystitogari, brottför þann 01.01. lengd túrs er um 30 dagar. 30.01 komið inn og 90% af áætluðum launum borguð. Þú er skikkaður í frí næsta túr sem byrjar þá 01.02 og lengd túrs er sú sama.Þann 30.02 Þá færð þú þessi 10% sem stóðu út af borðinu til þín. Næsti túr byrjar 01.03.og svipuð lengd á veiðiferð. Þann 30.03 er landað og þú færð þín 90% af áætluðum launum. Svona heldur árið áfram. Það líða 3 mánuðir á milli útborgunar hjá þér. Hæstu laun eru 1,3 millur á mánuði, hásetilaun. Við borgum skatt, lífeyri, félagsgjöld, fatnað og mat af þessum launum. Eftir situr máske 650.000 sem þú skiptir þá niður á þetta 3 mánaða tímabil. Góð laun, ef þér finnst það þá veit ég um laust pláss fyrir þig. Það getur ekki talist eðlilegt að það sé tekið 30% í grunninn fyrir olíu, hlutdeild áhafnar í olíukostnaði útgerðar. Skv. hagstofu er þessi kostnaður að meðaltali 11%. Er þetta ekki bara ágætt? Af hverri krónu hirða þeir strax 30 aura, og meira ef skipið er yngra en 7 ára. Og svo er rétt að minna þig á að laun sjómanna eru hlutaskipti, það er ekki eins og ,,Öll önnur'' fyrirtæki. Þetta launakerfi er bara hjá sjómönnum. Það kostar að fara í verkfall og vera í verkfalli. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, flugumferðarstjórar, læknar, flugþjónar og án efa er eitthvað óupptalið hjá mér. Hefur þetta ágæta fólk ekki lagalegan rétt til að krefjast betri launa? Og eru engar afleiðingar af verkfalli þeirra? Auðvitað má segja sjómönnum upp eins og öðrum, og afhverju er það ekki gert. Skipin geta bara farið sjálf að veiða, eða hvað? 

Jóhann Berg Þorbergsson, 11.1.2017 kl. 14:17

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott innlegg hjá þér Jóhann Berg og skýrir mjög vel hvers vegna sjómenn fóru loksins í verkfall. Og þótt fyrr hefði verið. En síðuhöfundur er greinilega orðinn leigupenni stórútgerðarkapitalsins á Íslandi.  Því hann hlýtur að vita betur. Ættaður frá þorpi á norðausturhorni landsins sem fór mjög illa út úr kvótabraskinu. En kannski er bara 2. og 3.ættlið skítsama um landsbyggðina og ræturnar og reikna allt upp á andskotann eins og verjendur aflamarkskerfisins og frjálsa framsalsins gera.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2017 kl. 15:19

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir. þeim mun meira sem maður heyrir um heimsmeistaralegt og dýrkað sjávarútvegskerfi á Íslandi, þeim mun minna skilur maður raunverulega í heildarmyndinni.

Stundum heyrist að mánaðarlaun sjómanna séu gífurlega há. Stundum heyrir maður að sjómenn séu látnir taka þátt í níbyggingum og öðrum tilkosnaði útgerðanna.

Spurning hvernig er hægt að skylda verkafólk til að láta það borga með sínum eigin launum, fyrir það sem er í eigu og á rekstrar og tilkostnaðarskyldugum eigandanum vinnuveitandandi?

Spurningin er í raun hver eru tryggð mánaðarleg nettólaun verkafólks, samkvæmt löglegum útreikningum?

Verkalýðsfé-lög og lög?

Lög og réttur siðmenntaðs velferðarsamfélags verkafólks og vinnuveitanda? Verkafólks fjarvistir frá fjölskyldu og heimili eru óumdeilanlega gífurlega mikil fórn. Sú fórn verður ekki mæld á raunhæfan hátt í peninga-gjaldmiðlum.

Það er ekki til réttur mælistikunnar tommustokkur fyrir slíkar fórnir. Sama hvaða vinnu verkafólk vinnur.

Útvegsvinnustaðurinn er svo illa staddur og lífeyrissjóða/skattræningjanna píndur, með sjálfala verðmætan mat í hafsins gullkistu, að ekki er hægt að borga sómasamleg nettólaun? Ja, þá er líklega ekki lögverjandi siðferðisgrundvöllur fyrir að veiða gull hafsins?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2017 kl. 18:17

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Laun sjómanna eru ekki einfallt reikningsdæmi og hvernig þau urðu svona flókin kallar á víðtæka söguskýringu sem ég efa að síðuhöfundur hafi þekkingu á og reyndar stærsti hluti sjómannastéttarinnar einnig.

Mjög stutt:

Skattaafsláttur var veittur þeim sem fóru á togara og í lakari pláss á þeim tíma sem síldarævintýrið var í algleymingi. Þetta var síðan afnumið undir nafninu sjómannaafsláttur og hafði þá fengið all oft nýja skírn á 50 ára niðurgreiðslusögu ríkisins.

Olíugjaldi var komið á til lækkunar á kostnaðarhlutdeild sjómanna, þeir fengu 9% hækkun á skiptum í staðin. Þetta var á árunum eftir olíkreppuna.

Nýsmíðaálag var greitt út með hækkun á greiðslum í trygginga og sjúkrasjóði, ásamt hækkun orlofsgreiðslna. Útreiknað fyrir 10 árum eða svo nam þetta 1,5 milljörðum á ári. Einungis er hægt að fá nýsmíðaálag á ný skip, ef sýnt er fram á c.a. 25% meira aflaverðmæti en að meðaltal hjá skipum í sama flokki.

Jóhann, þetta er ekki rétt reiknað hjá þér. Tvö úthöld sem standa yfir í 3 mánuði (eitt í frí) gefa þér ca. 500 kkr á mánuði eftir skatt, mv. 46% skatt, ef miðað er við 1,3 mill. í hásetahlut. Það gefur c.a. 4,5 milljónir á ári fyrir 50% vinnu.

Hlutaskiptakerfið hefur aldrei og mun aldrei vera launþegakerfi, eins og þekkist hjá hefðbundnu launafólki. Sjómenn taka ekki eingöngu þátt í tekjuhlutanum, þeir eiga hlut í kostnaðinum einnig.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.1.2017 kl. 22:02

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sindri Karl. Hvað áttu við með að hlutaskiptakerfið muni aldrei vera launþegakerfi, eins og þekkist hjá hefðbundnu launafólki?

Og hvað áttu við með að sjómenn taki ekki eingöngu þátt í tekjuhlutanum, þeir eiga hlut í kostnaðinum einnig? (Íslenskt launafólk/fyrirtæki eru  sögð eiga "lífeyrissjóði", sem þeir eiga þó ekki í raunveruleikanum?).

Ég skil ekki hvernig þetta virkar í launakjarasamninganna raunveruleikanum.

Vonandi að einhver geti upplýst og útskýrt þetta á skiljanlegan hátt fyrir mér og öðrum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2017 kl. 23:55

7 identicon

Hvernig hægt sé að finna út að full vinna í frystitogara (eins og þeir eru gerðir út í dag) sé 50% vinna eins og SKS gerir er mínum skilning ofaukið. Heldur hann að þeir vinni bara 9 -5 og bara á virkum dögum í hverjum túr?

Kröfur sjómanna hafa mér sýnst nokkur skýrar.

Þeir vilja fá sambærilegar greiðslur og skattfríðindi og við skrifstofuhjassarnir þegar við erum að vinna fjarri heimili.

Þeir vilja hafa svipuð réttindi og við í landi til að hafa samband við fjölskylduna og fylgjast með fréttum án þess að það kosti þá stórfé.

(Af því að hún hjá SFS var að líkja laununum þeirra við stjórnendur, veit einhver um stjórnanda sem fær ekki skattfría dagpenginga þegar hann fer á ráðstefnu eða einhvern sem er ekki með frían síma og internettengingu?)

Þeir vilja fá sambærilega þáttöku vinnuveitanda í hlífðarfatnaði og þeir sem vinna í landi.

Þeir vilja ekki vera hýrudregnir ef dallurinn ef of nýr.

Þeir vilja ekki að útgerðin geti sent þeim reikninginn fyrir tilteknum kosnaðarliðum sem þeir eiga að standa straum af, ekki frekar en þeir geti sent reikning til útgerðarinnar fyrir heimilisrekstrinum (t.d. reikningum sem falla til af því að þeir eru fjarri heimili).

ls (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 08:37

8 identicon

ps. þetta með lögin eru leikreglur sem atvinnurekendur og launþegar hafa komið sér saman um. Lögin fjalla svo um eftirlit og úrskurðarreglur varðandi þessar leikreglur. Allir þessir þrír aðilar (launþegar, atvinnurekendur og löggjafarvaldið) eru því að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir slagsmál og ofbeldi. Geir er því að hvetja til þess að frjáls réttur þessara aðila til koma sér saman um leikreglur verði afnuminn.

ls (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 08:44

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér kemur margt fróðlegt fram og ég þakka athugasemdirnar.

Menn mega ekki láta flækjustigin - sem eru mjög mörg - aftengja sig algjörlega frá grundvallaratriðunum, sem eru:

- Fyrirtæki borga ekki meira en þau þurfa til að halda í hæft starfsfólk

- Heildarútgjöld fyrirtækis mínur heildartekjur fyrirtækis eru afkoma fyrirtækis og það er heildarafkoman sem reynt er að hámarka. Fyrirtæki borga því ekki meira í laun en þau þurfa til að hámarka afkomuna, og eyða heldur ekki í fjárfestingar nema að því marki að þau auki afkomuna. Hvort þau borgi laun og dragi frá þaum til að greiða olíuverð eða borgi lægri laun og borgi sérstaklega fyrir olíuna er bara bókhaldsatriði í augum fyrirtækis.

Að því sögðu má svo nefna:

- Samkvæmt heimildum sem byggjast á skattskýrslum eru sjómenn meðal hæst launuðu stétta. Það má vera að nýráðinn háseti kannist ekki við það frekar en nýráðinn í öðrum greinum en að jafnaði eru tekjumöguleikarnir mjög góðir enda tala menn um að "fá pláss" en ekki "neyðast til að taka pláss" á skipi.

- Það má vera að tilfinningar spili stórt hlutverk þegar afskekktar byggðir missa frá sér veiðiheimildir og breytast í draugapláss en það er engum til góðs að halda úti dauðvona atvinnurekstri sem getur ekki skapað vel borguð störf. Það þótti fínt að smíða hestvagna á miðöldum en þegar hestvagnasmiðir fóru á hausinn komu betur borgaðir bílasmiðir í staðinn og fólk gat ferðast um auðveldar án þess að skilja eftir sig hestaskít. Hin skapandi eyðilegging er okkur öllum til góðs til lengri tíma.

- Þessi samskipti verkalýðsfélaga sjómanna og útgerðar er alls ekki dæmi um frjálsar viðræður heldur viðræður þar sem löggjafinn hefur gefið öðrum aðilum kylfu til að berja á hinum. Sem verkfræðingur kannast ég ekki við svona aðferðir - mér er gert að semja um mín eigin laun og verkfall hjá mér jafngildir uppsögn og sé ég ósáttur get ég leitað annað. Samúð mín með þeim sem "beita verkfallsvopninu" er því engin, hvorki hjá sjómönnum, kennurum né læknum.

Til að losna við svona verkföll til framtíðar þarf að breyta lögum, taka út sérákvæði sem fjalla um sjómenn og gera samskipti atvinnuveitanda og launþega að einkamáli þessara tveggja aðila.

Geir Ágústsson, 12.1.2017 kl. 10:10

10 identicon

Hafi löggjafinn gefið öðrum kylfu til að berja á hinum er það ekki sjómenn sem hafa fengið þá kylfu.

Það er tómt mál að tala um að launamenn megi ekki taka sig saman í félög ef þeim sem standa mun sterkar að vígi (atvinnurekendum) er leyft það. Það er ekki frjálshyggja. Það er auðhyggja.

ps. Vélstjórar eru ekki í verkfalli núna.  Þeir fá hins vegar á sig verkbann (samtök útgerðarmanna gera þá semsagt tekjulausa) eftir rúma viku.

ls (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 10:44

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Getur atvinnurekandi sagt upp starfsmanni sem mætir ekki í vinnuna?

Ef svarið er nei þá er eitthvað að.

Á atvinnurekandi að geta hætt að borga laun til þeirra sem eru ekki að gera neitt?

Auðvitað.

Það þarf að taka til í þessu fyrirkomulagi og einfalda það. Mæli ég hér með því fyrirkomulagi sem verkfræðingar nota: Gera launakannanir sem undirbúa hvern og einn undir persónuleg launaviðtöl án aðkomu verkalýðsfélaga. 

Geir Ágústsson, 12.1.2017 kl. 12:33

12 identicon

s.s. að banna mönnum að mynda samtök?

ls (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 12:57

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Bara alls ekki, en að afnema lagalega sérstöðu ákveðinna tegund þeirra.

Geir Ágústsson, 12.1.2017 kl. 19:33

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir. Þetta er greinilega mjög þörf umræða.

Skatta og launavelferðar-ríkiskerfið er greinilega ekki fyrir atvinnurekendur fyrirtækja, né fyrir launþega. Og fyrir hverja eru þessar skattpíningar-rányrkjustofnanir þá?

Er ekki góð byrjun, að hætta EES-ólöglegum félagsgjalds-skylduðum lífeyrisránum lífeyrissjóðastjórnanna, sem rænd er ólöglega af hverri einustu þénaðri þénaðri mynt vöruskiptanna?

Þá færu nú líklega einhverjar margumræddar Bylgju-línur og uppgjörsskattana svik, kúganir og línulagðar netheimanna skattsvikna-alþjóðaspillingarfiski-viðskiptaflórinn að skýrast? Þetta var löng setning, yfir ára/aldagamla lönguvitleysu Íslands.

Kannski kominn tími til að leggja spillingarinnar dómstóla/lögmannavörðum stríðsöxunum, og hætta við sökudólgaleit og refsigleði, sem áróðursfjölmiðlar heimsveldisbankanna spilavítin stýra.

Meðan er líf, þá er von.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2017 kl. 23:07

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

leiðrétting: þénaðri.

...en ekki þénaðri þénaðri...

Einungis glæpabankarnir kennitöluflakkandi, ábyrgðarlausu og spillingar-dóms/lögfræðinga/sýslumannavörðu, og ólöglegir glæpainnheimtir lífeyrisskattar fyrir útborguð umsamin nettólaun fyrirtækja og launþega, komast upp með að nota sama gjaldmiðils-fiskinn aftur og aftur og aftur í matinn?

Þéna og þéna og þéna og þéna! Endalaust endurtekið ólöglegt innistæðulaust skattrán af vöruskipta-gjaldmiðlum heimsins, í tölvutölu-svikum banka og kauphalla?

Innistæðulausar bólubullandi, Kauphallandi/fellandi spilavítistölvubankanna heimsbankarán!

Aftur og aftur og aftur og aftur?

Og engu má víst breyta í bankaráns fjármálaspilavítinu jarðarlífs-tortímandi?

En, meðan er líf, þá er von.

Það ættu ekki síst líffærabankabrasks-eiðsvönu hátækniskurðlæknarnir að rifja upp!

Kári Stefáns myndi vonandi segja að það væri ljótt að eiðsvarnir skurðlæknar fengju að braska með líffæri í spilltum líffærabönkum? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2017 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband